Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Síða 12
12 MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 1988. Útlönd DV Gandhi í Peking Rajiv Gandhi, forsætisráöherra Þetta er fyrsta heimsókn indversks ár. Hann sagðist vona að nýr kafli anna. Indlands, kom til Peking í morgun. leiðtoga til Kína i þrjátíu og fjögur væri að hefjast í samskiptum þjóð- Heimsókn Gandhis er hugsuð til ENGIN JÓL ÁN MÖMMUSULTU! Mömmusulta er vægast sagt frábær bæði með hátíðamatnum, í baksturinn í pönnukökurnar eða beint á brauðsneiðina. Þú getur valið um Mömmu Rabarbarasultu, Mömmu Jarðarberjasultu - og svo má ekki gleyma hinu vinsæla Mömmu Appelsínumarmelaði. Það er ekki sama hvaða sultu þú berð á borð með jólamatnum. Þess vegna skaltu velja jólasultuna vandlega, þegar þú kaupir inn. Láttu ekki lélega sultu eyðileggja fyrir þér jólasteikina. Fáðu þér Mömmusultu - og nóg af henni! JlÖMMl Appvteinu ■S&melaði Bókajól rp JHl w* p j&' .•4 . . . lijá Tákifi V Golfbókin. Hentar bæði byrjendum og meist- urum i golfi. Saga golfsins rakin, reglur skýrð- ar, kennsluatríði í tækní og aðferðum á veiiin- um. Fjölmargar skýringamyndir, Ijósmyndir af golfvöllum og auk þess óborganlegar gam- ansögur ur golfinu. Á miðjum vegi i mannsaldur - Ólafs saga Ketílssonar. Guðmundur Danielsson skráir á ljóslifandi hátt lifshlaup brautryðjanda sem ávallt he.fur farið eígin Ieíðir - á eigin hraða. Hnyttín tilsvör Ólafs hitta ávallt í mark ekki siður en óvægin gagnrýni hans. Umtöluð og umdeild metsölubók. Ástvinamissir - eftír Guðbjörgu Guðmunds- dóttur. Áhrifamiklar frásagnir tólf Islendínga af þeirrí reynslu að missa nákominn ástvin eða ættingja. Bók um sorg og sorgarviðbrögð, til- fmningaþrungin og einlæg. Astvinamissir Qall- ar um reynslu sem allir verða fyrir. Frásagnir sem láta engan ósnortínn. íslenskir nasístar. Hrafn og Illugi Jökulssynir draga upp Ijóslifandi mynd af atburðum sem Iegíð hafa í þagnargildi í marga áratugi. Hverj- ir voru islensku nasistarnir, hvað vakti fyrir þeim og hver voru tengslin víð Þýskaland Hitl- ers? Höfundar komust yfir merk skjöl, einka- bréf og mikinn fjölda Ijósmynda sem ekkí hafa birst áður. Bók sem ýmsir vildu að kæmí ekki ut. ^ Hvora hóndína viltu? - eftír Vítu Andersen. Vita Andersen er ein kunnasta skáldkona Norðurlanda og á marga aðdáendur á Íslandí. Þessi nýjasta skáldsaga hennar gallar um von- ína, hamingjuna og örvæntinguna, sögð af niu ára gamalli stúlku. Mikið Iistaverk sem hlotið hefur einróma lof. Bókin var tilnefnd til bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs af hálfu Dana. Hrifandi skáldsaga OÐRlM$I ILElíl Ii TAIíiV Simí 621720 - Kíapparstíg 25-27 Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Ind- lands, kemur til Peking í morgun. Símamynd Reuter að græða sárin eftir landamærastríð ríkjanna árið 1962. Strax eftir komuna til Peking hélt Gandhi til fundar við Li Peng, forsæt- isráðherra Kína. Leiðtogarnir virtust á frétta- mannafundi vera sammála um að engin ástæða væri fyrir óeiningu og fjandskap þessara miklu þjóða. Ríkin eiga enn í deilum vegna landamæra sinna. Svæðið sem deilt er um er ríflegá stærð íslands. Átta sinnum hafa verið haldnir samn- ingafundir vegna deilunnar en aldrei fengist nokkur lausn. Ekki er búist við því að lausn fáist í þessu máli í þessari heimsókn. Reuter Mikill viðbúnaður vegna komu Sévardnadses Utanríkisráðherra Sovétríkjanna, Edvard Sévardnadse, hóf i morgun tveggja daga viðræður við japanska ráðamenn í Tokýo á meðan þrjú þús- und lögreglumenn umkringdu fund- arstaðinn. Hægrimenn í Japan hafa að undanfórnu kallað slagorð gegn Sovétríkjunum fyrir framan sovéska sendiráðið. Þeir hafa hins vegar haldið sig í fjarlægð það sem af er heimsókn Sévardnadses. Talsmenn hægri manna segja að þeir hafl haft hægt um sig af virðingu við Hirohito keisara sem verið hefur alvarlega veikur síðastliðna þrjá mánuði. Heilsu hans hrakar nú dag frá degi. Sévardnadse hóf Japans- heimsókn sína í gær á því aö fara í keisarahöllina. Þar ritaði hann í bók óskir um bata til handa keisaranum. Talsmaður japanska utanríkis- ráðuneytisins sagði að fyrstu við- ræður sovéska utanríkisráðherrans og Sosuke Uno, utanríkisráðherra Japans, hefðu snúist um alþjóðleg málefni. Reutei IRA-leiðtogar handteknir Fjórir menn, sem taldir eru vera leiðtogar í írska lýðveldishernum, IRA, hafa verið handteknir, að því er lögregluyfirvöld á írlandi til- kynntu í gær. Talsmaður lögreglunnar sagði að fjórmenningarnar hefðu verið meðal ellefu manna sem teknir voru á fimmtudaginn eftir að stór sprengja fannst í um fimmtíu metra fjarlægð frá barnaskóla fyrir norðan Belfast. Ellefumenningarnir veröa ákærðir í dag fyrir samsæri um að fremja morð. Yfirmenn hersins og lögreglunnar óttast að IRA eigi eftir að fremja mörg sprengjutilræði á næstunni. í yfirlýsingu, sem gefm var út á föstu- daginn, tilkynnti IRA að breska stjórnin heföi viku til að íjarlægja fjölskyldur breskra hermanna frá Norður-írlandi. Eftir það bæri breska stjómin ábyrgö á þeim slys- um sem fyrir kynnu að koma. Reuter.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.