Þjóðviljinn - 24.12.1949, Side 5
Jólin 1949 ÞJÓÐVILJINN ------------ ' 5
í Kákasusfjölluin miðjum búa Ossetar, lítil þjóð með germönsk einkenni svo sem ljóst liár os: blá augu, er á
einhverjum löngu liðnum þjóðflutningatímum hefur setzt þarna að innan um mongólskar og tyrkneskar
þjóðir. Sjálfsstjórnarsvæðið Ossetian átti fyrir skömmu Juttugu og fimm ára afmæli. Á myndinni sést ungur
Osseti opna munninn upp á gátt fyrir lijúkrunarkonu á barnasjúkraliúsi í liöfuðborginni Dsavdjikav,
' Heyráu Stcini, við skulum skreppa yfir á varptang-
ann, segir hann léttbrýnn. Þar reyta þær helzt af sér fjaðr-
irnar.
Þeir fara að ánni, þar sem hún rennur úr tjörninni, hald-
ast í hendur, vaða hægt og varlcga, því að sumsstaðar cr
botninn linur og ótryggur. Síðan ganga þcir samhlioa austur
vogskorinn bakkann. Annar skálmar, langur og renglulegur,
dökkur á brún og brá, fölur í andliti og toginleitur; hinn
tifar, stuttur og þybbinn, kvikur í hreyfingum og dálítið
íbygginn á svip, einkum þegar hann lítur á bróður sinn.
Innan skamms eru þeir staddir á bognum tanga, miðja vega
milli áririnar og lynghólaröðulsins. Bæld .mosadyngja verð-
ur á vegi þeirra, álftarhreiðrið frá í vor, en yzt á tanganum
liggja nokkrar hvítar fjaðrir.
Slcrýtið að þær skuli ckki vera fleiri, scgir Þorsteinn, því
að þær eru eklci nema átta talsins, fjórar handa hvorum, og
engin þeirra verulega falleg. Kannski væri reynandi að leita
á nesinu, þar sem lómurinn verpti í hittiðfyrra?
En Björgvin virðist engan áhuga hafa á því lengur að
leita að álftarfjöðrum. Hann lætur ckki svo lítið að svara
bróður sínum, hcldur sczt á tjarnarbakkann og horfir á
syllur fjallsins, þar scm þær rísa hver upp af annarri gróður-
lausar og berar, gráar og bláar, áþekkar stöllum í dularfull-
um kastala. Augnaráð lians klífur hengiflugin í skyndi,
staldrar drykklanga stund við eggjarnar, og sveimar loks
um góðveðursskýin yfir fjallinu. Eftir á að hyggja, það er
laugardagur. lif hann gerði þurrk í nótt yrðu þeir eflaust
að vera í hcyi á morgun. Ef veðrið héldist óbréytt gætu
þeir farið á berjamó þcgar þeir væru búnir að nioka fjósið.
Guð gæfi að veðrið héldist óbreytt.
Þú hcfðir átt að tína ber í dag Steini, segir lia.nn eftir
nokkra þögn. Það er krökkt af bláberjum suður í hlíðum.