Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Page 27
■m MÁNUDAGUE 19. DESEMBER 1988. 27 Merming „Kjarngóð og auðug íslenska“ Odds Nýja testamenti Odds Gott- skálkssonar, sem nú er út komið í aðgengilegri útgáfu, markaði á sín- u'm tíma margvísleg þáttaskil í ís- lenskri kirkju- og menningarsögu. Hér var um að ræða fyrstu bókina sem prentuð var á íslenska tungu, gefin út í Hróarskeldu árið 1540. Fræðimenn eru jafnframt sam- mála um að íslenskri tungu hefði verið mikil hætta búin ef þessi þýð- ing hefði ekki orðið til. 141 saman- burðar er gjarnan vísað til þess hvemig fór fyrir tungu Norð- manna á sama tíma. „íeinufjósi" Ekki fer 'neinum sérstökum sög- um af fjósinu í Skálholti fyrr en ungur maður í þjónustu biskupsins gerði sér vistarverur þar. Söguna af Oddi Gottskálkssyni, sem gerði það fjós frægt með því að nýta það sem skrifstofu sína, þekkja flestall- ir íslendingar. Fræg eru sömuleiðis þau orð er hann lét falla viö vin sinn þess efnis „að Jesús lausnar- inn hefði verið lagður í einn asna- stall en nú tæki hann að útleggja og í móðurmáli hans að snúa hans orði í einu fjósi“. Oddur hefur ver- ið kallaður „einn af mestu málsnill- ingum, sem við höfum átt“ og Jón Helgason prófessor, sem meira en nokkur annar hefur rannsakað málfarið á Nýja testamenti Odds, segir að „enginn, sem vill kynnast sögu íslenskrar tungu, getur látið undir höfuð leggjast að athuga Nýja testamenti Odds Gottskálks- sonar". Mikið fagnaðarefni Það er mikið fagnaðarefni að Nýja testamenti Odds skuli nú gef- ið út meö nútímastafsetningu. Odd- ur hefur meira en nokkur annar Bókmenntir Gunnlaugur A. Jónsson mótað íslenskt biblíumál og því er afskaplega fróðlegt að hafa nú þýð- ingu hans aðgengilega til saman- burðar en þó fyrst og fremst til að njóta. Er full ástæða til að þakka útgefendum þetta framtak. Bókaforlagið Lögberg annaðist útgáfuna í samvinnu við Hið ís- lenska biblrufélag, Kirkjuráð og Orðabók háskólans. Hópur valin- kunnra fræðimanna og bókagerð- armanna lagði hönd á plóginn til að gera þessa bók sem best úr garði. Mjög fróðleg inngangsorð að bókinni rita dr. Sigurbjöm Einars- son biskup, Guðrún Kvaran orða- bókarritstjóri, Gunnlaugur Ing- ólfsson orðabókarritstjóri og Jón Aðalsteinn Jónsson, forstöðumað- ur Orðabókar háskólams. Ósamræmi látið halda sér Það er að sjálfsögðu mikið álita- mál hvernig fara skal að þegar búa á fomt rit í aðgengilegan búning fyrir nútímalesendur. Ritið þarf að vera læsilegt og auðskiljanlegt en jafnframt að halda sem mestu af sínum sérkennum. Sjálfum finnst mér viö lauslegan lestur ýmissa kafla þessarar nýju útgáfu að lengra heíði að skaðlausu mátt ganga í samræmingarátt. Útgef- endur bókarinnar segjast hins veg- ar hafa „af ráðnum hug látið ýmiss konar ósamræmi halda sér“. „Ve“ er dæmi um orð sem hlýtur að virka mjög