Þjóðviljinn - 23.12.1964, Blaðsíða 79
þetta mjög athyglisvert. Þetta
cndurtó'k sig nokkram sinnum
og alltaf gat ég mér rangt
til, og einmitt þetta vakti mér
hugsanir, sem ollu því, að ég
fór allur að titra aftur, hjart-
að að berjast ákaft í brjósti
Jnér.
Þó var það ekki ótti, sem
olli því, heldur birta af nýrri
Von. Þessi von vaknaði að
nokkru leyti upp af endur-
minningum mínum, en að
íokkru leyti stafaði hún af
þessum athugunum. Égminnt-
ist þess hve margt hafði rek-
iö á f jörur í Lófæti, sem röst-
in hafði gleypt, og síðan skil-
að aftur. Langflestir af þess-
Jim hlutum voru rifnir og tætt-
ir, slitnir í tætlur, — en ég
mundi það greinilega, að sum-
ir voru alveg óskemmdir. Nú
Virtist mér þessi munur gæti
stafað af því, að það. sem illa
Var útleikið, hefði farið í kaf,
— en hitt hefði borizt inn í
svelginn svo seint, eða fallið
svo hægt, að það hefði ekki
komizt til botns fyrr en skipti
"Um straum. Mér fannst það
iíklegt, hvort heldur sem um
Væri að ræða, að þessir hlut-
ir hefðu þyrlazt upp á yfir-
korðið og sloppið þannig hjá
þvi að tætast í sundur. Ég
gerði líka þrjár merkar athug-
anir. Hin fyrsta var sú, að að
öðru jöfnu fóru hlutirnir því
hraðar niður á við, sem þeir
voru stærri, önnur, að af
tveimur jafnstórum hlutum og
jafnþungum, fóru hnöttóttir
hlutir hraðar en nokkrir aðr-
ir, þriðja athugunin var sú,
að af tveimur jafnstórum
hlutum fór sívalningur lang-
hægast. Eftir að ég komst af
hef ég oft talað um þetta við
gamlan skólastjóra hérna í
héraðinu. Hann sagði mér, þó
að ég hafi nú gleymt hvaða
orð hann hafði um þetta, að
þessi athugun mín hefði verið
laukrétt, og hann sýndi mér
hvernig sívalningur, sem synd-
ir í hringiðu, veitir meira við-
nám við sogandanum og sog-
ast hægar inn í hana en nokk-
ur álíka fyrirferðarmikill hlut-
ur, sem hefur aðra lögun.
Enn var eitt, sem studdi
þessar athuganir ágætlega og
hvatti mig til að fara eftir
þeim, og það var það, að við
hverja hringferð fórum við
ýmist framhjá tunnu, eða
siglurá eða siglu af skipi, en
margir af þessháttar hlut-
um, sem höfðu verið okkur
samflota þegar ég fyrst opn-
aði augun fyrir þessari furðu-
sjón, sem svelgurinn var, voru
Framhald á bls. 80.
CUDO
Merkið sem nýtur trausts
Glerið sem hentar íslenzk-
um staðháttum
Tvöfalt CUDO-gler.
CUDOGLER H.F.
Skúlagötu 26-símar
12 05 6 - 20 4 56
Kynnið yður gæði og stílfegurð
Valbjarkar
húsgagna
Vandið valið:
Ef þér prýðið heimili yðar með húsgögnum
frá VALBJÖRK, þá hafið þér valið rétt.
VALBJÖRK fékk viðurkenningu fyrir húsgögn
á Iðnsýningunni í Reykjavík 1952.
í VALBJARKAR-húsgögnum sameinast:
NOTAGILDI OG FEGURÐ.
Enda útfært í nýjustu tízku úr völdu efni.
VALBJARKAR-húsgögn fara því sigurför
um landið-
Hiísgagnaverksmiðjan
Valbjörk h.f.
AKUREYRI.
öskum öllu starfsfólki okkar og
viðskiptavinum gleðilegra jóla og
farsæls komandi árs.
Hraðfrystihús
Keflavíkur h.f.
Keflavík.
JÖLABL AÐ-J79