Þjóðviljinn - 24.12.1949, Side 10
10
ÞJðÐVIL JINN
]ólin 1949
Me'ðal þcirra var Vngveldur, sem átt hafði dóttur, sem Jóra
hét, með Klængi, er síðar varð biskup í Skálholti. Jóru bisk-
upsdóttir fékk Þorvaldur Gissurarson í Hruna. Þangað sneri
Ýngveldur sér um liðveizlu til eftirmála. — Þá var Jón Lofts-
son í Odda. Til hans leitar Þprvaldur róða og liðveizlu. Jón
hafði enginn vinur verið Einars Þorgilssonar, og gaf hann
Þorvaldi svar á þessa leið: „Það eitt var vinfengi okkar Ein-
ars, að mér er fyrir þá sök engi vandi á þessu máli; en þó
Jiykki mér í óvsent efni komið, ef það slcal eigi rétta, er
skillitlir menn drepa niður höfðingja, og mun eg því heita
þér minni liðveizlu um þetta mál, þá er til þings kemur.“
n.
„Er mestur höfðingi og vinsælastur hefur verið ó íslandi,"
segir Sturla Þórðarson lögmaður um Jón Loftsson. Munu
flestir sagnfræðingar þar um sammála, að fáa eða engan geti
glaesilegri höfðingja í allri íslandssögunni. Leggst þar margt
á eitt með að þrýða hann þeim einkennum, sem íslendingar
hafa matið mest áð fornu og nýju. Fyrst er það ætternið, en
það hafa íslendingar ekki lótið sér sjóst yfir, þegar þeir ræða
um stórmenni sín. Hann er sonarsonur Sæmundar fróða Sig-
fússonar í Odda, þess er með mesturn ágætum allra íslenzkra
manna hefur haft djöfulinn að leiksoppi, og dóttursonur er
hann Magnúsar berfætts Noregskonungs. Hann tók þann stað
að óðali, sem var hvort tveggja í senn höfðingja- og mennta-
setur í fremstu röð, og sat staðinn með þeim ágætum ó báð-
um sviðum, að ekki var betur setið annan tíma. Sjólfur var
hann fjölmenntaður að þeirrar tíðar hætti. „Hann var hinn
vísasti á klerklegar listir, þær Sem hann hafði numið af sín-
um forellrum," segir í Oddaverjaþætti. „Hann var djákn að
vígslu, raddmaður mikill í heilagri kirkju,“ segir ennfremur.
„Fullur var hann af fléstum íþróttum, þeim er mönnum voru
tíðar í þann tíma.“ Um Odda sem menntasetur í tíð Jóns
LoftSsonar er fóstursonur hans, Snorri Sturluson, gleggsti
vitnisburðurinn. Oddaverjaþáttur segir hann mestan
höfðingja á sinni tíð, og er hann þó ritaður af tilbeiðanda
Þorláks biskups helga, sem átti í Jóni sinn svarnasta mót-
stöðumann. Hann var friðsamur höfðingi, ó-áleitinn við aðra,
mestur sáttasemjari og friðstillandi síns tíma, en í sáttastörf-
um sýndi hann sig sem þann, er valdið hafði, þegar á þurfti
að halda, til að brjóta á bak aftur yfirgang ofstopamanna.
Eftir bardagann á Sælingsdalsheiði, þar sem til harðastra
yopnaviðskipta kom milli stórhöfðingjanna Sturlu Þórðar-
sonar og Einars Þorgilssonar, gerðu þeir um á þingi Jón
Loftsson og Gissur Hallsson. „Og var þeim gerðum svo farið,
sem líklegast þótti að helzt mundi sættirnar verða haldnar."
