Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988.
59-
Opið mót á
Egilsstöðum
Opiö mót verður haldiö í Hótel
Valaskjálf á Egilsstöðum dagana
9. og 10. sept. Spilamennska hefst
klukkan 20.00 á föstudagskvöldiö.
Keppnisgjald er krónur 3.800 á
hvem spilara en innifaliö í því
gjaldi er kvöldverður og dans-
leikur. Stefnt er að þátttöku 32
eða 34 para. Barómetertvímenn-
ingur veröur spilaöur meö 3 spil-
um milli para.
Verðlaun veröa vegleg, pen-
ingaverðlaun fyrir 5 efstu sætin.
Fyrir fyrsta sæti eru veitt 80 þús-
und króna verölaun, síðan 50,30,
20 og 10 þúsund fyrir fjögur
næstu sæíi. Skráning í mótið fer
fram hjá BSÍ í síma 689360, þjá
Friðjóni í síma 97-41200 og þjá
Sveini í síma 97-11604 fyrir aust-
an.
Keppendum er bent á aö ef þeir
þurfa að panta herbergi á Hótel
Valaskjálf að gera þaö tímanlega.
Bridgefélag
Reykjavíkur
Aðalfundur félagsins verður
haldinn nk. mánudag, 29. ágúst,
að Sigtúni 9 og hefst kl. 21. Dag-
skrá: Venjulegaöalfundarstörfog
verðlaunaafhending. Félags-
raenn era hvattir til að mæta.
Bridge
„Ekki hugsa/' segir
Alfred Sheinwold
Sjötta bridgeheilræðið í keppni
hollenska stórfyrirtækisins BOLS
kemur frá bandaríska bridgerithöf-
undinum og bridgemeistaranum
Alfred Sheinwold. Hann kallar
grein sína „Ekki hugsa“.
í fimmtíu ár hef ég ráðlagt bridge-
spilurum að hugsa. Að læra tækni
og hugsa. Að telja upp að 13 og
hugsa. Að gera sér grein fyrir skipt-
ingu lokuðu spilanna og hugsa.
Sýknt og heilagt: hugsaðu.
Núna hef ég loksins annan boð-
skap: EKKIHUGSA. Auövitað ein-
göngu í einni augljósri stöðu. Og
þegar sú staöa kemur upp þá máttu
ekki hugsa.
Staðan er augljós: Þú ert að spila
vörn og sagnhafi svínar í lit, sem
hann getur endurtekið svíningu í,
Ekki taka slaginn. Hugsaðu alls
ekki um að taka slaginn. Gefðu
slaginn með eðlilegum hraða, ekki
of hratt og ekki of hægt.
V/allir
* K94
¥ G10963
♦ 8432
+ 7
* 763
¥ ÁK5
♦ ÁKD
+ ^42
* 102
¥ 8742
♦ 10765
+ K109
* ÁDG85
¥ D
♦ G9
+ ÁDG63
Útspil hjartagosi.
Þú situr i vestur og þitt verkefni
er að bana sex spöðum í staö þess
að hæðast að hinjú heldur einföldu
sagnseríu:
Vestur Norður Austur Suður
pass ÍG pass 3S
pass 4S pass 6S
Eftir nokkra umhugsun drepur
suður slaginn í blindum á hjarta-
kóng, kastar drottningunni að
heiman og spilar trompi úr blind-
um. Makker lætur tvistinn, sagn-
hafi drottninguna og þú drepur á
kónginn.
Hvemig sem þú spilar vömina
eftir það hlýtur suður að vinna
slemmuna. Segjum að þú skiptir í
tígul, sem er eins góð vörn og hver
önnur. Sagnhafi drepur í blindum
og reynir laufsvíninguna. Síöan
tekur hann trompin, fer inn á tígul
og svínar aftur laufi. Síðan tekur
hann laufin og á alla slagina án
þess að nota hjartaásinn eða tígul-
ásinn.
Þú hugsaðir ekki og náðir þannig
að fylgja ráði mínu að hluta. En ef
við víkjum aftur að upphaflegu
heilræði mínu þá manstu að þér
var ráðlagt að gefa slaginn. Hugs-
aðu ekki en geföu slaginn líka.
Þegar sagnhafi tekur fyrstu
spaðasvíninguna láttu þá fjarkann,
eins og þú hafir aldrei heyrt né séö
spaðakónginn.
Ef þú framkvæmir þetta eðlilega
telur suður svíninguna hafa
heppnast. Hann fer því inn á blind-
an á tígul og endurtekur spaðasvín-
inguna.
Ætlunarverki þínu er nú lokið.
Þú drepur á kónginn, spilar trompi
til baka eða tígli en alls ekki hjarta.
Suður kemst nú einu sinni inn á
blindan og getur aðeins svínað laufi
einu sinni. Það er ekki nóg og þú
færð 100 í stað þess að tapa 1430/
Góð verðlaun fyrir
auðvelt verk
Ein ráðlegging að lokum: Æföu
makker þinn í því að seilast ekki í
slaginn þegar sagnhafi svínar. Ef
hann seilist eftir slagnum kemur
hann upp um þig, hversu eðlilega
sem þú hefur gefið slaginn. Einn
vinur minn haföi ávallt við hönd-
ina þunga reglustiku sem hann
notaði miskunnarlaust til þess að
berja á hönd makkers í þannig
stöðu. Hann var stór og sterkur
maður og enginn sló hann á móti,
en hann átti erfitt með að finna sér
nýja makkera.
