Þjóðviljinn - 24.12.1949, Page 11

Þjóðviljinn - 24.12.1949, Page 11
Jólin 1949 Þ JÓÐVIL JINN Ib89M LfliidaíræSitími í barnaskóla í Sovétríkjunum. vina Páls, ef Sturlá er nokkuð minnkaðúr." — Þessari hótun svarar höfðinginn, sem nldfei var við manndrá’p riðinn á þessari vígaöld, á þéssa leið: „Vitm rnenn það, að Sturla er oft óbilgjarn um manndrápin; en fleiri menn kunna að láía drépa menn en Sturla pinn; og það segi eg þér, Böðvar, ef Sturla lætur drepa einn mann fyrir Páli, að drepa skal ég' láta þrjá ínenn fyrir Sturlu.“ — Sér Sturla það vænst að leggja málið, sem hann hefur áour telcið sjálfdæmi í, í dóm Jóns Loftssonar og cættir sig við, að tvö hundruS hundraða snúist í þrjá tigi hundraða. — En áður eh sú sætt er gerð, hefur Jón sýnt Sturlu þá virðingu að bjóða honum barn- fóstur og veita honum heimboð til að draga broddinn úr ó- sigrinum. Þannig réðust þau örlög, að Snorri Sturluson'hlaut uþpeldi sitt á menntásetrinu Odda. En mesta þjóðarhylli hefur Jón Loftsson þó hlotið fyrir andstöðu sína gegn yfirráðum biskups yfir eignum kirkn- anna í deilum við Þorlák biskup helg'a. Mikinn þátt í þeirri hylli á vitanlega sú staðreynd, að sú barátta er einn þáttur- inn í baráttunni gegn íhlutun erlends valds á íslandi. En framganga Jóns í þessum deilum var með afburðum glæsi- leg. Viðureign þeírra Þorlálcs biskups á Höfðabrekku er með stórbrotnustu átökum, sem íslandssagan geymir, þar séín andans vopnum einum er beitt. Biskup hefur þá náð uncíir yfirráð sín öllum kirkjum og kirkjueignum í Austfirðingá- fjórðungi í krafti erkibiskupsboðskapar, og þar sem hann ekki dugði, greip hann jafnframt til annarra aðgerða, neitaði að vígja kirkjur cg syngja messur. — SigurSur Ormsson í Svínafelli hafði borið þau gildu rök fram gégn erkibiskups- boðskap, að „norrænir menn eða útlendir mega ekki játta undan oss vorum réttindum,“ en lét þó undan siga, er séð var, að biskup mundi sitja fastur við sinn keip og eigi yígja kirkjuna, sem Sigurður hafði látið reisa. — En tilþrif Jóns Loftssonar voru aðsópsmeiri. Biskup var komiim að Höfða- brekku til að vígja kirkju, sem Jón hafði látið reisá þár. Áð- ur en til vígslu er gengið, spyr biskup, hvort Jón hafi heyrt erkibiskupsboðskap um kirkjueignir. Þá gaf Jón sitt þjóð- fræga svar: „Heyra má eg erkibiskupsboðskap, en ráðinn em eg í að halda hann að engu, og eigi hygg eg, að hann vili betur né viti en mínir forellrar, Sæmundur hinn fróði og synir hans.“ Biskup trompar þegar út sínu hæsta og hótar bannsetningu, en Jón svarar: „Þér meguð kálla þann bann- settan, sem þér vilið, en aldrei mun eg í yðvart vald já minni

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.