Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Page 15
MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 1988. 15 Ofbeit og ofsóknir Sú staöreynd sem viö blasir í dag, fyrir utan efnahagskreppu og þess konar lærðra manna málefni, eru þau gróðurspjöll sem unnin eru af mönnum og dýrum. Maðurinn ekur um hálendið á jeppum og þess konar tryllitækjum án nokkurs samviskubits yfir þeim spjöllum sem hann veldur á gróðr- inum á meðan hann dásamar há- stöfum íslenska náttúru. Maðurinn beitir einnig búfé sínu á viðkvæm svæði án þess aö gera sér nokkra grein fyrir hvaða afleið- ingar það kann að hafa. Ekki þýðir að ^saka skynlausar skepnumar. Þær sjá bara grastoppana hér og þar og hugsa sér gott til glóðarinn- ar. Það er eflaust hægt að segja að ökumaðurinn valdi frekar sjáan- legum spjöllum en hinn aðilinn veldur einnig stórum skemmdum þegar til lengri tíma er litið. Orð vekja athygli Orð Jóns Sigurðssonar þess efnis að það ætti aö hvetja fólk til að kaupa ekki framleiðslu þeirra bænda sem beita fé sínu á viðkvæm svæði hafa óneitanlega vakið mikla athygli. En það var löngu orðið tímabært að grípa til róttækra yfirlýsinga til að vekja fólk til umhugsunar um þessi mál. Almenningur hefur allt- of lengi verið værukær gagnvart gróðri og gróðurvemd, samanber umgengni margra um landið í kringum hina frægu verslunar- mannahelgi. Eftir þá helgi em KjaHaiinn Ingi H. Guðjónsson formaður Félags ungra jafnað- armanna i Hafnarfirði mörg svæði hreinlega í rúst eftir að landsmenn em búnir að „njóta náttúrunnar“. Gerir fólk sér ekki grein fyrir af- leiðingum af slæmri umgengni? Því er íljótsvarað. Afleiðingamar verða þær að það myndast eyði- merkur eins og þær gerast verstar nema hvað loftslagið er ívið kald- ara hér á landi. En hvað gerðist eftir að Jón Sig- urðsson hafði tekið svona hressi- lega til máls? Tveir af gildustu bændum lands- ins, þeir Pálmi Jónsson og Páll Pétursson, risu á fætur, gripnir heilagri reiði og vandlætingu yfir orðum ráðherra og sökuðu hann um ofsóknir gagnvart bændum og að hvetja til efnahagsþving- ana. Þaö er eins og einn af tölvufræð- ingum landsins sé búinn að forrita þá þannig að þegar einhver vogar sér að gagnrýna bændastéttina ein- hverra hluta vegna rísa þeir upp og tala um áðumefndar ofsókmr og annaö í þeim dúr. Uppbætur á uppbætur ofan Það virðist ekki mega gagnrýna bændur í einu eða neinu þrátt fyrir að þeir þiggi uppbætur á uppbætur ofan úr vasa almennings í formi hinna ýmsu styrkja úr ríkissjóði. En hvar em þeir félagar Pálmi Jónsson og Páll Pétursson t.d. þeg- ar ASÍ kemur með hin og þessi dæmi um launamál fiskvinnslu- fólksins? Þá finnst þeim ekki ástæða að berja sér á brjóst og hafa hátt. Nei, þá er ekki staöið upp og þeyst fram með lúðraþyt og ásökunum um ofsóknir eða misrétti. Þá er kaffisopinn sötraður á kaffistofu Alþingis og sagðir nýjustu Hafnar- fjarðarbrandararnir eða legið í símanum og athugað hvenær næstu framlög koma inn. Það er ekki staðið upp þegar fisk- vinnslufólkið talar um þann gífur- lega launamun sem er hér á landi. Það geta flestir viðurkennt að ef starfsstéttum væru greidd laun miðað við verðmætasköpun og hlutfall af útflutningstekjum væri fiskvinnslufólk launahæsta stétt landsins. Þeir félagar gera sér htla grein fyrir því hvar virkileg verð- mætasköpun hggur hér á landi. Þeim er alveg sama því aö þeir fá sitt samkvæmt fjárlögum frá ári til árs. Svona sérhagsmunahugsunar- háttur er því miður aUtof algengur í íslenskum stjórnmálum. Jón Sigurðsson á allan heiður skilinn fyrir að vekja athygli á gróðurverndunarmálunum og það hefur einnig æxlast þannig aö hann hefur dregið fram í dagsljósið hvar sérhagsmunapotararnir leynast. Gæti orðið vin Sú gagnrýni, sem Jón beindi að bændum, á fylhlega rétt á sér því að eins og allir vita eru sauðfé og hross sérstaklega aðgangshörð við gróðurinn og skilja eftir auðn nema gróðurinn fái tíma til að