Þjóðviljinn - 23.12.1964, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 23.12.1964, Blaðsíða 27
seglr Blume veiðimálaatjóri, að auka afraksturiun enn svo, að hann verði orðinn tvöfalt meiri árið 1970 en hann var í fyrra. Þyngdin 5-faldast á átta mánuðum Eins og fyrr segir, eru vötn- in í Peitz á fjórða hundrað talsins og af ýmsum stærð- um, en öll svipuð að dýpt: 80 sentímetrar til einn metri. Það þykir hentugt dýpi; í Vorhlýindunum hitnar vatnið fyrr en þar sem lengra er til botnsins. Tegundir vatnafisksins eru margar og hver einstök er í eldisstöð, tjörn eða vatni, út af fyrir sig; ungviði er komið á legg í einu vatninu, en nytvjafiskurinn er alinn í öðru. Til dæmis er karpinn alinn i einu 50 hektara vatni þar til hann hefur náð 250 gramma þyngd. 1 stóra vatnið sem fyrr var nefnt er 400 þúsund körpum sleppt í febrúarmán- uði ár hvert. Þá vegur hver fiskur um 400 grömm, en vor- og sumarmánuðina er hann alinn svo og fitaður, að hann vigtar um 2 kíló þegar að veiðitímanum er komið í október. Fiskurinn hefur með Öðrum orðum fimmfaldað þyngd sína á þessum 8 mán- uðum í eldisvatninu. Ekki veitt á steng- ur eða í net Og þarna í Peitz er fiskur- inn ekki veiddur á stengur eða í lagnet eða með ádrætti, heldur eru vötnin einfaldlega tæmd í grunna stokka, tveggja til þriggja metra breiða, og þar er lifandi fiskurinn tek- mn, hvort sem er til frekara eldis eða „slátrunar". 1 stóra vatninu, þessu sem er 165 hektrar að flatarmáli, vinna 25 menn að „veiðinni“ og ljúka henni á tveim dög- um. Þá skiptir aflinn mörgum hundruðum tonna. Á þessu hausti voru veiði- dagarnir þarna þriðjudagur- inn 13. og miðvikudagurinn 14. október og þá varð feng- urinn miklu meiri en hann hefur mestur orðið áður, enda Var veður mjög ákjósanlegt til fiskiræktarinnar í Þýzka- landi s.l. sumar, hlýindi mikil ~~ gott sumar er fiskiræktinni tyrir mestu, segir Hans Blume. En Peitz er ekki aðeins mik- il fiskeldisstöð, heldur lílca stærðar andabú, ef svo má að að orði komast. Andarækt var hafin þarna fyrir fáum árum í nánum tengslum við fisk- eldið og í þeim tilgangi fyrst og fremst að auka afrakstur þess — aflann. Það þykir sem sé ekkert vafamál að anda- uppeldið sé fiskiræktinni til góðs; fugladritið er hinn bezti áburður fyrir svif og gróður í vötnunum og jurtasvifið er sú fæða sem vatnafiskurinn næz-ist á. Þama í Peitz eru endurnar aldar allt frá því þær koma úr egginu pínulitlir hnoðrar og þar til fuglunum er slátr- að 60 daga gömlum. Nokkur hluti fuglastofnsins er alinn til eggjaframleiðslu; hver önd verpir að meðaltali 120 eggj- um á ári og úr þeim fást til jafnaðar 80 ungar. 5—10% af ungunum drepast, 90—95 af hundraði komast á Iegg. Andafjöldann í fiskiræktar- stöðinni má marka af því, að 20 þúsund endur eru hafðar á stærsta vatninu, sem oft hefur verið nefnt hér að fram- an. Vinsælir réttir á jólaborðið Það er fallegt í Peitz á góð- um og björtum sumardegi og friðsæld mikil við vötnin í skóginum. En kyrrðina má auðveldlega rjúfa — það er ekki annað en að heimsækja andanýlendurnar þarna á vötnunum — fuglarnir þegja svo sannarlega ekki þegar þeir eru komnir þúsundum saman í hópa. Blume og samstarfsmenn hans nota flabytnur með ut- anborðsvélum til ferða um vötnin, og þeir þurfa æði oft að ýta kænunum á flot til umsjónar og eftirlits með fuglum og fiskum. En svo grunn eru vötnin, eins og fyrr var að vikið, og botngróður- inn mikill, 'að nauðsynlegt er að nota utanborðsmótora sér- stakrar gerðar, vélaröxullinn leikur á hjörum og liggur lá- réttur í bátnum þegar kyrru er haldið fyrir en skrúfunni difið í vatnið rétt undir yfir- borðið þegar lagt er af stað. Þeir Peitz-menn höfðu sjálfir gengið frá þessum vélarbún- aði á verkstæðum sínum. Þegar um vötnin er dólað á kænunum sést vel hvernig karpinn lyftir sér í vatns- skorpuna og stekkur upp eitt eða tvö fet, svo að glitrar á silfraðan fiskbolinn í sólskin- inu. Fiskur þessi virðist vera allmikill um sig miðjan, ekki elns rennilegur og fiskurinn sem við eigum að venjast í ám og vötnum á Islandi, en Þjóðverjum þykir hann hið mesta lostæti og í Þýzka- landi víða þykir karpinn jafn sjálfsagður á borðum á jólum og um áramót eins og rjúpur þykja ómissandi á þessum stórhátíðum á mörg- um íslenzkum heimilum. Og talsverður hluti aflans í Peitz er geymdur til jólahá- tíðarinnar, þó að veiddur sé um miðjan októbermánuð. Trúlega er andasteik líka víða á borðum Þjóðverja um jóla- hátíðina — endur og vatna- fiskur frá fiskiræktarstöðinni Peitz, sem minnist 400 ára starfs á næsta ári. \ I. H. J. Hofið vex þvottoefnin óvollt við höndino. vex leysir vondonn við uppþvottinn hreingerninguna og fínþvottinn. vex fer vel með hendurnar og ilmor þægilega. vex þvottaefnin eru bexto húshjólpln. vex fæst i naestu verxlun. Fer vel með hendurnar, ilmar þægilego rsjöfn) J ÓL A-BL AÐ —i 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.