Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Blaðsíða 34
38
MÁNUDAjSUR 19. DESEMBER 1988.
Merming
Óttaskógurinn
Fugl óttans er stór hann tekur
manneskjuna í klærnar
og flýgur með hana langt
svo langt frá gleðinni
en hann er líka lítill
þá flýgur hann inn í brjóstin
og veinar
og veinar þar.
Svo orti Nína Björk í sjöttu ljóða-
bók sinni, Svartur hestur í myrkr-
inu (1982). Helstu yrkisefni þeirrar
bókar eru togstreita á milli innri
og ytri veruleika, þrá eftir umbúöa-
lausri samkennd, vanmáttur gagn-
vart orðum og ýmsu því sem mark-
ar mannlegum tjáskiptum ramma
og síðast en ekki síst: óskilgreindur
og óáþreifanlegur ótti sem kemur
að innan.
Enn sígur Nína Björk í látrabjörg
ljóðsins án þess að ljóst sé hver
festinni heldur. Sum ljóðanna í
Hvíta trúðnum eru sprottin úr til-
teknum (bernsku)minningum, í
öðrum er minnst látinna vina en í
flestum ljóöum bókarinnar er meö
einum eða öðrum hætti tekist á við
sársaukafull mannanna samskipti,
svo brothætt, og/eða hinn innri
ótta, óhemjuna í brjóstinu, þetta
viðkvæma og húðlausa sem þolir
ekki birtu: „Birtan er of skær fyrir
dimmufuglinn" sem ljóðmælandi
felur innst í hjarta sér þar sem
hann „hlær og syngur og syngur
og grætur / stundum um vá og
háska og voðaleynd mannsins".
(12) Þó nást vissar sættir við
dimmufuglinn, honum er ekki út-
hýst. Og „þessi dagur er svo gegn-
sær“:
farðu ekki
ég gæti
brotið þennan dag
haltu um hann með mér
faröu ekki núna. (69)
Það ljóð sem bókin dregur nafn
sitt af, Hvíti trúðurinn, kallast á
við ljóðið Minning frá Haderslev í
Svartur hestur í myrkrinu. í þeim
báðum er Ijóömælandinn í trúðs-
Bókmenntir
Jóhanna Sveinsdóttir
hlutverki án þess að vita hvers
vegna, berskjölduð:
Ekki bak við hurð
Ekki bak við tjald
heldur á torginu miðju
heldur í veislunni miðri (24)
segir í Hvíta trúðnum þar sem
trúðshlutverkið er þó tengt rofnum
samvistum við ástvin og deginum
sem kemur aftur og opnar sárin.
Brothættar tilfmningar
Og i ljóði eftir ljóð er klifað á brot-
hættum tilfmningum, brothættum
dögum. Það er svo sárt að vera
hleypt inn í annarra hjörtu til þess
að láta ýta sér út aftur (Hvílíkar
rósir), svo sárt þegar bandið slitn-
ar, „svo orðlaust án snertingar“
(Bandið), en þótt snerting geti orðið
„andleg og sjúk“ bíður kvíðinn á
hverju horni ef við forðumst hana
með grímum og
kvíðinn
grætur
undir grímunum
hvislar og grætur
seg þú eitt orð
og sál mín mun heil verða (22).
Þaö er vandlifað í ljóðheimi Nínu,
óttaskóginum. Stundum er jafnvel
enga samfylgd að fá út úr þeim
dimma skógi, þrátt fyrir lófa fulla
af ástarblómum, augu full af stjörn-
um (í óttaskógi). Hér sem víða í
fyrri ljóðabókum hennar tengjast
augun þeirri samlíðan og því innra
lífi sem orðin megna ekki aö tjá.
Erfitt bjargsig. Óvíst hver fest-
inni heldur. En fengurinn ótvíræð-
ur. Hvíti trúðurinn geymir ýmsar
gersemar, ekki síst fyrir okkur,
þessi brothættu, sem trúum því að
engar breytingar eigi sér staö án
sársauka... Og hver býr ekki í ótta-
skógi?
Myndmál bókarinnar er að öðru
jöfnu einfalt og sterkt. Þó þykir
mér gæta nokkurrar ofnotkunar á
hjörtum, rósum og stjörnum sem
verða sjálíkrafa klisjur í (ástar)-
ljóðum, nema þau séu sett í þetta
eftirlýsta „nýja og óvænta sam-
hengi". Og þá er sú baldna tík, erót-
íkin, býsna vandleidd í ljóðheimi
Nina Björk Árnadóttir
og ekki endilega víst að „ástar-
sprotar" hafi þar tilætluð áhrif.
