Þjóðviljinn - 23.12.1964, Blaðsíða 59

Þjóðviljinn - 23.12.1964, Blaðsíða 59
A einhvern hátt verð ég fið eySa jólakvöldinu. AÐ ER EKKI langur tími liðinn írá þvi ég sat í sól- skininu og nú er kolniðamyrk- ur. Eitt andartak dettur mér í hug að fara og safna saman þurru grasi í bambusrjóðrinu, en gef það upp á bátinn þeg- ar í stað. Ég hefði átt að gera það fyrr, en nú er komið myrkur. Sólarlagið hafði tekið hug minn fanginn. Guð minn góður, hve það er fagurt. Það skiptir heldur ekki máli, hvort ég fæ mat í kvöld eða ekki. Enginn má ganga svangur til sængur á jólanótt, er sagt heima. En ég get farið að sofa. Vissulega get ég það. Ég get gert hvað sem ég vil. Hinir hljóta að vera komnir af fjalli og komnir heim: Nú sitja þeir í Shiengrai og halda jólin há- tíðleg. „En það bar til um þessar mundir þá er Kyrení- us var landstjóri á Sýr- landi...” Hvar stendur þetta? Hjá Matteusi? Nei, það getur ekki verið, það var hann, sem skrifaði að Jósef hefði haft í hyggju að stinga af frá Mar- íu þegar hann vissi að hún var ólétt. Markús er það held- ur ekki, held ég, það hefði ekki verið samboðið virðingu hans að styðja „að fóstur henn- ar er af heilögum anda get- iö”. Það var einmitt þetta at- riði, sem fékk mig fyrst til að efast. Það var vegna töflu um meðgöngutíma dýra er birtist I bændaalmanakinu: Hestar 336 dagar, kýr 280, konur 277 ... Og svo reikna ég. Það voru 277 dagar frá boðunardegi Maríu til jólakvölds. Já, þá hiýtur það að vera Lúkas. Jú, Lúkas er það. Það sem stend- ur skrifað hjá guðspjallamann- inum Lúkasi f öðrum kapítula: „og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefur vel- þóknun á”. Guð veit hvað hann átti við með þessu: mönn- um, sem hann hefur velþókn- un á. Ú SÁTU HINIR og gerðu sér glaðan dag með steik og rauð- víni í Shiengrai, — allan dag- inn hef ég setið og hugsað um félaga mfna þá Strit og Mays- en. Hvernig líðut þeim nú? Auðvitað veit ég að þeim lfður vel. Þeir halda jólin hátíðleg með góðu fólki f Bankok. Nú sitja þeir með gæsasteik, rauð- kál, möndlukökur, kertaljós og jólagreni, sem komið hefur með flugvélum SAS. Rauðvfn- ið, sem þeir drekka, ætluðum við að drekka hér. Af hverju flýttu þeir sér svona niður. Ætli það hafi verið hugsunin um rauðvfnið, er rak á eftir þeim? Tilfinningasemi, jóla- kvöldstilfinningasemi gagnvart góðum mat og þægindum? Guð hjálpi oss! Var ég orðinn til- finningasamur? Tilfinninga- samur? Var ég það? Nú er ég víst neyddur til þess að éta hafragrjón. Ég fæ vfst aldrei bölvaðan eldinn til að lifa. Hafragrjón! — Já, þau hafa þeir ekki tekið með sér ofan eftir í misgripum, en á hinn bóginn gleymt allri þurrmjólkinni. Ef ég nú bryti súkkulaði niður f smábita og eetti þá út í sjóðandi mjólk, gæti það ef til vill orðið að kakói. Þetta er nú nokkurs konar afmælisdagur. En til til þess þarf líka eld. Ef ég hefði ekki sagt nei við höfðingjann. Hann hafði verið svo vingjarnlegur að koma til mín og gefa mér í skyn, „að það væri ekki gott fyrir mann að vera einn”. Hann kom eins og guð almáttugur og sagði: „Ég mun fá þér fylgi- konu”. Hann hafði dóttur sína með sér. „Þú getur haft hana eins lengi og þú vilt dvelja með okkur”. Hún er vel af guði gerð, liðlega vaxin, grönn, falleg, en af henni er stæ’kur þefur af svita og óhreinindum. Það er af þeim öllum. Þær þvo sér aldrei, þvf að þær halda að annars muni sálin yfirgefa Ifkamann. Hún brosti til mfn iósrauðum vörum. Ef hún hefði aðeins verið hrein, þá