Tæknin eyðilagði keppnina
Ameríkubikarinn í siglingum:
Dennis Conner ver Ameríkubik-
arinn í siglingum í ár. Um þetta
efast siglingamenn ekki. Áhöfn frá
Nýja Sjálandi hefur skorað á hann
en sú keppni verður aðeins forms-
atriði, slíkir eru yfirburðir Conners
á nýrri og óvenjulegri skútu sem
hann hefur látið smíða.
Keppnin um Ameríkubikarinn er
frægasta siglingakeppni sem hald-
in er í heiminum og hefur raunar
verið það vel á aðra öld. Banda-
ríkjamenn héldu þessum bikar í
áratugi þar til fyrir fiórum árum
að Áströlum tókst að sigra eftir
frækilega keppni. Nýsjálendingar
hafa einnig verið í fremstu röð og
kepptu til úrslita á móti Banda-
ríkjamönnum í hittifyrra en töp-
uðu. Keppnin er haldin annað
hvert ár.
Keppni tæknimanna
Seint á síðasta ári urðu Nýsjá-
lendingar til að skora á Banda-
ríkjamenn. Enn eru það sömu
mennirnir sem leiða keppnina.
Dennis Conner er sjálfkjörinn til
að verja titilinn og Michael Fay er
áskorandinn.
Eftir að áskorunin kom fram
upphófst mikið kapphlaup tækni-
manna sem fengu það verkefni að
smíða hraðskreiðari skútur en áð-
ur. Þetta kapphlaup hefur leitt til
þess að siglingamenn segja að
keppnin um Ameríkubikarinn
verði aldrei söm og áður. Menn
Conners þykja hafa sigrað á teikni-
borðunum þannig að í ár verði eng-
in raunveruleg keppni og aðeins
formsatriði hjá þeim Conner og
Fay að etja kappi þann 7. septemb-
er.
Áhugamenn um skútur neita þó
ekki aö Fay gæti sigraö ef fagur-
fræðin væri tekin með í reikning-
inn því fley hans er með þeim
glæsilegustu sem sést hafa undir
seglum. Skúta Conners er hins veg-
ar aðeins tækniundur sem ekki
gleður augu gamalla sjóhunda.
Nýja tvíbytnan hans Dennis Conner. Sagt er að þetta fley sé ósigrandi.
Stærri en nokkru sinni
Fay hafði þegar undirbúið smíði
nýrrar skútu þegar hann skoraði á
Conner. Með endurbættri útfærslu
á skútu sem félli að svokallaðri 12
metra formúlu hugðist hann brjóta
blað í sögu keppninnar og auka
spennuna um allan helming. Skúta
Fays er stærri en áður hefur verið
reynt að nota í keppni um Amer-
íkubikarinn. Mastrið er á hæð við
16 hæða byggingu og seglaflöturinn
vel á annað hundrað fermetrar.
Hönnuðurinn er verkfræðingur
að nafni Bruce Farr. Hann hefur
áður lagt sitt af mörkum í keppni
um Ameríkubikarinn því hann bjó
til kjölinn á sigurskútu Ástrala hér
um árið og sagt var aö hefði ráðið
úrslitum. Farr tók sér til fyrir-
myndar skútur sem kenndar eru
við Gardavatn á Ítalíu. Þetta eru
léttbyggðar skútur sem notaðar
eru á ballestar þrátt fyrir hátt
mastur og stórt segl.
í stað ballestarinnar kemur það
í hlut áhafnarinnar að halda skút-
unni á réttum kili. Þegar um er að
ræða svo stóra skútu, sem Fay ætl-
ar að keppa á núna, þarf áhöfnin
að vera mjög fiölmenn. Fay hefur
ráðið 40 menn til að sigla með sér.
Conner ætlað að sigla við fimmta
mann.
Til að áhöfnin hjá Fay geti gegnt
hlutverki sínu sem ballest er skúta
hans vængjuð. Þegar sigla þarf í
snörpum vindi raða hásetamir sér
út á vænginn á kulborða til aö skút-
an kollsigli ekki.
Eins og flugvélamóöurskip
Með því að hafa vængi á skútunni
er mögulegt að hafa þilfarið miklu
breiðara en sjálfan skrokkinn.
Mikilvægt er aö skútan risti grunnt
í sjónum og því er bolurinn hafður
eins grannur um hugsast getur en
þilfarsplássiö bætt upp með vængj-
unum. Tilsýndar lítur skútan út
eins og flugvélamóðurskip.
Skúta Fays er gerð úr kolefnis-
trefium sem eru mjög léttar og hafa
verið notaðar í sérsmíðaðar flug-
vélar með góðum árangri. Mastrið
er úr sama efni. Conner valdi þetta
sama efni í sína skútu. Tölva var
látin reikna út lag skrokksins á
skútu Fays til að hafa hann full-
komlega straumlínulaga. Árangur-
inn átti að vera ósigrandi skúta í
12 metra flokknum.
Conner ákvað að bregðast við
með nýrri skútu. Þetta er tvíbytna
en slík fley hafa aldrei verið notuð
áður í keppninni um Amerikubik-
arinn. Hann ákvað líka að hætta
að nota segl og lét hanna væng í
staðinn. Það kom í hlut flugvéla-
verkfréeðinga að hanna vænginn
enda boðorð allra hönnuða skút-
unnar að hafa allt sem léttast. Jafn-
vel Conner, sem er stór maður og
mikill um sig, varð að fara í megr-
un til að vera tækur í áhöfina.
Árangurinn af öllu tæknistríðinu
er að Conner er talinn eiga sigurinn
vísan en það er óvíst hvort keppt
verður oftar um Ameríkubikarinn
með sama hætti og áöur. Líklegt
er talið að nýr flokkur verði mynd-
aöur fyrir tvíbytnur en skútur með
gamla laginu keppi áfram um Am-
eríkubikarinn.
-GK