Að minnsta kosti ekki á undirrit-
aða.
Nína Björk Árnadóttir
Hviti trúðurinn
Forlagið, 1988
Jóhanna Sveinsdóttir
Út úr þögn
og kröm
Þaö fer ekki á milli mála að bók
írska drengsins Kristófers Nolan,
Undir augliti klukkunnar, er meðal
óvenjulegustu uppvaxtarrómana
sem skrifaðir hafa verið.
Eins og berlega sást í fréttatíma
Stöðvar 2 um daginn er Kristófer
svo hreyfihamlaður að hann hefur
enga stjórn á líkama sínum, er auk
þess vita mállaus og hefur verið
það frá fæðingu.
Með aðstoð fjölskyldu sinnar og
nýjustu ritvinnslutækni hefur
Kristófer hins vegar tekist að brjót-
ast út úr þögn sinni og kröm, ljúka
háskólanámi í enskum bókmennt-
um og senda frá sér tvö skáldverk
Bókmeimtir
Aðalsteinn Ingólfsson
sem tekið hefur verið með kostum
og kynjum.
Sú bók, sem hér er til umræðu,
vann meira að segja til eftirsóttustu
bókmenntaverðlauna Breta, Whit-
bread verðlaunanna, árið 1987.
í stuttu máli sagt fjallar bók Nol-
ans um ævi fjölfatlaðs drengs, Jós-
eps Meehan, allt þar til hann vinn-
ur til eftirsóttra bókmenntaverð-
launa og ákveður aö helga sig rit-
störfum fremur en langskólanámi.
Dregur höfundur þar ekkert und-
an, hvorki líkamlegan vesaldóm
söguhetjunnar né næstum óbæri-
móti koma innblásnar lýsingar
hans á þeim hugljómunum sem
Meehan/ Nolan upplifir í bók-
menntunum.
Óhjákvæmilega grípur höfundur
til bókmenntamáls til að koma
reynslu sinni til skila og gengur þá
helst í smiðju til þeirra sem fjörleg-
astan og ríkastan stílinn hafa skrif-
að; Shakespeares, Hopkins, Joyces
og Dylans Thomas.
Ofvaxið iíkingamál
Þar með er sérhverjum þýðanda
auðvitað talsverður vandi á hönd-
um.
Á hann að þýða bókstaflega það
Christopher Nolan.
ofvaxna líkingamál sem þessir höf-
undar og hinn bæklaði lærisveinn
þeirra nota eða umorða það? Eða
láta vera að þýða svona bækur?
Þýðandi Nolans á ísiensku, Garð-
ar Baldvinsson, berst hetjulega við
þær gildrúr málsins sem höfundur
ieggur fyrir hann en verði^r á end-
anum að lúta í lægra haldi: „Löð-
randi í velgengni sem ungskáld
hikaði hann ekki við að velgja vín
sitt, fylla hóla sína af fólki með
kveðjum sem kastað var til hans
af gæfuhjólinu og sem hann byggði
á þessu innihaldi gaggaði hann
væna fegurð út úr aðþrengdri sálu
sinni.“ (bls. 167)
Málsgreinin hér á undan er tekin
nánast af handahófi úr bókinni.
En þrátt fyrir þá hnökra, sem ís-
lenskur lesandi er sifellt að reka
sig á, kemst tii skila sú hefjusaga
sem hinn ungi íri segir.
Og viðbragðsflýtir þýðanda er
vissulega lofsveröur.
Meö vinstri fæti
Það hefúr verið talaö um Nolan
sem einstakt fyrirbæri í bók-
menntaheiminum. Og það er hann
að ýmsu leyti en kannski ekki öllu
því að fyrir nokkrum árum dó á
Irlandi annar spastiskur höfundur,
Christy Brown, sem gat aðeins
hreyft á sér vinstri fótinn og með
honum skrifaöi hann nokkrar
bækur, meðal annars fyndna sjálf-
sævisögu sem auðvitað nefnist
„My Left Foot“ (Vinstri fótur
minn),
Chistopher Nolan - Undir augliti
klukkunnar, 177 bls.
