Þjóðviljinn - 24.12.1949, Blaðsíða 49

Þjóðviljinn - 24.12.1949, Blaðsíða 49
Jólin 1949 þjóðviljinn 49 M Drifa ViSar: Sagan af svörtu klsu Það lagðist alltaf svört kisa á heyiÖ á túninu hjá Lalla og Katrínu á hverju kvöldi og hringaði sig þar. Þarna var henn- ar ból. Snemma á morgnana vaknar kisa, teygir sig og hverf- ur frá heýbingnum, sem var hennar næturstaður. Þegar Lalli og Katrín fara út í sandkassann að morgni sést kisa í garð- inum eða á veggnum og þar horfir hún grænum skásettum augunr á þau. Hún er svört nreð hvítri hringu, hún kisa. En í næsta garði við er aldrei nein kisa. Lalli fer út í glugga áður en han sofnar. „Þarna liggur kisa“, segir hann og kisa lætur sem hún sofi. Katrín kemur út í glugga: „Góða nótt,. kisa mín“ og kisa segir. „góða nótt“ og lokar skásettu grænu glyrnunum og lætur sem hún sofi. Og nú sofna bæði Katrín og Lalli. En hvað haldiði að kisa geri, — jú, þegar hún veit að Lalli og Katrín eru sofnuð, þá stendur hún upp, svört kisa í myrkr- inu. Augun glóa og hún fer beint í Kisulandið. Þar ríkir, kisukóngur. Hann cr mcð gullskó og kórónu. Hann ræður yfir 300 köttum, sem allir sitja umhverfis matarborðið með honum og lcpja rjóma. Namm, namrn, mjá, ,mjá, heyrist fra nratsalnum þar sem kóngurinn lepur rnest og hraðast. Ef einhver hellir niður eða spillir rjóman- um er honum útskúfað úr matsalnum og fær engan rjóma að kvöldi. Setji einhver út á matinn, sparkar kóngurinn í hann með gullskónum og veiðihárin titra og sá, sem setti út á matinn er sendur upp til mannheima og látinn sjá um sig sjálfur. Kettir varast að setja út á matinn, því í mannheimum er kalt um nætur og það eru ekki allir sem hafa fundið sér heybing til að hringa sig á. Þeir ganga glorsoltnir um göt- ur og ráfa um garða, stelast inn í hús og snuðra þar í búrinu hjá góðkvendum eftir matarögn og halda svo í kisuríkið löngu síðar og eru þá ekki lengur matvandir. „Hvílíkur dýrindis matur hér er á borðum, mjá“, heyr- ist við borðið, þegar svarta kisa treður inn. „Namm, namm, mja, mjá, laplap, sleik, sleik“ heyrist frá lepjandi köttum. Kisukóngur kemur auga á svörtu kisu. „Þar ertu komin“ segir hann. „Mjá“ svarar hún. „Og ert svöng“. j ,;A „Mjá“ svarar hún. „Og hefur stolizt í búrið“. „Mjá hjá Katrínu og Lárusi", svarar hún kisa. „Og ekki fengið nema roð og ugga“. „Mjú“ segir hún, „einu sinni hvolfdi ég mjólkurbrús- anum og gat lapið talsvert áður en komið var að mér.“ „Hvílíkur dýrindis matur hér er“ heyrist allt í kring. „Llér er glænýr fiskur og rjómi á hverjum d^i.“ „Skiptu þér ekki af matarlátunum í köttunum segir kisu- kóngur. „Þeir liugsa ekki nenra unr munn sinn og maga.“ „Þegar kettir ráfa um heimilislausir“ segir kisa, „og verða að ræna sér munnbita, þá hætta þeir að hugsa um nema munn sinn og maga.“ „Hvar svafstu?“ spyr kóngur. „Ég svaf á heybing“ segir kisa. „Ég hlakkaði til hverrar nætur svo var heyið hlýtt og mjúkt.“ „Svafstu, mjá, á heybingmjá“ heyrist frá 300 köttum, senr snarhætta að lepja og mjálma uppyfir sig. „Svaf ég víst“ segir kisa’hróðug. Nú horfir liver á annan. „Á heybing, ég er svo hlessa. Hún svaf á heybing.“ Nú hætta allir að lepja um stund og hópast um ltisu. Kisukóngur kveður uppúr og segir: „Ég er kóngur allra katta og aldrei hefi ég sofið á heyi. Á hörðum kerhlemm- um hef ég og mínir mátt sofa við misjafna drauma. Mjá mjá mjá. Hvað finnst ykkur kettir. Svarta ltisa sem rekin var burt íyrir matvendni, hvar sefur hún nema á mjúku heyi og fær mjólk í þokkabót. Mjá, mjá, hvað segið þið góðir lcettir." „Mjá“, segja þeir samþykkjandi. „Eigum við ekki að reka svörtu kisu burt eftir heyi handa mér“, segir kóngur. „Og mér og mér“ mjálma kettirnir. . „Ég get ekki borið svo milcið hey“, svarar kisa, „ég er svo lítil.“ „Það er bezt jju saikir bara banda niéru, segir kóngur. „Ég er hvort sem er mikilsverðastur" (Og nú verður hann snögglega byrstur). „Snautiði að gómsætinu ykkar áður en það súrnar í skálunum.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.