Þjóðviljinn - 24.12.1949, Page 13
Jólin 1949
ÞJÓÐVILJINN
'fyrir sig, þó að höfðingi væri drepinn, það voru ekki svo
óalgengir atburðir á þeirri tíð. Jón Loftsson mælir engin orð
í þá átt, að komið sé í óvænt efni, þótt einn af mestu höfð-
ingjum Norðurlands, Önundur í Lönguhlíð, sé brenndur inni
og margt ágætra bænda í föruneyti hans brytjað niður eins
og búpeningur, það voru höfðingjar, sem gerðu það, og það
var næst Jóni að leiða hest sinn hjá lausnum þeirrar deilu.
Það var heldur ekki komið í óvænt efni, þótt hann þyrfti að
beita ofbeldi eða jafnvel lífláti við Skálholtsbiskup, höfð-
ingjavaldið í landinu varð sízt veikara við það. Þá fyrst er
komið í óvænt efni, þegar hinir minni háttar menn taka að
bei'a hönd yfir höfuð sér með virkum mótþróa gegn ein-
hverjum höfðingjanna. Þá var stéttinni sýnt tilræði.
Á þeirri tíð var liöfðingjaveldi á íslandi. En þrátt fyrir
mikinn sögufróðleik íslendinga að fornu og nýju, þá er það
ekki fyrr en á síðustu tímum, að farið er að fjalla um sög-
una og skýra einstaka drætti hennar út frá þeirri staðreynd.
Skilning á hlutverki stéttanna í þróun sögunnar hefur borg-
aralega sagnfræðinga algerlegá skort, þar til þeir fara að
verða fyrir áhrifum frá söguskoðun marxismans. Saga okkar
sem nýlenduþjóðar hefur líka hjálpað til að breiða hulu yfir
stéttarhúgtakið í vitund okkar. Saga okkar undanfarnar
aldir hefur í stærstu dráttunum mótazt af átökunum milli
erlendra kúgara annars vegar og þjóðarinnar í heild hins
vegar. Þar við bætist svo, að hinar ráðandi stéttir landsins
í seinni tíð hafa verið því mjög mótfallnar, að talað sé um
sérréttindastéttir í þjóðfélögum yfirleitt. En höfðingjar þjóð-
'uty htfiv
veldistímanna fornu fóru ekki með sérréttindaáðstöðíi' íifnlá
sem neitt dulmál, þeim sjálfum og alþýðu maHha vá'i-' þettá
sjálfsagður hlutur, og höfðingjarnir tóku þennan höfðingdóhi
sinn eigi aðeins sem réttindi, heldur einnig sem skyldur. En
þegar íslenzk yfirstétt sezt svo á ný í valdastólinn, þá vill
hún fara með það sem leyndarmál, og sagnfræðingar hennar
fjalla um það sem feimnismál, að til séu sérréttindastéttir
yfirleitt í þingræðisþjóðfélögum. í þessu liggur ástæða þess,
að hinni meitluðu skorinorðu stéttaryfirlýsingu Jóns
Loftssonar í sambandi við eftirmál um Einar Þorgilsson
liefur ekki verið á loft haldið. Það er eins og menn hafi kyn-
okað sér við að bendla þennan ágæta höfðingja við svona
einsýnt stéttarsjónarmið og sýnzt það vera ljóður á ráði
hans. En þetta er aðeins ný sönnun fyrir samkvæmni í fari
þessa ágæta höfðingja, sem er sívakandi á verði gegn öllum
hættum, innlendum jafnt sem erlendum, er steðja að stétt
hans. Hin erlenda hætta var erkibiskupsvaldið, hin innlenda
fyrst og fremst deilurnar innan stéttarinnar og þó var það
óvænzt, ef alþýða manna tæki að hyggja til mótþróa. Þá
mátti ekki liggja á liðveizlu við stéttarbróður, hvernig sem
vináttusamböndum var háttað.
Og vel mætti frjálshuga og sagnfróð alþýða á íslandi vera
minnugri en hún hefur verið til þessa á dáðir Guðbjargar í
Ileinabergi, sem leggur ótrauð til bardaga til verndar eign-
um við einn mesta höfðingja þeirrar aldar, þegar höfðingja-
valdið er hér mest, — og gengur með sigur af hólmi.