Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Side 4
4 MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 1988. Fréttir Albert Guðmundsson verður sendiherra í París: „Mitt fólk mun áfram starfa fyrir flokkinn“ - Júlíus Sólnes tekur við formennsku í Borgaraflokknum þegar Albert fer „Mér þykir vænt um það ef ég hef verið harður andstæðingur. En ég hef ekki orðið var við að þeir ráð- herrar sem hafa boðið mér þetta starf hafi viljað losna við mig úr íslensk- um stjórnmálum. Þvert á móti hef ég orðið var við gagnkvæma virðingu milli mín og þeirra sem hafa verið mínir andstæðingar. Ég er búinn að eiga marga harða andstæðinga á sviði íþrótta. Við höfum barist á sett- um vígvelli eftir settum reglum. Ég hef átt þá fyrir góða vini þrátt fyrir þaö. Sama gildir um stjórnmál og andstæðinga mína á þeim vett- vangi,“ sagði Albert Guömundsson, formaður Borgaraflokksins og til- vonandi sendiherra íslendinga í Par- ís. Auk þess að veröa sendiherra í Frakklandi gegnir Albert störfum sendiherra í Porúgal, á Spáni og Grænhöfðaeyjum. Hann mun einnig starfa fyrir ísland á vegum Unesco og OECD. Albert þáði boð Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra um stöðuna í gærmorgun. Jón Bald- vin er íjórði utanríkisráðherrann sem býöur Albert þessa stöðu. Vona að Borgara- flokkurinn lifi Þetta boð hefur blandast inn í tæp- an meirihluta ríkisstjórnarinnar á þingi. Þær getgátur hafa heyrst opin- berlega að þegar Albert verði farinn utan muni einhverjir þingmanna Borgaraflokksins ganga til fylgis við stjómina. „Ég held að ef eitthvert samkomu- lag verður milli rikisstjómarinnar og Borgaraflokksins verði það venju- legar stjórnarmyndunarviðræður þar sem tekið verður tillit til stefnu flokksins í heild. Ég hef ekki nokkra trú á því að einn eða tveir þingmanna flokksins gangi til Uös við stjómina. „Það hlakkar í andstæðingum okkar nú þegar Albert fer tii Parisar en við munum snúa bökum saman,“ sagði Július Sólnes, næsti formaður Borgara- flokksins. Hann og Albert fóru yfir stöðu mála i gær eftir að Aibert hafði ákveðið að þiggja boð Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra um sendiherrastöðu í Frakklandi. DV-mynd GVA Annaö hvort semur flokkurinn allur við stjómina eða hann semur ekki. Ég hef ekki trú á því á þessu augna- bliki að það breyti nokkru að ég hverfi af vettvangi," sagði Albert. - Enmunbrottfórþínekkihafamik- il áhrif á framtíö flokksins? „Ég held að það sé alveg ljóst að Borgaraflokkurinn hefur sannað sitt ágæti. Það eru mjög hæfir menn í þingUðinu og það fylgja flokknum traustir stuðningsmenn. Ég óttast því ekkert að fólk fari að yfirgefa hann. Þaö gerði mér engan greiða með því.“ - Þín persóna var samofin stofnun fíokksins. Er ekki næsta víst að fylgi hans mun minnka þegar þú hverfur af vettvangi? „Ég vona að fylgið aukist. Ég get ekki annað. Þetta er eitt af því sem tilheyrir mínu lífsstarfi. Ég stofnaði Borgaraflokkinn í góðu samstarfi við fólk vítt og breitt um landið. Það er von mín og trú að flokkurinn eigi sterkar rætur og þessi hluti af mínu lífsstarfi verði varanlegur.