Þjóðviljinn - 24.12.1949, Qupperneq 39

Þjóðviljinn - 24.12.1949, Qupperneq 39
Jólin 1949 ÞJÓÐVILJINN 39 í ÆskulýðshölHnni í Moskva geta þúsundir barna og unglinga starfað og skemmt sér við flest, sem liugurinn girnist, Myndin er tekin á verkstæði, sem sérstaklega er útbúið fyrir þá, sem langar til að smíða seglskútur. Það voru heitir dagar. Allir voru sveittir í sínum stuttu buxum. Stundum sá maður þó kjagandi stórlaxa með pípuhatta. Líklega voru það ábyrgðarmenn veraldarinnar. Stundum sá maður líka her- menn með byssur. En litli vinur minn lék sér rólegur á sinni gangstéttarbrún, í sínu göturæsi. Hann var á að gizka tveggja ára, magur og fölur, en dökkur yfirlitum. — Líklega er hann Gyðingur, hugsaði ég, líklega er vinur minn Guðingi. Eg talaði stundum við hann á íslenzku, sagði honum frá litla bróður mínum á íslandi — og öllum litlu krökkunum á íslandi. — Og það eru litlir lcrakkar í öllum heiminum. Allsstaðar eru litlir, saklausir krakkar. En samt eru stríð. Og samt þarft þú, litli vinur minn, að leika þér að hrossaskít í rykugu ræsi, meðan vondir menn með pípuhatta eru ábyrgðarmenn heims- ins — og eiga stóra garða handa sínum uppstoppuðu kerling- um. — Og vinur minn hlustaði á mig með athygli. Kannski skildi hann mig þrátt fyrir allt. Og augu hans voru svo djúp og hrein og saklaus, að mig langaði til að berja þessa vondu menn, sem segja það sé skortur í veröldinni — og við höfum eltki efni á að gefa litlu vinunum okkar góðan mat, falleg hús og góða vini, — ekki einu sinni land til að leika sér að sínum hrossaskít. Eg fékk enga vinnu. En ég þarfnaðist fæðis og klæða fram yfir fugla himinsins, og bráðum voru peningarnir mínir búnir. Og svo var það mörgunn nokkurn, að ég átti enga aura fyrir sleikipinnum handa vini mínum. Eg gekk til hans, þögull og alvarlegur. Hann tók á móti mér með hreina brosinu sínu — og ég settist hjá honum á gangstéttina. Eg sýndi honum vasa mína, benti á búðina, — og hann skildi mig. Eg átti ekki peningana lengur. Og hann sagði eitthvað við mig og brosti til mín á ný. Eg þrýsti litla dökka höfðinu hans uppað hálsi mínum. Og hann klappaði mér á kinnina með litlum, skítugum lófum. Ólafur Haukur Árnason.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.