Þjóðviljinn - 24.12.1949, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 24.12.1949, Qupperneq 9
Jólin 1949 ÞJÓÐVILJINN 1 9 Gunnar Benedikfsson: „Er skillitlír menn drepa niður höfðingia" I. Maður er nefndur Einar, sonur Þorgils Oddasonar, þess er í deilum átti við Hafliða Másson á öndverðri 12. öld. Þeir feðgar sátu hvor af öðrum Staðarhól í Saurbæ í Dölum með mikilli rausn og höfðingsskap Og voru í hópi stórbrotnustu höfðingja landsins á sinni tíð. Á tíð Einars var annar nafn- kenndur höfðingi í Dölum, hins vegar fjalla, — Sturla Þórð- arson í Hvammi. — Þessir tveir höfðingjar Dalamanna eldu löngum grátt silfur saman, en þó átti svo að heita, að þeir sætu í fullum sáttum síðustu árin, er þeir lifðu báðir. Þó hafði aldrei verið gerð formleg sætt um eitt deilumál þeirra, og tók Einar það upp að nýju að Sturlu látnum. Gangur þess máls er tilefni þessa erindis, og skulu nú í fám orðum rakin tildrög þess. Birningur Steinarsson bjó að Tjaldanesi í Saurbæ, og hét Helga kona hans. Þau hjónin urðu ekki ásátt, og var ger skilnaður þeirra. Þau áttu eina dóttur barna, er Sigríður hét. Birningur og Helga giftust bæði öðru sinni. Seinni kona Birnings hét Guðbjörg. Þau áttu einn son, er Þorleikur hét, og kallaði Birningur hann arfa sinn. Þá keypti Einar Þor- gilsson af Sigríði, dóttur Birnings frá fyrra hjónabandi, arf- von eftir Birning og kallaði það ekki hafa verið að lögum, er Birningur fékk Guðbjargar. Vildi Einar, að Birningur færi heim til hans með fé sitt, en kveðst ætla að skipta nokkru til handa Guðbjörgu og syni hennar. En Birningur vildi það ekki. Hann bjó þá að Heinabergi á Skarðsströnd og hafði mikið fé. — En Einar Þorgilsson lætur ekki hér við sitja. Næsta haust sendir hann húskarla sína út á heiðar að safna saman geldfé Birnings. Þeir fóru og ráku h<ým á Staðarhól sjö tigi geldinga, og lét Einar alla skera. Þá fór Birningur í Hvamm og sótti Sturlu að ráðum. Kveðst hann vilja hand- sala honum fé sitt allt, og fór Birningur þá í Hvamm, en Guðbjörg varðveitti búið að Heinabergi. — Þetta mál létu höfðingjarnir svo kyrrt liggja, Sturla sótti Einar ekki um ránið, og Einar ságði ekki ósátt sína á handsali Sturlu og Birnings. „Og sátu þá hvorir um það, er fengið höfðu.“ En þegar Sturla er látinn, tekur Einar málið upp að nýju. Hann ríður til Heinabergs við sjöunda mann og kallaði til fjár við Guðbjörgu. En hún synjar þverlega. Þá riðu þeir Einar til f járins og ætluðu brott að reka. En heimafólk snýst til varnar. Og nú slær í hinn sérkennilegasta bardaga, sem Sturlunga getur um. Annars vegar er einn af ríkustu höfð- ingjum landsins við sjöunda mann. Hins vegar er foringinn umkomulaus koná, sem búið er að flæma manninn frá, og fylgdarliðið voru konur einar auk tveggja drengja: Þorleiks Birningssonar, „hann var eigi alls tvítugur og lítill vexti,“ og Snorra fóstra þeirra, „og var hann yngri.“ En þetta var herdeild, sem ekki gaf eftir fyrir góðmennskuna. „Hljópu konur til fjárins og vildu elta úr höndum þeim, en Guðbjörg og sveinarnir snúa að Einari. Tók Guðbjörg tveim höndum í kápuna og helt honum á baki, en sveinarnir hjoggu til hans báðir senn; kom annað höggið í höfuðið fyrir ofan eyra, en annað á kinnina, og var það meira ásýndum.“ — Frá viður- eign hinna annarra kvenna og fylgdarmanna Einars segir ekki eins nákvæmlega. Þó er þess getið, að unnið var á einni konu, og hét hún Valgerður, dóttir Brands læknis. — Fylgd- armennirnir hlupu til bjargar höfðingja sínum, „en svein- arnir í brott.“ Sigur heimafólksins að Heinabergi yfir höfð- ingja Ðalamanna varð alger í þessari viðureign, því að „þeir Einar fóru heim, en láta eftir féið.“ En atburðir þessir drógu til annarra stærri. Sár Einars greru fyrst, „en fyrir jólaföstu sló í verkjum og rifnuðu aftUr sárin. Hann andaðist tveim nóttum eftir Magnúsmessu." Systur Einars Þorgilssonar áttu arf að taka eftir hanrt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.