jafna sig á mihi. En sá tími er mjög naum- ur, því miður. Það er beitt miskunnarlaust á svæði sem eru viðkvæm fyrir og afleiðingin lætur ekki á sér standa. Gróðurlausum svæðum á íslandi fjölgar mjög og landgræðslan hefur vart undan að sá í sárin, auk þess er fjármagn th landgræðslunnar skorið mjög við nögl. Það væri kannski athugandi að láta vissan hluta af framlögum th sauðfjár- bænda renna th landgræðslunnar. Almenningur verður að fara að athuga sinn gang í gróðurvemdun- armálum og bera virðingu fyrir landinu okkar og held ég að þetta gos, sem varð á þingi út af orðum Jóns, beini sjónum manna að þess- um málum þrátt fyrir ofsóknaræð- ið sem greip þá Pálma og Pál. Við ættum að taka mark á þeirri ógnvænlegu þróun sem er aö verða úti í heimi því að með aukinni mengun fer þeim svæðum fækk- andi- þar sem menn eru óhultir gagnvart þeim vandamálum. ísland gæti orðið vin í eyðimörk ef við höldum rétt á spöðunum því að mengun er hér engin úti í nátt- úrunni og ferðamenn, sem hingað koma, vhja sjá hreint og óspjallað land. Það væri synd og skömm ef við létum éta landið upp í stað þess að nýta það th að auka gjaldeyris- tekjur en á því er ekki vanþörf. Ingi H. Guðjónsson „ Jón Sigurösson á allan heiöur skilinn fyrir að vekja athygli á gróðurverndun- armálunum og það hefur einnig æxlast þannig að hann hefur dregið fram í dagsljósið hvar sérhagsmunapotararn- ir leynast.“ Fiskvinnsla á íslandi: Harmagrátur og bjargvættir Enn einu sinni upphefst sam- hljóða grátur þeirra manna sem gegna forystuhlutverki í sjávarút- vegi og fiskverkun á íslandi. Þeir gráta eins og komaböm þessa dag- ana út af sömu þrautagöngunni og áður. Þessir „bjargvættir" biðja nú eina ferðina enn um gengisfellingu og kjaraskerðingu til handa öðrum þegnum þessa lands. Nefna fyrir því þær ástæður helstar að laun þess fólks, sem hjá þeim vinnur, séu of há. Þessi harmagrátur vesalings mannanna er svo sem ekkert nýr, hann hefur hljómað í eyrum lands- manna um árabil með ýmsum blæ- brigðum og ekkasogum. Hitt er nýtt af náhnni að sá maður, sem farið hefur með málefni sjávarút- vegsins um árabil og gerir enn, Hahdór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra, skuh koma fram fyrir alþjóð, taka þátt í ekkasogunum og segja umbúðalaust að vandræða- gangur þessara atvinnugreina stafi af of háum launum þess fólks sem í þeim vinnur og því þurfi launin að lækka. Þetta skh ég ekki - nema ef vera skyldi að strákamir í Sam- bandsfrystihúsunum séu í vondu máli. Úttekt á fjárfestingum? Endurskoðandi nokkurra frysti- húsa komst að því fyrir nokkru að eiginfjárstaða þeirra hefði versnað um ca 500 mihjónir undangengna mánuði. Þessari véfrétt var komið grátandi til þjóðarinnar. Ekki efast ég um sannleiksghdi þessa, en mér er spum, gætum við skattborgarar fengið úttekt á fjárfestingum þess- ara sömu frystihúsa og arðsemisút- reikninga vegna þeirra? Mér finnst meira en sjálfsagt að öll fyrirtæki í einkaeign, hvort sem þau eru á innlendum eða erlendum mörkuð- um, njóti þess hagnaðar sem þau skila. Hefi því aldrei látið mér detta í hug að ég fengi að taka þátt í þeim hagnaði þar sem ég er ekki eigandi. En á sama máta finnst mér KjaHarinn Gunnleifur Kjartansson fyrrv. sjómaður skondið, að ekki sé meira sagt, að þegar þessi einkafyrirtæki tapa, hvort sem um er að kenna slæmum rekstri eða fjárfestingarfylliríi, em eigendur þeirra allt í einu orðnir öh þjóðin og þegnamir grátandi beðnir að taka þátt í tapinu, með gengisfellingu, auknum sköttmn, lækkun launa og svo framvegis. Sem sagt, einkaeign þegar fyrir- tækin græða en ríkiseign og vanda- mál þjóðarinnar þegar þau era rek- in með tapi. Rökfærslur „kórsins" Undanfarin tvö ár hefur annað slagið verið grátið og talað um fast- gengisstefnu stjómvalda sem illan lhut, því jafnframt veriö haldið fram að rekstrargrundvelli útflutn- ingsatvinnuveganna væri stefnt í voða með þessari stöðugu