Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Síða 28
LAUGARDAGUR :27.: Á<1ÚST '1988. Islenska sjónvarpið Þættir um íslenskt mál í sjónvarpinu í haust: Einvalalið íslenskumanna vann að gerð þáttanna - segir Sigrún Stefánsdóttir hjá Fræðsluvarpinu Höskuldur Þráinsson prófessor við upptökur í Kópavoginum í haust. Að baki honum standa Sigrún Stefánsdóttir og Karl Sigtryggsson kvik- myndatökumaður. „Það er mjög auövelt að gera leiðinlega fræðslu- þætti. Okkur var það vel ljóst og gerðum því allt til að lífga upp á þessa þætti. Ég vona að hvorki mynd- ræni hlutinn né sá efnislegi verði að líða fyrir hinn,“ segir Sigrún Stefánsdóttir sem hefur umsjón með Fræðsluvarpi sjónvarpsins. Þættirnir, sem hún er að tala um, eru um íslenskt mál og hafa fengið nafnið Mál og meðferð þess. Þetta er það efni sem mennta- málaráðuneytið lagði í upp- hafi áherslu á að yrði búið til þegar fræðsluvarpinu varkomiðáfót. Átta íslenskukennarar ' AIls eru þættirnir sjö og heflast sýningar á þeim 3. október. Áætlað er að sýna þá á mánudögum og mið- vikudögum eftir klukkan 17.00. Þá verða þeir endur- sýndirumhelgar. Vinna við íslenskuþættina hefur staðið í allt sumar og er henni ekki lokið enn. Átta íslenskukennarar unnu að verkinu ásamt Sigrúnu og kvikmyndatökumanninum, Karli Sigtryggssyni, en Þumall sér um tæknivinn- una. „Þaö er einvalalið ís- lenskumanna sem þarna lagði hönd á plóginn," segir Sigrún. Mikið er lagt upp úr aö koma efninu til skila með myndum og lifandi út- færslu. Til að undirstrika dæmi um málhópa er t.d. farið á golfvöll þar sem menn nota orð sem aðeins þekkjast í þeirri grein. Sem dæmi um ritun máls útlistár Pétur Gunnarsson rithöf- undur hvernig hann ber sig að við skriftir. Kynnar í þáttunum verða þau Höskuldur Þráinsson prófessor, sem er umsjónar- maður verksins, og Þórunn Blöndal. Þau eru bæði með- al höfunda þáttanna. Námið, sem boðið er upp á í íslenskuþáttunum, skipt- ist í fjóra áfanga sem eru tiltölulega sjálfstæðir. Sig- rún segir að sá fyrsti sé að vísu hugsaður sem nokkurs konar undirbúningur hinna þannig að æskilegast er fyr- ir framhaldið að sleppa hon- umekki. Undirbúningur fyrir annað nám Námið er ætlað fólki sem komið er af grunnskóla- aldri. „Égheldaðþættirnir séu t.d. ágætisbyrjun fyrir þá sem hafa hug á námi í öldungadeildum," segir Sigrún. „Þetta gæti líka ver- ið þægileg viðbót fyrir marga þótt þeir séu ekki að hugsa um frekara nám.“ Raunar er hér ekki um sjónvarpsþætti eina að ræða því um leið hefur verið unn- ið samsvarandi útvarpsefni, Iðunn gefur út kennslubæk- ur og einnig verða gefm út kennslubréf lík þeim sem notuð eru í bréfaskólum. í kennslubréfunum verða námsleiðbeiningar, verk- efniogtilvísanirí kennslubækur og greinar sem stuðst verður við. Ein aðalkennslubók fylgir hverjum af þeim íjórum áfóngum sem námið skiptist í og fylgir hún með í því námsefni sem nemendur fá þegar þeir ákveða að kynna sér áfangann. Sjónvarps- þættirnir fylgja ekki með námsefninu en þeir verða til sölu og að sjálfsögðu er ekk- ert því til fyrirstöðu að hver og einn taki þá upp á mynd- band. Fjölbrautaskóli Suður- lands á Selfossi hefur tekið að sér áð hafa umsjón meö kennslunni og er gert-ráð fyrir að íslénskukennari við þann skóla hafi faglega um- sjón og fari yfir þær úr- lausnir sem nemendur senda bréflega. Verðeinnar auglýsingar Tilraunaútsendingar Fræðsluvarpsins hófust í vor og nú í haust á að taka upp þráðinn. „Þessar út- sendingar verða sjálfsagt aldrei í fullri alvöru meðan við höfum aðeins sex millj- ónir til að spila úr,“ segir Sigrún. „Þetta er ekki meiri upphæð en lögð er í vandaöa sjónvarpsauglýsingu. Af þessari flárveitingu verðum við að kaupa hvern tíma í útsendingu í sj ón varpi. “ Kostnaður viö gerð ís- lenskuþáttanna nemur um tveim milljónum „en það verður að teljast mjög lítið,“ segir Sigrún. „Ég vona að þetta efni standist tímans tönn þannig aö hægt verði að nota það í nokkur ár. Það er að vísu álitamál hve oft er hægt að endursýna fræðsluefni af þessari gerð en það er örugglega hægt að gera það oftar en einu sinni.“ -GK Kynnar í íslenskuþáttunum verða þau Þórunn Blöndal og Höskuldur Þráinsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.