„Og skildust menn sáttir á því þingi á öll þau mál, er milli
höfðu verið, og fóru við það heim og voru nú sáttir." — Eft-
ir Önundarbrennu, sem var eitt af meiri háttar hermdar-
verkum Sturlungaaldarinnar og að stóðu eigi miimi höfð-
ingjar en Guðmundur dýri og Kolbeinn Tumason, leitaði
Eyjólfur á Grenjaðarstöðum til Jóns Loftssonar. Jón hafði
ekki ætlað að ríða til þings, „áður Eyjólfur sagði, að þar var
helzt til sætta stofnað, er hann gerði um mál þessi.“ Og þegar
Jón þóttist ekki til þess fær, segir Eyjólfur: „Eigi er sýnt,
hver þá má gera, ef þú þykist ekki til fær.“ — Fór svo, að
sættum varð á komið, „og skyldi Jón einn gera óskorað allar
sættir." Sættir þær, er hann gerði, voru að sönnu ekki haldn-
ar, enda andað.ist Jón öndverðan hinn næsta vetur. En png-
inn dirfðist að bera fram neitun sátta á þinginu, og voru
sektir og utanfarir þó dæmdar ærnar, og sýnir það gleggst
vald Jóns, er höfðingjar slílcir sem Guðmundur og Kolbeinn
áttu hlut að máli, en þá voru engir þeir höfðingjar norðan-
lands, sem líklegir gátu þótt til að koma fram hefndum á
hendur þeim. — Skörungsskapur Jóns í sáttamálum kemur
einna gleggst í ljós i afskiptum hans af Deildartungumálum
í viðskiptum við Sturlu Þórðarson. Sturlu þótti hallað á
Böðvar Þórðarson tengdaföður sinn í dómi Jóns Loftssonár
um arfamál eftir Þóri í Deildartungu, en Páll Sölváson í
Reykholti, hinn ágætasti kennimaður, var hiinn deiluaðilinn,
og hlíttu þeir mágar ekki dómnhm. í sambandi við framhaíd
þeirrar deilu, skeði sá víðfrægi atburður, er Þorbjörg, kona
Páls, hljóp að Sturlu með hníf í hendi og vildi stinga úr hon-
um annað augað og gera hann þar með líkastan þeim, „er þú
vilt líkastur vera, en það er Óðinn,“ og kom lagið í kinnina.
Páli presti varð mjög um þetta frumhlaup konu sinnar og
vildi hið skjótasta sættast á, áður en lengra yrði haldið arfá-
niálinu. En Sturla gerði lítið úr áverkanum og sló upp á
glens, „því að konur kunna með ýmsu móti að leita eftir áSt-
um, því að lengi hefur vinfengi okkar Þorbjargar verið
mikið“. Komust því næst á sættir með þeim Páli og Böðv-
ari, „og lét Páll þá gangast þá hluti, er áður höfðu í millum
staðið," og náði Böðvar fram kröfu sinni. Kom þá næ?t að
gera um hnífstunguna, og lét Páll til leiðast fyrir fortölur
sinna manna að selja Sturlu sjálfdæmi í málinu. Með sjálf-
dæmi þetta fer Sturla á þá leið, að hann gerir Páli að greiða
tvö hundruð hundraða. Telur Páll, ef fé þetta eigi upp að
gjaldast, „að þar muni fara allir vorir penningar.“ Ber hann
málið undir sonu sína, og eru þeir á einu máli um það, að
þessu sjálfdæmi sé ekki hlítandi. Er nú sent til Jóns Lofts-
sonar. Segir hann það ekki sama, „að höfðingjar gengi við
svo mikinn ójafnað á hendur svo dýrlegum kennimanni sem
Páll var, og kvaðst veita mundi honum lið á þingi, sem hann
hefði föng á.“ — Þegar til þings er komið, fer Böðvar á fund
Jóns og kvað Sturlu hafa sent sig. Þegar Jón segist munu
veita Páli, hefur Böðvar í frammi hótanir fyrir Sturlu hönd:
„Svo segir mér hugur um, að höfuðgjarnt verði nokkurum