Þjóðviljinn - 24.12.1949, Side 43

Þjóðviljinn - 24.12.1949, Side 43
ÞJÓÐVILJINN 43 Jólin 1949 ckki vegna þess að þeir hafa tálkn uppi í scr. Fólk scm hefur tálkn getur lifað í vatni, alveg cins og silungar. Þú ert að sluökva Bjöggi, það er ekkert fólk í tjörninni! 1 stað þess að svara honum tekur Björgvin viðbragð, leggst endilangur á bakkann, teygir höfuðið fram af honum og starir á vatnið. Sérðu eitthvað? spyr Þorsteinn efablandinn og gengur nær honum. Uss, hafðu ekki hátt drengur. Eg heyri mannamál. Ha? Eg lieyri mannamál í tjörninni, endurtekur Björgvin og lítur á bróður sinn með hrafntinnuglampa í augum. Fllustaðu Steini. Vittu hvort þú heyrir það ekki líka. Þorsteinn hikar stundarkorn, en fer síðan að ráðum hans, leggst á bakkann við ltlið honum, einblínir á vatnið og heldur niðri í sér andanum. Heyrirðu ekkert? Nei. ' ■ 'N Það er verið að skíra. Hvað áttu við? Það er verið að skíra bárn niðri í tjörninni. Ég sé í iljarnar á prestinum. Hvaða presti? Vatnsprestinum drengur. Hanti heldur á skál í hend- inni og talar eins og séra Pétur þegar hann var að skíra hana Laugu í vor. Þú ert að skrökva Bjöggi. Eg sé ekki neitt! I sama bili er kyrrðin röfin. Hundurinn Snati tekur að gelta vestur í brokmýrinni hátt og ófriðlega, en álftahjón- in synda fast upp að ungum sínum úti á tjörninni miðri og kvaka í sífellu eins og þau hafi styggzt. Um leið og bræðurnir spretta á fætur koma þeir auga á gestinn sem ókyrrðinni veldur. Það er ekki maður, heldur fugl. Slíkan fugl hafa þeir aldrei séð áður. Þeir horfa á hann þegjandi, þar sem hann svífur yfir túnlæknum hátt í lofti, módökkur líkt og peysurnar þeirra, furðulega stór og vængjabreiður. Flug hans er eins og íþrótt á mörkum leiks og válegrar atlögu: bann líðu.r áfram liægt og tignarlega, drottnar yfir þessari vorköldu jörð og báðum himnum hennar, lynghólaröðlinum öðrumegin, brokmýr- inni hinumegin, sundrar allt í einu veröldinni niðri í tjörn- inni og flytur jafnvel með sér annað skyggni. Þegar hailn nálgast varptangann lækkar hamr flugið, svo að þeir sjá greinilega að þetta er ránfugl með mikinn gogg og úlfgrátt í bringu og stéli. Hann speglast í vatn- inu og líður yfir tjöfnina án þess að blaka. vængjum. Vest- ur í brokmýrinni styðst faðir þeirra við orfið eins og áður, en móðir þeirra hleypur upp á þurrlendisrimann, þar sém hundurinn Snati stendur hjá hvítvoðungnum og geltir óðs- lega. Hún tekur barnið í fang sér og heldur á því, eins og hún sé hrædd um það íyrir þessum tröllslega fugli. Hann líður norður yfir brokmýrina og fylgir ánni, sveimar um stund yfir ásum og hrcðum, en kemur síðan aftur og stefnir á bxinn. Hann héfur hraðan á, livert vængjatak er öflugt og þóttafullt, eins og hann hafi móðgazt og vilji auglýsa mátt I»etta er eklti vanaleff skautadrottn- ing, scin svífur þarna í loftinu, lieldur bandarísk hjólaskaUtadrottn- ing. Hún er í 120 manna hjóla- skautaflokki, sem hefur sýnt í sex ár vestra og fór sýningarferð um Evrópu ekki alls fyrir löngu. c \

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.