hefði ég ef til vill gleymt að ég var giftur og þá hefði ég nú haft eld — og mat. JÁ ÉG BOÐA yður mikinn fögnuð .......1 Ég hef geymt kjötbita til kvöldsins, nei, tvo. Kjöt og baunir. Nei, engar baunir 1 kvöld. En kjöt og karrý, sterkt til þess að taka bragðið af hrísgrjónunum. Þau eiga að vera heilnæm, þessi sérstöku rauðu hrísgrjón, vítamín-rík, en þau eru vond á bragðið þó ekki sé meira sagt. Það versta er að ég get heldur ekki fengið kaffi. Jósef og María fengu ekki gæsasteik og rauðvín. Ef til vill dálítið af víni og köld hrísgrjón. María drakk heldur ekki kaffi eftir barnsburðinn með ljósmóðurinni. Aður en ég veit af sit ég og syng Heims um ból, helg eru jól, eins og Mahalia Jack- son. Guð minn góður hvað maður verður angurvær, f stað þess að sitja við Jólatré og láta sér líða vel, sat ég hér og gat ekki fengið eldinn til að -lifa. Kertaljós og barns sálir, enginn svangur f rúmið, jól hinna einstæðu og fram- takssamar kerlingar, sem snú- ast f kringum lúsuga flækinga og einmana gamalt fólk, sem er bundið við hjólastól eða rúm og útvarpið, sem tilkynn- ir: „Þ!ð skuluð ekki vera sorg- bitin, þið skuluð ekki vera einmana. Við erum hjá ykkur. Miklir listamenn fóma jóla- kvöldinu fyrir ykkur.” Manni verður flökurt af öllu þessu. Matur einu sinni á ári, sæl- gæti, englar, hálmkörfur og jólasveinar og kertaljós á prestsetrinu. G HEF GLEYMT hvar ég er staddur, gleymt að ég er alltaf undir eftirliti. Alveg eins og þegar ég sat í fang- elsinu og fangavörðurinn kom með stuttu millibili og gægð- ist inn um gatið á hurðinni. Þá söng ég „Nobody knows the troúbles I‘ve' seen”. Varð- maðurinn reif upp hurðina og kom þjótandi inn og spurði, hvort ég væri veikur. Nú heyri ég þrusk f Gohrfólkinu á bak við bambusvegginn og það rennur upp fyrir mér að ég sit inni í dimmum kofa í frum- skóginum. hvort hann er f La- os, Thailandi eða Burma, það veit enginn. Það er jólakvöld og ég fæ ekki eldinn til að lifa. Þeir hafa áreiðanlega skilið söng minn, sem upphaf á einhverri helgiathöfn. Eng- inn þeirra heldur að ég sé veikur. Þeir búast frekar við að á hverri stundu hefji ég dans á bambusgólfinu. Ég hef oft hugsað um, hvort þeir sjái í myrkri eins og kettir. Nú kemur einhver við bamb- ustjaldið. Ég sit grafkyrr og hlusta, án þess að snúa mér við. Nú er tjaldið dregið til hliðar og logandi viðartág er kastað að eldstæðinu. Ég legrst á hné og legg fleiri tágar yfir eldinn og blæs og blæs, eins og ég hef séð snáðana f þorp- inu gera. Askan rýkur upp og leggst eins og ský um kofann, yfir hrísgrjónin og opnar nið- ursuðudósirnar. Ég er svo nið- ursokkinn f starfið að ég tek ekki eftir þvf, að Ah Röh kem- ur inn og se?t við hlið mér. Þegar ég lit upp mæti ég bros- andi augum hans. Hann tekur bambusrör, stingur því á milli glæðanna og blæs. Innan stundar logar eldurinn glatt. Ég vildi gjarnan Iíta 1 skfn- andi augu Mayitas f kvöld. — Ah Röh situr og blaðar í teikningunum mínum. Við og við lítur hann upp og hlær með skfnandi augum. Ég verð að !áta mér nægja skfnandi augu hans í kvöld. Það er þægilegt að hafa hann nálægt sér. Ég vildi gjarnan þakka honum, en f Gohrmálinu er ekkert orð til vfir þakklæti. H RÖH situr andspænis mér brosir og hlær. Hann vænt- ir ekki þakklætis. Hann veit ekkert um „Frið á jörðu”. Ég kem frá hinum kristna heimi, eem búið heíur við styrjaldir eða f skugga styrjalda, eins Framhald á bls. 60.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.