ankannalegt á nú- tímalesanda. Því hefði hiklaust átt að breyta í „vei“. Þegar „inn“ og „hinn“ standa í sömu málsgrein, sömu merkingar, fmnst mér það tvímælalaust vera dæmi um ósam- ræmi sem ástæöulaust sé að halda. „Fannt“ í stað „fannst" hlýtur t Xcffamcnr/tJcfu Cþri(H cigmligoiD * ÉCuðngrlia f>aer buA flulpc pxDifaDi i PmDí/bírt < \)i\t meiQfmt bfls poílulac t ®aDi fpi alla mcfl HDðn ITrtpuDo. f>au ccu ou bwt vtlogo a Ylot cgwui (BuDitrtlops ? DyrDac/ cri «(muga# nú ttl fðimDar? Öalubulpar. Titilblað Nýja testamentisins i þýð- ingu Odds Gottskálkssonar. sömuleiðis. að virka óþarflega framandi á nútímalesanda. 1. per- sónufornafnið „vær“ er annað dæmi. En allt slíkt er að sjálfsögöu svo mikið álitamál að engin ástæða er til að halda áfram. í inngangs- orðunum er gerð grein fyrir þeim vinnureglum sem útgefendurnir settu sér. í bókinni geta menn einn- ig borið texta Odds frá 1540 saman við nýjustu biblíuþýðinguna frá 1981. Verður þá fljótlega Ijóst, hversu stóran hlut Oddur á enn í íslensku biblíumáli. Nægir aö skoða „faðir vor“ og óðinn til kær- leikans í 1. Korintubréfi 13 til að sannfærast um þetta. Að lokum skal hér tekið dæmi úr þýðingu Odds á jólaguðspjalli Lúkasar. „Af miklum ótta hræddir" „Og fjárhirðar voru þar í sama byggðarlagi um grandana við fjár- húsin, sem varðveittu og vöktu yfir hjörð sinni. Og sjá, að engill Drott- ins stóð hjá þeim, og Guðs birti ljómaði kringum þá. Og þeir urðu af miklum ótta hræddir, og eng- illinn sagði til þeirra: Eigi skulu þér hræðast, sjáið, því að eg boða yður mikinn fognuð, þann er sker öllum lýð, því í dag er yður lausn- arinn fæddur, sá að Kristur Drott- ins, í borg Davíðs.“ Óhætt er að taka undir með dr. Sigurbirni Einarssyni er hann seg- ir í formála þessarar útgáfu að málið á Nýja testamenti Odds sé „kjarngóð og auðug íslenska, gædd miklu lífi“. G.A.J. Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar. 612 bls. Útg.: Lögberg, Sverrir Kristins- son. Reykjavik, 1988. MULINEX HRÆRIVÉLASAMSTÆÐAN KR. 7.990,- stgr. HITACHI TÖLVUSTÝRÐUR ÖRBYLGJUOFN MEÐ SNÚNINGSDISKI KR. 20.805,- stgr. RYKSUGUR FRÁ KR. 4.900,- stgr. HANDRYKSUGUR KR. 1.980,- stgr. BÍLARYKSUGA KR. 1.490,- stgr. EF ÞU VILT EKKI GEFA FJÖLSKYLDUNNI ÁFENGISMÆLI, ÞÁ ER ÝMISLEGT FLEIRA NYTSAMLEGT HL HJÁ RÖNNING í KRINGLUNNI! KRUPS EXPRESSO KAFFIVÉL KR. 4.953,- stgr. KRUPS SAMBYGGÐ EXPRESSO OG VENJU- LEG KAFFIVÉL KR. 8.948,- stgr. HITACHI SJÓNVARPSTÆKI MEÐ FJARSTÝR- INGU KR. 32.110,- stgr. HITACHI VIDEOTÆKI MEÐ FJARSTÝRINGU KR. 47.405,- stgr. ÚTVARPSKLUKKUR FRÁ KR. 1.990,- stgr. ÁFENGISMÆLIR KR. 2.990,- stgr. . ^•RÖNNING •//f/l heimilistæki KRINGLUNNI 8-12/103 REYKJAVÍK/SÍMI (91)685868 HITACHI SAMBYGGÐ ÚTVARPS- OG SEGUL- BANDSTÆKI FRÁ KR. 6.500,- stgr. HITACHI GEISLASPILARI KR. 13.775,- stgr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.