“ Júlíus Sólnes næsti formaður - Munt þú reyna að hafa áhrif á hverjir taka nú við forystu flokksins? „Ég mun að sjálfsögðu reyna aö hafa áhrif á endurskipulagningu á flokksforystunni fram að næsta landsfundi. Það er landsfundur sem ákveður síðan hvað gerist í framtíö- inni. Landsfundur kaus Júlíus Sól- nes sem varaformann og hann tekur því að sjálfsögðu við af mér. Hann er búinn að sanna að hann er dugleg- ur og hæfur maður. Það þarf hins vegar að ákveða nú hver tekur við af Júlíusi sem varaformaður flokks- ins og formaður þingflokks. Það þyk- ir óeðlilegt samkvæmt flokksreglum að sami maður gegni formennsku bæði í flokknum og í þingflokknum. Ég vildi það ekki á sínum tíma þó það sé formlega hægt. Júlíus var þá sammála mér og ég veit að hann er það ennþá. Málið snýst því um hver verður varaformaður og formaður þingflokks. Benedikt Bogason mun taka við þingsæti mínu og Ásgeir Hannes Eiríksson verður fyrsti vara- þingmaður Reykvíkinga." Lofaöi ekki að hætta afskiptum af stjórnmálum - Fjölskylda þín hefur verið mjög áberandi í flokknum. Þykir þér eðli- legt að Ingi Björn, sonur þinn, taki nú við einhverjum af æðstu embætt- um flokksins? „Það breytist ekkert að mitt fólk vinnur fyrir flokkinn. En æðstu emb- ætti flokksins eru ekki ættgeng. Það er ákvörðun landsfundar hverjir gegna ábyrgðarstöðum fyrir flokk- inn. Það breytir því ekki að mitt fólk mun áfram starfa fyrir flokkinn og ég vona að hulduherinn geri það einnig." - Munt þú hafa einhver afskipti af flokknum eftir áð þú tekur við störf- um sendiherra? „Nei. Ég tel það ekki við hæfi aö sendiherra skipti sér af stjórnmál- um. Ég geri það ekki meðan ég gegni öðrum trúnaðarstörfum fyrir þjóð- ina.“ - Erþástjórnmálaferliþínumlokið? „Þaö er ekkert loforð af minni hálfu að skipta mér aldrei af stjórnmálum aftur." Víða fyrirferðar- mikill og frekur - Hvenær tekur þú við starfi sendi- herrans í París? „Ég er ekki búinn að ákveða það. Ég býst við að ég taki við starfinu á fyrra hluta næsta árs. Þetta er búin að vera afskaplega erfið ákvörðun og ég tók hana ekki endanlega fyrr en í gærmorgun. Ég á náttúrlega djúpar rætur hér á mörgum sviðum. Ég er búinn að vera svo afskaplega víða fyrirferðarmikill og kannski frekur í félags- og stjómmálalífi hér. Það tekur því tíma að slíta sig upp með rótum og varla minna en þrjá mánuði. Þræðirnir liggja svo víða.“ - Liggja rætur þínar ekki einnig í Frakklandi? „Jú, mikil ósköp. Mér þykir afskap- lega vænt um Frakkland og Frakka. Þeir hafa sýnt mér margvíslegan heiður. Ég held að fáir hafi fengið fleiri orður frá einni þjóð en ég frá Frökkum. Fyrir utan það er ég heið- ursborgári í Nice, minni gömlu heimaborg.“ Sárast að hætta í - Sjálfstæðisflokknum - Hvað er það sem þér þykir þú hafa mestu áorkað þegar þú lítur yflr fer- il þinn í íslenskum stjórnmálum? „Mér finnst það vera á ýmsum sviðum. En það sem mér finnst minnisstæðast er úr borgarmálum. Mér hefur alltaf þótt vænt um Reykjavík sem er mín fæðingarborg. Það starf sem ég vann í samráði við stjórnarandstöðuna í borgarstjórn um byggingar fyrir gamla fólkið er mér einna minnisstæðast. Ég var lít- ilsvirtur fyrir þetta starf á sínum tíma vegna þess að þetta þóttu of mikil lúxusheimili. Ég held að það sjái það allir í dag að þetta var eitt þarfasta verk sem unnið hefur verið í málefnum borgarinnar." - Enhvaðvarsárastáþínumferh? „Mér fannst það náttúrlega sárast að þurfa að fara úr Sjálfstæðis- flokknum. Ég held að það sé sár sem ég mun bera alla ævi. Mér þótti af- skaplega vænt um þennan flokk,“ sagði Albert Guðmundsson. -gse í dag mælir Dagfari Au revoir, Monsieur Albert Jæja, þá liggur það loksins fyrir. Albert fer til Parísar. Hann ætlar að þiggja boð ríkisstjórnarinnar um sendiherrastarf i Frakklandi og tilkynnti utanríkisráðherra þessa ákvörðun sína á sunnudags- morgni. Sennilega hefði Albert fyr- ir löngu verið búinn að tilkynna þessa ákvörðun sína ef Jón Baldvin hefði ekki verið upptekinn í útl- andinu. Það er ekki heiglum hent að sæta lagi þegar ráöherrarnir eru heima og mátti teljast gott að ráð- herrann skyldi hafa sunnudags- morguninn lausan fyrir