Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Qupperneq 35
LAUGARDAGUR 27. AGÚST 1988!
nS
51
Skýrsla úr pappírshöllinm
Þaö elskast aldrei neinn í þessu
húsi.
Ég veit þaö; ég heföi heyrt þaö.
Arkitektinn sem hannaöi blokk-
ina okkar hefur átt von á aö Stóra-
Bróður-kerfiö skylli á hið bráðasta.
Blokkin er ekki aðeins byggö í hring
og hljómburður svo nákvæmur að
aliir geta fylgst með hinum heldur
hafði hönnuöurinn líka veggina
næfurþunna. Ef ske'kynni að ein-
hverjar leyndar athafnir færu fram
fyrir lokuðum gluggum.
Því veit ég að maðurinn í sjötta
uppgangi héðan,- fimmtu hæð, fór
í sturtu klukkan 6.13 í morgun og
maðurinn á fjórðu hæðinni í þriðja
uppgangi í hina áttina fór i vinnuna
klukkan 6.28. Og að hjónabandið á
hæðinni fyrir neðan fór í hundana
klukkan 11.00 á fimmtudagskvöldi
í síðasta mánuði.
Þá lá ég á hnjánum og þrýsti
vanganum að sjónvarpsskermin-
um (því skiljanlega er öll háreysti
bönnuð eftir kl. 9 á kvöldin). Skóku
þá hamarshögg mikil bygginguna.
Ég kippti mér ekkert upp við það,
í þessari orwellsku blokk gilda ekki
sömu reglur fyrir alla.
Andartaki síðar drynur dyra-
bjallan okkar. Þar er kominn dokt-
orinn af hæðinni fyrir neöan, náfól-
ur af niðurbældri reiði og þrýstir
með erfiðismunum út á milli blá-
leitra varanna:
„Ég veit ekki hvort þér gerið yöur
grein fyrir því, en úr hinzta her-
berginu á ganginum hjá yður, sem
er herbergið fyrir ofan svefnher-
bergi mitt, doktors Magrí, berst
slíkur dómadagshávaði, aö ég get
ekki sofið.“
Ég játa samstundis aö hafa ekki
gert mér grein fyrir þessu og segist
nú þegar kanna fyrirbrigðið, svo
og biðjist ég afsökunar sé þessi
dómsdagur af okkar völdum. Þaö
snörlar í doktornum þegar hann
valhoppar þreytulega niður tröpp-
urnar.
Hinzta herbergi á ganginum er
mannlaust eins og það á aö vera. í
hinum sofa unglingaplágurnar sem
dauöar séu. Þá eigum við ekki
þennan hávaöa. Heldur, álykta ég
og byggi á reynslu, unghngurinn
sem hefur afdrep sitt handan veggj-
ar svefnkamess doktorsins.
Þeim semur illa, dreng þessum
og foður hans. í hvert sinn sem
meiri háttar ágreiningur berst í
gegnum pappírsskilrúm blokkar-
innar, má strax á eftir heyra hvem-
ig drengurinn fær útrás meö því
að skreyta heimilið. Hann neglir í
veggina. Hætti faðir hans ekki að
þrasa i honum þá endar með að
hrökkbrauðsveggurinn gefur sig
og unglingurinn og læknishjónin
eignast sameiginlegt svefnher-
bergi.
Áður en ég legg vangann aftur
að sjónvarpinu hugsa ég sem svo
að doktorinn sé óvenju stressaður.
Svo allt annað fas á honum í fyrra
þegar þau hjónin komu heim úr
sumarleyfinu og fundu 8 tonn af
baðvatninu okkar á baðinu sínu.
Þá bað hann broshýr um að við
létum laga lekann áöur en við
þvæðum okkur frekar. Og ég legg
bara ekki að jöfnu, óhreina baðvat-
nið okkar í þijár vikur og örfá
hraustleg hamarshögg.
Það er náungakærleikur minn
sem veldur því að morguninn eftir
hef ég enn áhyggjur af andlegri
velferð doktors Magrí. Því er það
að ég tek eftir að áöur en Marta
í talfæri
Auður Haralds
læknisdóttir fer í bamafangelsið
um morguninn ná bæði faðir henn-
ar og móðir að öskra á hana. Þetta
er með mesta móti óvenjulegt. Á
átján mánuðum hefur svæfandi
rúmstokksrödd doktrosins aldrei
borist upp til okkar. Og nú orgar
hann svo upp heyrist.
Mörtu er ekið á barnaheimilið og
móðir hennar snýr heim í tóma
íbúðina. Þá, því læknisfrúin þjáist
af þeirri sjálfsblekkingu að hún
hafi slaghörputalent, er hún vön
aö kasta sér á píanóborðið og meiða
nóturnar til hádegis. En nú bregð-
ur svo við að ég heyri smellina í
háhæluðu skónum (læknisfrúin
smokrar sér' í háhælana klukkan
sjö að morgni og sparkar þeim
mæðulega af sér á miðnætti. Hún
svæfi í þeim, ef hælarnir ættu það
ekki tfi að rífa damskið) inn gang-
inn að geymsluhurðinni. Þar búa
skópör hennar og fyrirstríðsmask-
ína að nafni Húver.