fastgeng- isstefnu. Áður var grátið yfir því hve gengið væri óstöðugt. Fyrir nokkrum mánuðum var grátið yfir ahtof mikihi þenslu á vinnumark- aði, grátlegt væri að ahs staðar vantaði fólk th starfa og vinnuafl væri flutt inn. Nú er grátið yfir því að aht stefni í atvinnuleysi. Allt er þetta sami grátkórinn og eins radd- aður. Hvernig hefur svo „kórinn" bragðist við? Hefur hann dregið úr fjárfestingum til þess að minnka greiðslubyrði lána? Hefur hann komið á hagræðingu í rekstrinum? Hefur hráefnið verið flokkað og unnið af hagkvæmni með tilliti th markaðarins? Hafa opinberir fjár- festingarlánasjóðir og aðrar lána- stofnanir gætt varkámi í útlánum th „kórsins“? Hefur „kórinn“, sem grátandi bað um fijálst fiskverð og fiskmarkaði, gert þar á breytingar? Verði mér sýnt fram á að þetta sé allt eins og best verður á kosið skal ég glaður taka þátt í að þerra tárin svo vesalingamir geti tekið gleði sína aftur fyrir jólahátíðina, en að öðram kosti geta þeir haldið áfram að gráta mín vegna. Það er í og með gaman að hluta á rökfærslur „kórsins“. Þegar hann bað um frjálst fiskverð og fiskmarkaði vora rökin þau að af- koma sjávarútvegsins mundi batna og bátar mundu síður sigla með aflann. í flestum tilvikum eiga fisk- verkendur bátana einnig. Þeir græða því á háu fiskverði, en svo „Sem sagt, einkaeign þegar fyrirtækin græða en ríkiseign og vandamál þjóð- arinnar þegar þau eru rekin með tapi.“ „Hvað er til ráða fyrir blessaða mennina ef þeir fá ekki sína gengisfellingu i jólagjöf?" spyr greinarhöfundur. Forystumenn SH ganga af fundi ráðherra hinn 30. f.m. þar sem óskað var eftir leiðréttingu á gengi. tapa skinnin þau hin sömu á fisk- verkunni þar sem hráefnið er svo dýrt. Hvað sögðu þeir þá - og nú? Fyrir nokkram mánuðum skip- aði þáverandi forsætisráðherra, Þorsteinn Pálsson, nefnd sem finna skyldi leiðir fyrir „kórinn“. Nefnd- in var saman sett af eigendum og framkvæmdastjóram fiskvinnslu- fyrirtækja og útgerðar að mestu eða öhu leyti. Frá nefndinni komu svo tihögur um svokallaða niður- færsliheið. í þeirri umræðu, sem á eftir fór, kom fram hjá þessum sömu mönnum að gengisfehing leysti engan vanda nema síður væri og væri af hinu iha. Nú, ör- fáum mánuðum seinna, era þessir menn hágrátandi framan í þjóðina dag eftir dag og biðja um gengis- fellingu sér th huggunar. Mér er spurn, hvaö hefur gerst á þessum stutta tíma, vita mennimir ekki lengur yfir hverju þeir hafa verið að gráta? Hvað getum við gefið þeim? Þegar þessi mál ber á góma hjá okkur hinum sem ekki höfum yfir neinu að gráta er gjarnan spurt: Hvað er til ráða fyrir blessaða mennina ef þeir fá ekki sína gengis- felhngu í jólagjöf? Hvað getum við gefið þeim? Eg segi, það mætti gjarnan minnka áþján sumra með þvi að fækka fiskiskipum og fisk- verkunarfyrirtækjum. Þeir eru með alltof stóran skipastól miðað við þann afla sem hægt er að veiða og alltof mörg fiskvinnslufyrirtæki miðað við þann afla sem þeir fá th vinnslu. Yrði þetta gert gætu mennirnir fengið huggun. Þeir sem héldu vehi hefðu úr meira að moða og þeir hinir sem hætta í útgerð og fiskvinnslu gætu orðið glaðir í vhuiu hjá fyrrum félögum sínum á þeim launum sem þeir grátandi tala nú um að séu ahtof há. Ég vh að lokum votta landsmönn- um samúð vegna tilkomu Ólafs Ragnars Grímssonar. Gamh Möðravellingurinn er svo sannar- lega í essinu sínu núna við það að létta undir með verka- og láglauna- fólki þessa lands. Hann er að vísu búinn að gleyma matarskatti Hannibalssonar en hefur þess í stað fundið upp fleiri og betri skatta, svo sem hækkanir á launaskatti, fast- eignaskatti og vöragjaldi. Þeir fyrr- um flokksbræður hans, framsökn- armenn, era sjálfsagt ánægðir með „gripinn" en aumingja Jón Baldvin kemur til með að hafa nóg að gera í fjósinu. Stór var framsóknarflór- inn og nú hefur bæst við sýnu stærri fjóshaugur. Gunnleifur Kjartansson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.