Albert. Annars hefði Albert setið uppi með þessa ákvörðun sína án þess að geta tilkynnt hana og þjóðin hefði áfram mátt búa við þá óvissu hvað yrði með Albert og Borgaraflokk- inn. Niðurstaða Alberts kemur eng- um á óvart. Þetta var tilboð sem hann gat ekki hafnað. Albert vill vinna þjóð sinni og landi sem mest gagn, eftir því sem hann sagði í útvarpinu þegar hann var spuröur af hveiju hann þiggur sendiherra- starfiö. Albert flnnur þaö út að hann vinni þetta gagn fyrir þjóöina mun betur meö því að flytja af landi brott og láta sig hverfa úr póhtík- inni hér heima. Hann hefur séð aö ráðherrarnir eru mjög á faralds- fæti og gera aðallega gagn þegar þeir eru erlendis. Hvers vegna ætti það ekki að gilda um hann sjálfan, enda þótt hann hafi alla tíð staðið í þeirri meiningu að eitthvert gagn væri að því að vera heima ef menn eiga að gera gagn hér heima? Eins og Dagfari hefur áður bent á er þetta afar sniðugt herbragð hjá ríkisstjórninni að gera Albert til- boð sem hann getur ekki hafnað. Hún losnar ekki aðeins við Albert heldur við heilan flokk sem er til vandræða í þinginu. Borgaraflokk- urinn er auðvitaö ekkert nema Al- bert og þegar hann er farinn til Parísar munu hinar jarðnesku leif- ar Borgaraflokksins dreifast yfir á aðra flokka í þinginu og koma rík- isstjórninni til hjálpar í atkvæða- greiðslum. Ríkisstjómin býr viö það vanda- mál aö hafa ekki meirihlutastuðn- ing í báðum deildum en í staðinn fyrir að efna til kosninga og afla sér frekari stuönings meðal kjós- enda hefur stjómin gripiö til þess ráös, sem er auövitað miklu hand- hægara, aö fækka þingmönnum sem em á móti henni. Það gerir hún meö því að senda þá í pólitíska útlegö þegar þeir em orðnir óþekk- ir. Dagfara kæmi ekki á óvart þótt ríkisstjómin gerði Halldóri Blönd- al næsta tilboð um sendiherrastöðu í útlöndum. Halldór er farinn að þvælast fyrir, skilur ekki ritstjórn- arstefnu Morgunblaðsins og hefur svo hátt í ræðustóli í efri deild að Steingrímur Hermannsson er hættur að geta hugsað. Og þá er nú mikið sagt. Það er ekki nema örsjaldan sem Steingrímur hættir að hugsa, eöa neyðist til að hætta að hugsa, eða hreinlega gefst upp við það að hugsa. Þegar Steingrím- ur fór að hugsa aftur eftir truflun- ina frá Halldóri segist hann helst hugsa sér að hætta í pólitík til að losna viö að hlusta á Halldór. Þegar Halldór Blöndal tafði fyrir hugsun forsætisráðherra var sá síðar- nefndi að hugsa upphátt fyrir Moggann en Halldór hafði einmitt ruglað Morgunblaðið í ríminu með því að segja Mogganum frá því að hann skildi ekki Moggann. Það er auðvitað miklu meira áfall fyrir Moggann heldur en Halldór þegar Halldór skilur ekki hvað stendur í blaðinu en verra er þó ef Steingrímur gerir alvöm úr því aö hætta í pólitík tíl aö losna viö að hlusta á Halldór Blöndal. Þess vegna segir Dagfari það eins og er að nú á ríkisstjórnin að koma Halldóri út af þingi eins og Albert og gera hann að sendiherra í fjar- lægu landi þar sem þingmaöurinn getur hvorki abbast upp á Morgun- blaðið né Steingrím Hermannsson en gert samt sitt gagn. Albert er búinn aö upplýsa að hann geri miklu meira gagn með því aö vera erlendis heldur en hérlendis ef gagmð á að koma að gagni hér heima. Nú er bara að ganga á röðina, fyrst Albert, svo Halldór og svo koll af kolli til að ríkisstjómin fái starfsfrið. Það gerigur auðvitað ekki aö hafa menn á þingi sem hafa svo hátt að Steingrímur getur ekki hugsað né heldur menn á þingi sem gera miklu meira gagn meö því að vera ekki á þingi. Þau em mörg, sendiherraefnin á al- þingi, ef að er gáö. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.