Og í stað þess að níðast á nok-
túrnum og sónötum, ryksugar frú-
in í hólf og gólf. Þessar stórtæku
aðgerðir endurtekur hún morgun-
inn eftir, laugardag. Á sunnudags-
morguninn er Húver dreginn úr
fylgsnum sínum kl. 8.47. Það er
bannað með lögum að ryksuga í
íjölbýlishúsum fyrir kl. ellefu á
sunnudögum.
Á mánudagsmorgni er vítisvélin
virkjuð enn á ný og nú heyri ég
hvernig læknisfrúin, lítil og mögur
eins og hún er, sviptir til mub-
lusamstæðunum. Nú, hugsa ég,
hlýtur að vera orðið hreint hjá
þeim.
En ekki, nei. Klukkan fjögur
sama dag þrumar Húver urrandi
um alla íbúðina. Og samt er allt
útbíað á þriðjudagsmorgni og
grimmdargrenjið í þessum raíkn-
úna skratta yfirgnæfir alla hugsun
á hæðinni fyrir ofan. Á miðviku-
deginum æðir Húver öskrandi um
alla íbúðina og húsgögnin kastast
á milli veggja á flótta sínum undan
djöfullegu tækinu. Svo kemur
skyndilega þögn.
Er orðið þokkalega hreint þarna
niðri? Eöa er Húver farinn í gegn-
um hljóðmúrinn? Eða: Hefur Hú-
ver snúist gegn læknisfrúnni?
Stendur Húver, móöur og þrútinn
um belginn, blóöpollur við fætur
hans og í pollinum tveir háhælaðir
skór?
Þessi von er tekin af mér andar-
taki síðar og Húver hamast til há-
degis. Á einni viku ryksugar frúin
niðri tiu sinnum, þar af þrjár vor-
hreingerningar, og næsta sunnu-
dagsmorgun er Húver kominn í
ham klukkan 8.36.
Þá veit ég að hljónabandið er í
hættu. Alla vikuna hefur frúin ekki
snert á slaghörpunni (og af tvennu
illu), Marta orgar stöðugt, doktor-
inn byrstir sig og þau eru hætt að
taka póstinn. Doktorinn er áskrif-
andi að svo mörgum læknablöðum
að gangurinn niðri er að lokast.
Og fótatak háu hælanna verður sí-
fellt reiðilegra.
Þetta ryksugu-umsátur stendur í
mánuð. Daglega sigrast ég á ólg-
andi löngun: Hringja á dyrabjöll-
unni, ganga orðalaust inn, bregða
vírklippunum á snúru Húvers og
út aftur.
Þá, loksins, þegar slaghörputa-
lent frúarinnar hefur hrapað um
mörg sæti á sjálfsmorðslista mín-
um og vítisvélin Húver er að sölsa
undir sig efsta sætið, gjörist það að
í stað ragnaroks ryksugunnar ber-
ast upp ómar slaghörpunnar.
Hljómar stálhælanna mýkjast,
Marta hættir að gelta á hundinn
okkar úr stofuglugganum (og mað-
urinn á fimmtu hættir að kvarta
við mig yfir hundgánni), doktorinn
hljóðnar og blaöahraukarnir
hverfa af ganginum niðri.
Hjónabandið sighr lygnari sjó.
Læknisfrúin fær nýjan bíl og rit-
höfundurinn á hæðinni fyrir ofan
hugsar lengi um af hverju konur
drekki sorgum sínum í hreingern-
ingum. Auður Haralds
Og þrotinn hver
áfengisdropi
Vísnaþáttur
Torfi Jónsson
Haustið 1966 birtist svohljóðandi frétt í dag-
blaðinu Vísi:
Baltika vínlaus eftir tvo daga.
íslendingarnir 400 drukku 5 daga skammt
á tveimur dögum.
Hin rúmlega 400 glaölegu andlit íslenzku
farþeganna á rússneska skemmtiferðaskipinu
Baltika þyngdust all mjög, þegar skipið var_.
komið 2ja sólarhringa siglingu í suðurátt frá
landinu. Ástæöan var sú, að skipið þornaði
algjörlega upp eftir sólarhringana tvo, hver
víndropi var þorrinn og farþegarnir gengu
þynnkulegir um þiljur og létu sér leiðast. -
Hélzt templarastemmning um borð þar til
skipið kom aö Miöjarðarhafinu. Þá hafði skip-
ið verið vínlaust í tvo sólarhringa og sá skip-
stjórinn sér ekki annað fært en að sigla inn
til Gíbraltar til að taka auknar birgðir. Skipið
átti ekki að koma neins staðar við fyrr en í
Alsír.
