Þjóðviljinn - 23.12.1964, Blaðsíða 66
Brauðið helga
Austfiriingar
□ Hafið hugfast að samvinnuverzlun borgar
□ sig bezt.
□ Það er hagkvæmt að verzla í eigin búðum.
Kaupfélagið Björk
ESKIFIRÐI.
Munið að vér erum ætíð þjónar viðskiptavinarins.
Þökkum viðskiptin. Gleðileg jóll
Gott og farsælt komandi ár!
Kaupfélag
Austfiröinga
SEYÐISFIRÐI.
Framhald af bl3. 82
Af blindri eðlishvöt lagðist
hann á hnén í eiiin básinn og
fór að sjúga kúna. Hvílík
sæla! Hvílík nautn! Hann hló
vitfirringslegum hlátri, skyndi-
lega ofsaglaður. Fjósið fór
ekki til Vítis. Hann þurrsaup
júgrið, varð saddur og vitk-
• aðist smátt og smátt.
Þólfur reis á fætur Qg
blygðaðist sín. Samvizkan rqff
hann og sleit. Aldrei fyfí
hafði hann mjól'kað annarra
manna kýr í leyfisleysi. Aldrei
framar mundi hann gera það.
Fremur deyja.
Undir morgun bjóst Þólfur
til ferðar. Þá tók hann brauð-
ið helga úr sekknum, lagði
hendur yfir það í myrkrinu
og bað til Guðs, bað um fyrir-
gefningu synda sinna. Hann
komst leiðar sinnar óséður.
Þólfur Ölafsson gekk einn
dag enn og langa tunglsskins-
nótt, hvíldarlaust. Kýrin, sem
hann saug, hlaut að hafa ver-
ið nýbæra. Mjólkin var svo
staðgóð. En í hvert skipti, sem
gamli stríðsmaðurinn hugsaði
til þess, fékk hann óbragð í
munninn. Verra var þó að-
hafzt í hernaði. En það var f
óvinalandi.
Elskið óvini yðar. Hvenær
hafði hermaður elskað óvini
sína? Onei, Kóngsins stríðs-
maður hlaut að fara norður
og niður.
Veðrið var orðið mildara. 1
nótt breytti um átt með þíð-
vindi af fjöllum, eins og í maí.
Máninn leið fölbleikur í dökku
skýjaþykkni. Þólfi var létt í
skapi eins og hann væri á leið
til kolabrennslu f skóginum
eða til brúðkaupsveizlu í daln-
um. Var hann ekki á heim-
leið að ölafsbæ á fögrum há-
sumarmorgni ? Hann gleymdi
því, að hann var uppgjafadáti
þreyttur og kalsár göngumað-
ur og sárhryggur.
Það kom honum i hug, að
einhverntíma hlyti hann að
hafa verið ungur. En langt
hlaut að vera síðan sorgir og
áhyggjur voru ekki til.
Og þegar hann minntist
þess nú á göngu sinni, að
hann var einu sinni ungur
maður i föðurhúsum, gekk að
vinnu í Skóginum eða smiðj-
unni, eða þá hann var í trjá-
flutningum og sat á ækinu a
stjörnubjörtum vetrarnóttum
— þá varð honum að spyrja:
„Var þetta í raun og veru
ég?"
66~ JÓLABLAÐ
Framhald á bls. 88