Þjóðviljinn - 24.12.1949, Page 2

Þjóðviljinn - 24.12.1949, Page 2
2 ÞJÓÐVILJINN ~ Jólin 1949 ölafur Jóh. SigurSsson: > FÓLK Á ENGJUM (UPPHA f íí. Yfir vorkalda jorS hvelfist hlýr og kyrrlátur himinn ‘eins og allir vindar hafi dáið. Ljósir skýbólstrar meS hvítum jöðrum lóna yfir fjalli og heiSi, en stöku sinnum brýzt lieitur -sólskinsstraumur gegnum vakir milli bólstranna og flæSir rótt yfir landiS. 1 tjörninni fyrir neSan bæinn er annar góS- veðurshiminn og slútandi fjall, þar sem syllur og hjallar titra, cn Sjöskóaheiði er þar ekki, né heldur brokmýrin og lyngásarnir. Álftahjónin sem synda þögul á tjörninni ásamt ’þremur hálfstálpuðum ungum, hafa himin yfir sér og undir; en hvorugur himnanna virðist líklegur til að dylja örðuga tíð 'í hvelfingum sínum, enn síður myrkur og ógnir. Þeir gætu •í hæsta lagi leynt vingjarnlegu húmi og daufleiftrandi kvöld- ■stjörnu einhversstaðar aS baki þessum ljósu og gljúpu bólstrum. Það er liðið á sumarið, heyannir senn á enda, og fífillinn í gluggftkistunni hættur að glóa. Allt er blítt og kytrt. Bær- ínn er eins og hljóð tjaldbúð, því að fólkið er á engjum og kötturinn einn heima. í brokmýrinni vestan og norSan •tjarnarinnar, þar sem lyfjagrasailmur blandast öðruhverju svölum leirkelduþef, heyrist fjörlaus ljáhvinur. Bóndinn 'slsfcr, konan rakar. Drengur í mórauðri peysu rakar einnig stargresi upp úr keldum, en fer sér að engu óðslega. Stund- um horfir hann drykklanga stund á sláttumanninn, föður sinn, stundum á móður sína, stundum á ljósa skýbólstrana sem lóna yfir fjalli og heiði, en oftast verður honum litiS til tjarnarinnar, þar sem annar drengur í mórauðri peysu öslar ýmist berfættur í grunnu viki eða tifar um bakkann. Þegar hann hefur staSið þannig um hríS aSgerSarlaus várpar hann öndinni, gefur föSur sínum gætur að nýju, hnyklar brýnnar, kreppir fingurna um hrífuskaftið og heldur jáfram aS raka ljá upp úr keldum. ;......... A ^ ... • -■ F SOGU) Á þurrlendisrima spölkorn frá engjafólkinu liggur dá- lítill strangi milli þúfria, en gráflekkóttur rakki hringar sig rétt hjá honum og sefur eða mókir. -Skyndiléga færist líf í strangann, hann tekur að bærást og kvika, unz hvítát ungbarnshendur teygjast upp úr dúðunum eins og þær vilji biðja ljósa skýbólstrana að koma nær. ÞaS.er spyrnt í reifafn- ar án afláts, og síðan heyrist lágt kjökur, sem hækkar smám saman og verður loks grátur. BarriiS undir f jallinu er vakn- að og kallar á móður sína. Rakkinn lyftir steingráum augna- lokum, reisir eyrun, hlustar og hnusar, en stendur þvírtæst upp, röltir til barnsins, tekur dökkt trýnið í vanga þess og dillar skottinu vinalega. Gráturinn þagnar nokkra stund, en hefst brátt aftur, sárari og eindregnari en áður. Mamma, segir drengurinn í brokmýrinni, hún Lauga er vöknuð. En athugasemd hans er óþörf, því að konan hefur þegar lagt frá sér hrífuna. Hún gengur hvatlcga upp á rimáriff; skipar hundinum að vera stilltum, tekur strangánn í fang sér og sezt á þúfu. Þú ert vist orðin svöng lambið mitt, segir hún og þuklár um reifarnar. Datt mer ekki í hug, búin að væta þig líka! Hún greiSir sundur strangann, losar um gamalt sjál, hyrnur og dulur, unz hun er komin að blautustu rýjun- um; bún leggur þær viS hliS sér, segir í hálfum hljóðum tarna er Ijott aS sjá, en leysir síðan af höfði sér bládröfhótéa skuplu og sveipar henni um dóttur sína., Þegar hún hefur dúðað hana að nýju hneppir hún frá sér treyjunni, togar niður ullarbolinn og nær fram öðru brjóstinu. Hættu aS gráta lambið mitt, segir hún, nú ætlar mamma að gefa þér að drekka. Hun hagræðir barninu 1 fangi sér og hjálpar þvt til áð koma upp t sig geirvörtunni. Það þagnar í miSri gráthviðu,

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.