Þýðandi: Garðar Baldvinsson
Útgefandi: ísafold
„Eitri þrunginn
á ég flein“
Nokkrir hagyrðingar hafa ort með
þeim hætti aö vísur þeirra munu lifa
meöan hagmælska er einhvers metin
á íslandi. Einn þessara manna er
Sveinn frá Ehvogum. Sá aðdáandi
ferskeytlunnar er ekki til sem ekki
hefur annað hvort heyrt vísu eftir
Svein eða kann nokkrar eftir hann.
Það var því þarft og gott verk hjá
syni Sveins, Auðuni Braga, að safna
saman vísum fóður síns og gefa út í
myndarlegri bók.
Að stofrd til er þessi bók byggð á
tveimur litlum bókum sem Sveinn
annaðist sjálfur útgáfu á og hétu
„Andstæður", sem kom út 1933, og
„Nýjar andstæður" sem kom út 1935.
Þessi tvö kver eru löngu ófáanleg.
Nú eru þau sem sé endurútgefm og
að auki nokkrar vísur, áður óprent-
aöar.
Sveinn Hannesson frá Elivogum
fæddist 3. apríl 1889 en hann andað-
ist aðeins 56 ára gamall áriö 1945.
Sveinn var snemma landskunnur
fyrir góðar vísur en sennilega hefur
hann orðið frægastur fyrir grimmar
ádeiluvisur. Urðu margir til að líkja
honum við Bólu-Hjálmar á því sviði.
Slík samlíking er óþörf.
Sveinn var einstakur, hafði sinn
stíl og vissulega gat hann bitiö frá
sér eins og vel kemur fram í einni
kunnustu vísu hans. Sagan segir aö
þá hafi ungur kjaftaskur verið að
abbast upp á Svein meö svívirðingar
en fékk þessa vísu sem lokaði á hon-
um munninum:
Hafðu ungur hóf við Svein,
hreyfðu ei þungum nótum,
eitri þrunginn á ég flein
undir tungurótum.
Á mjúkum strengjum
Þannig er vísan í þessari bók en
ég hef einnig heyrt botninn svona:
því eitur þrunginn á ’ann flein,
undir tungurótum.
Skiptir í rauninni ekki mál hvor
botninn er réttur, vísan er snilld. En
þótt margar kunnustu vísur Sveins
séu heldur kaldar, átti hann líka til
mjúka strengi eins og vísan sem
hann orti til konu sinnar þegar hann
kom heim dauövona. Þetta er raunar
sögð vera síðasta vísan sem Sveinn
orti:
Langa vegi haldið hef,
hindrun slegið frá mér.
Hingað teygja tókst mér skref,
til að deyja hjá þér.
Þær gerast ekki betri ferskeytlurn-
ar.
Sveinn var bóndi og erfiðismaður
alla tíð. Hann átti að sjálfsögðu oft
erfitt og mætti ranglætinu gjarnan
með munninum, eins og hann segir
Bókmenntir
Sigurdór Sigurdórsson
sjálfur, en vísan var oft vopn þeirra
sem minna máttu sín. Hann lýsir
þessu sjálfur þannig:
Móti opnum illskuheim
eg læt munninn glíma.
Margt aö vopni verður þeim
vel sem kunna að ríma.
Mig þó stangi mannýg naut
minnst það angrar gaman.
Skulu fanga þunga þraut,
þau sem ganga að framan.
Maður augnabliksins
Sveinn frá Elivogum var sagður
fljótur að yrkja og sennilega hefur
hann ekki gert mikið af því að laga
eða breyta fyrstu gerð vísunnar, það
tel ég aö megi sjá á mörgum þeirra.
Þó er hvergi um hroðvirknislegar
yrkingar að ræða en ef bestu vísur
hans eru bornar saman við þær lak-
ari sést að hann heföi getað gert þær
betur úr garði ef hann hefði sinnt
því. Margar vísur Sveins bera þess
líka merki að hann hefur lagt í þær
Sveinn frá Elivogum.
vinnu. Einnig sést að hann hefur
verið maður augnabliksins, eins og
svo margir hagyrðingar.
En hvers vegna að vera að ræða
þetta. Sveinn hefur fyrir löngu unniö
sér ódauðlegan sess sem hagyrðing-
ur. Það er alveg víst að allir unnend-
ur ferskeytlunnar munu fagna því
að fá vísur þessa snillings saman í
eina bók. Það hefði raunar átt að
gerast miklu fyrr.
Skuggsjá
Sveinn frá Elivogum
Andstæður
Ljóðasafn
Auðunn Bragi Sveinsson annaðist
útgáfuna
-S.dór