Vínafgreiðslumenn biðu með vínið á bryggj-
unni, þegar skipið lagðist upp að. Var það
tekið snarlega um borð, en síðan lagt frá þeg-
ar í stað. Segja menn að fyrstu kassarnir hafi
horfið, eins og þegar þerripappír er lagður á
blautt borö, en síðan varð neyzlan jöfn og þétt.
Þegar skemmtiferðin með íslendingana um
Miðjaröarhaf og Svartahaf var skipulögð, var
reiknað með því, að jafnvel fyrir íslendinga
væri nóg að hafa hálfa flösku af sterku áfengi
á mann á dag. Þar varð skipuleggjurum hrap-
allega á í messunni, þvi fjögurra til fimm sól-
arhringa skammtur hvarf eins og dögg fyrir
sólu á tveimur sólarhringum. - Hver maður
mun því að meðaltali hafa drukkið meira en
flösku af sterku á dag.
Nokkru eftir að þessar fréttir bárust birtist
eftirfarandi ljóö í Vikunni:
í haust lagði fagnandi flokkur af stað
með farkosti rússneskum héðan,
og menn höfðu vafalaust vonir um þaö
aö verð’ ekki edrú á meðan,
í ofvæni margur þar ölduna steig
og innsigli skjótt voru brotin,
er dagurinn fyrsti að djúpinu hneig
hver dropi af sprútti var þrotinn.
Á mannúð og umhyggju mikils er vapt
og margir í skugganum gista,
og varla er sovézkum sérlega annt
um sönghneigða kapítalista,
þeim bregður víst naumast þó nafnfrægur kór
af nábít og ógleði ropi
ef þrútið er loft og þungur sjór
og þrotinn hver áfengisdropi.
En þegar sú frétt barst að þetta mikla vanda-
mál hefði veriö leyst á farsælan hátt var kveð-
in hér heima:
Bragarbót við Baltikaferð
Hér heima við vorkenndum hópnum
sem fór.
Nú harmfregn í gleymsku má lenda,
því til voru þrotlausar birgðir af bjór
og brennivín ferðina á enda.
Höfundur mun hafa verið hinn sami í báð-
um tilvikum: Guðmundur Sigurðsson,- revíu-
og gamanvísnahöfundur með meiru.
Þótt landsfeður vorir geri það sem í þeirra
valdi stendur til að halda í hemilinn á okkur
hinum og beiti lögum í þeim tilgangi fer ekki
alltaf að vilja þeirra. Fimmtudaginn 1. apríl
1954 fékkst skýring á þeim vanda í Morgun-
blaðinu:
Sjö hundruð og fimmtíu manna ráð
Svo er ráð fyrir gert í hinni nýju áfengislög-
gjöf, að skipað verði ráö sjö hundruð og fimm-
tiu manna, sém hafi með höndum og sjái um
æskilega áfengisnautn þjóðarinnar.
Eftirlitsleysið í áfengismálum vors lands,
var éitt af því sem drykkjuskap vorum háöi.
En til þess að efla nautnalíf náungans
á nú að skipa hálft áttunda hundrað manns,
sem helzt skulu vera með réttu (áfengis)ráði.
Og vonandi fjölgar þeim embættismönnum
enn,
svo áfengisneyzlan bíði sem minnstan hnekki.
Og eitt er það sem vér þurfum að gera senn,
og þaö er að skipa í viðbót eftirlitsmenn
til eftirlits því, aö eftirlitsmennirnir drekki.
Hrólfur
Þaö er víst óhætt að taka undir með Guð-
mundi Sigurðssyni sem kvað:
Það leynist hér naumast neinum
hið norræna ættarmót
og enn ríða hetjur um héruð
og halda sín þorrablót.
Á laun hefur landinn blótað
löngum, að fornum sið
og norræna eldinn 1 æðum \
með áfengi lífgað við.
Hér hösluöu víkingar vaskir
sér völl fyrir leika og starf
og vér tókum dáðir og drauma
og drykkjuskap þeirra í arf.
Og það er víst óhætt aö segja að lengi muna
börnin, en hver orti:
Man ég tvennt sem mér var kennt
á Fróni,
og minnkun ekki þótti þá,
það var að drekka og fljúgast á.
En eftirköstin verða oft önnur en aö er
stefnt eins og næsta vísa greinir frá, höfundur
ókunnur:
Oft hef ég drukkið eins og svín
og í sukkið gengiö,
því hefur lukka lífsins mín
ljótar hrukkur fengið.
Sumum virðist seint of langt gengið, öðrum
ofbýður feigðarflanið. Haukur Sigtryggsson í
Hafnarfirði:
Ekki veldur áfengið
ennþá nógum skaða,
því er bezt 'að bæta við
bjómum heittelskaða.
Torfi Jónsson