Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Page 24
24 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988. Popp DV Van Halen skaut yfir markið Hljómleikaferöin átti að verða sú rosalegasta í sögunni. Níu klukku- stundir af grjóthörðu rokki og bárujámi á mörgum helstu leik- vöngum Bandaríkjanna. Og pen- ingamir áttu aö flæða inn. Dæmið snerist hins vegar við. Tap varð á allnokkrum tónleikum og aflýsa varð öðrum vegna lélegrar fyrir- framsölu aögöngumiða. Monsters of Rock-hljómleikaferðin gekk sem sagt ekki alls kostar upp. A þessum níu klukkustunda löngu tónleikum komu fimm hljómsveitir fram. Van Halen, Scorpions, Dokken, Metallica og Helgarpopp Ásgeir Tómasson Kingdom Come. Auðvitað streymdi fjöldi rokkunnenda að til að sjá og heyra þessar valinkunnu sveitir. Fjöldinn var bara ekki nægur. Til að mynda sáu 69.598 manns hljóm- sveitirnar fimm á Giants Stadium í New York. Kvöldið eftir átti að endurtaka leikinn á sama stað en aflýsa varð þar er aðeins tuttugu þúsund miðar seldust í forsölu. Svipað gerðist í Los Angeles og víð- ar. Meðan á hljómleikaferðinni stóð skaust nýjasta breiðskífa Van Ha- lens, OU812, í efsta sæti vinsælda- lista í Bandaríkjunum. Það nægði ekki einu sinni til að laða fleira fólk að hljómleikunum sem áttu að verða hinir rosalegustu í sögunni - svo magnaðir að hljómkerfi sveit- anna fimm mældist um 250.000 vött. Fjórmenningarnir í Van Halen. Kannski ekki alveg eins vinsælir og þeir hugðu. Mark Knopfler og Eric Clapton á Mandelatónleikunum. Nú fá Bandarikjamenn að heyra í þeim saman í haust. Clapton og Knopfler saman í hljómieikaferð Gítarsnillingunum Eric Clapton og Mark Knopfler virðist vel til vina um þessar mundir. Þeir áttu eftir- minnilegan leik saman á afmælistón- leikum Nelsons Mandela í sumar og nú er ákveðið að Knopfler fari með Clapton í hljómleikaferð þess síðar- nefnda um Bandaríkin í haust. Mark Knopfler er reyndar ekki eini Dire Straits-maðurinn sem fer í þessa hljómleikaferð. Alan Clark hljóm- borðsleikari verður einnig með í ferðinni. Aðrir spilarar verða Nat- han East bassaleikari, Steve Ferrone trommari og um bakraddirnar sjá Tessa Niles og Katie Kissoon. Að lokum: Ef það skyldi hafa farið fram hjá nokkrum þá eru Eric Clap- ton og Patti Boyd endanlega skilin. Clapton ætlar samt að halda áfram að spila Laylu og Wonderful To- night. Síðamefnda. lagið er reyndar ofarlega á vinsældalista í Hollandi þessa dagana. Nico ásamt popplistamanninum Andy Warhol. Þau eru nú bæði gengin á vit feðra sinna. Söngkonan Nico er látin Flestir bjuggust við því að þegar bandaríska söng- konan Nico dæi yrði það vegna ofneyslu eiturlyfja. Sú varð þó ekki raunin. Nico lést af hjartaslagi sem hún fékk í hjólreiðaferð. Nico gat sér frægðarorð á sjöunda áratugnum fyrir söng sinn með hljómsveitinni Velvet Underground. Hún var á þeim tíma sögð fegursta kona heimsins og poppar- ar ortu um hana söngtexta. Lag Lou Reeds, Femme Fatale, er sagt fjalla um Nico. (Það lag er reyndar að finna á nýjustu Tom Tom Club plötunni sem kemur út í lpk mánaðarins.) Árum saman var Nico heróínneytandi. Hún fór í með- ferð fyrir átján mánuðum en þurfti enn að nota metha- done er hún lést í sumarleyfi á Ibiza. Gæðasveitir hætta Bretar eru einni ágætri hljómsveit fátækari. Liðsmenn Echo & The Bunnymen hafa tilkynnt að þeir muni ekki vinna meira saman. Þeir segjast þó ekki vera sestir í helgan stein og hyggjast-láta frá sér heyra síðar með ööru fólki. Echo & The Bunnymen héldu hljómleika hér á landi fyrir fimm árum. Um þær mundir var sveitin talin ein sú efnilegasta í Bretlandi. Þá er eitt helsta r'okktromp Kanadamanna hætt - hljómsveitin Loverboy. Hún átti nokkra digra smelli á ferli sínum. Sá þekktasti er áreiöanlega Turn Me Loose. Mike Reno söngvari vinnur að sólóplötu og sömuleiðis Paul Dean gítarleikari. Liðsmenn Loverboy útiloka reynd- ar ekki að þeir muni taka upp þráð- inn að nýju síðar. Alls ómögulegt er aö segja til um hvenær þaö muni verða. Echo & The Bunnymen, einar skærustu stjörnur Liverpool á níunda áratugn- um. Bruce Springsteen og hljómsveit leikið í París og átján öðrum borg- hans, Peter Gabriel, Sting, Tracy um í Evrópu, Afríku, Asíu og Am- Chapman og Youssou N’Dour eru eríku. aðalstjömumar sem koma fram í Ferðin hefúr hlotið nafnið Hum- sex vikna hfjófnleikaferð til að an Rights Now! Um þaö bil ár er vekja athygli á Amnesty Inter- liðið síðan fyrst var farið að ráð- national. Ferðin hefst í Lundúnum gera þessa hljómleikaferð. Skipu- þann 2. september. Einnig verður lag allt ætti því aö vera í góðu lagi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.