Þjóðviljinn - 23.12.1964, Blaðsíða 9
um farmiða með járnbrautar-
lest og fimm dollara. Þetta
þykir réttvísinni hæfilegt
handa manni, sem á að hverfa
aftur til siðsamlegs og
heiðarlegs lífs í sam-
félaginu. Fangelsisstjórinn
fékk honum vindil, og kvaddi
hann með handabandi. Val-
entín, 9762, var strikað út af
skránni, og 'þessum orðum
hætt við síðast: „Landstjór-
inn náðaði hann“. Herra Ja-
kob Valentín gekk út. Úti var
, sólskin. Jimmy tók ekki eftir
tísti fuglanna, ilminum af
gróðrinum eða trjánum, sem
svignuðu fyrir vindinum, held-
ur fór hann beina leið inn í
kaffistofu. Þar fékk hann sér
steiktan kjúkling og flösku af
fauðvíni, og auk þess vindil
sem var heldur skárri en sá,
sem fangelsisstjórinn hafði
gefið honum. Svo gekk hann í
hægðum sínum yfir til járn-
brautarstöðvarinnar. Hann
fleygði hálfum dollar í blind-
an mann sem sat við hliðið,
og fór svo inn í einn vagninn.
Þremur tímum síðar fór hann
úr vagninum á lítilli millistöð.
Siðan ge'kk hann rakleitt inn
í kaffistofu Mike Dolans og
heilsaði Mike, sem stóð ein-
samall fyrir innan borðið.
»Mikill klaufaskapur var þetta
að láta þig sitja svona lengi“,
sagði Mike. „En við vorum í
t'andræðum með þessi mót-
ftiæli frá Springfield, og það
iá við sjálft að landstjórinn
léti sig ekki. Hvernig líður
Þér?“ „Ágætlega", sagði
Jimmy. „Veiztu af lyklinum
mínum?"
Hann tók við lyklinum og
íór upp til sín. Síðan opnaði
b&nn hurð að herbergi, sem
sneri út að húsagarðinum.
^*ar var allt með sömu um-
ftterkjum. Á gólfinu lá skyrtu-
hnappur leynilögreglumanns-
lns, sem sendur hafði verið
að handtaka Jimmy, og hafði
homið til handalögmáls milli
Þ®irra. Jimmy dró hverfi-
rúm sitt fram úr veggnum,
' °Pnaði leynihurð í vegginn,
haði í rykuga tösku og setti
hana á gólfið. Hann opnaði
^Öskuna, leit með aðdáun á
hinbrotstólin sín, svo fögur
ÉkA ... Hann opnaði leynihurð í vegginn, náði í
s/ rykuga tösku og setti hana á gólfið. Hann
opnaði töskuna og leit með aðdáun á innbrotstólin
sín, svo fögur og fín. Ekkert vantaði. Allt var
smíðað úr hertu stáli, allt af nýjustu gerð ...
og fín. Ekkert vantaði. Allt
var smíðað úr hertu stáli, allt
af nýjustu gerð: nafarinn og
sporjárnið og járnkarlinn, með
fjölbreyttum handföngum og
aukahlutum, lásfjötrar, renni-
borar og meitlar, ásamt tveim-
ur á'höldum, sem hann hafði
sjálfur fundið upp, og þóttist
mikið af. Hann hafði orðið
að borga meira en níu hundr-
uð dollara fyrir að láta smíða
þau hjá, — já, þar sem smíð-
að er handa þessháttar sér-
fræðingum, sem Jimmy var.
Hálftíma síðar fór Jimmy
ofan aftur og út um kaffi-
stofuna. Hann .var vel til fara
í fötum sem höfðu verið snið-
in og saumuð á hann, og hélt
á tösku sinni í hendinni. Það
sást ekki á henni eitt rykkorn.
„Áttu nú eitthvað annríkt?“
spurði Mike kumpánlega.
„Ég“, sagði Jimmy hissa.
„Hvað ertu að tala um? Ég
á nógu annríkt, ég sem er um-
boðsmaður Samsteypu kex- og
hrökkbrauðsverksmiðjanna“.
Þetta þótti Mike svo
skemmtilegt svar, að hann
bauð Jimmy upp á ávaxta-
drykk með mjólk út í, því
hinn síðarnefndi snerti aldrei
áfenga drykki þegar hann
starfaði að einkaiðju sinni.
Viku eftir að Valentín,
9762, var látinn laus, var
framið innbrot og smáþjófn-
aður í Riohmond í Indiana.
Ekki var stolið nema átta
hundruð dollurum. Tveimur
vi'kum síðar var opnað pen-
ingahólf, sem svo vandað var
að frágangi, að ábyrgzt hafði
verið, að það væri fullkom-
lega þjófhelt, og þjófnum
hafði veitzt þetta jafn auðvelt
sem að skera sneið úr osti.
Fimmtán hundruð dollurum
hafði verið stolið, en verðbréf
og silfurpeningar látnir ó-
enertir.
Nú fyrst fór lögreglunni að
þykja vandast málið. Og svo
gerðist það, að gömul kjall-
arahvelfing í banka i Jefferson
City tók að ókyrrast og
framdi innbrot á sjálfri sér
og spýtti út úr sér fimm þús-
und dollurum í seðlum beint
i framréttar hendur einhvers
óskilgreinds manns. Þegar
þetta fréttist, var sjálfur Ben
Price kvaddur til. Hann gerði
samanburð á framburði vitna
og þóttist af því mega draga
þá ályktun, að sami maður
hefði verið að verki í öll þrjú
skiptin, vegna þess hve margt
var líkt með vinnubrögðunum.
Ben Price fór síðan og skoð-
aði sig um á öllum stöðunum,
síðan sagði hann svo:
„Það er Jim Valentín og
enginn annar, sem þetta hefur
framið. Hann er kominn á
stúfana aftur. Sko þessa
margbrotnu læsingu. Hún hef-
ur verið opnuð jafn auðveld-
lega og gulrót er dregin upp
úr mold. Enginn nema hann á
svona fullkomin áhöld. Takið
eftir hve fallega er að þessu
farið. Hann borar aldrei nema
eitt gat. Líklega verð ég að
reyna að ná fundi herra Val-
entíns. Honum verður varla
sleppt lausum og því síður
verður hann náðaður ef við
náum i hann núna.“
Ben Price þekkti lagið á
Jimmy. Hann vissi að hann
var vanur að grípa tækifærið
eldsnöggt, draga sig svo í
hlé um lengri tíma, vera einn
á ferð og einn um hituna, og
sækjast eftir samvistum við
heldra fólk, — og allt þetta
í sameiningu hafði gefizt hr.
Valentín svo vel, að enn
vantaði hið fullkomna sönnun-
argagn gegn honum. Nú frétt-
ist að Ben Price myndi vera
á höttunum eftir þessum skör-
ungi í sinni mennt, og við það
varð ýmsum léttara, sem áttu
peningaskápa, sem enginn
þjófur átti að geta opnað.
Einn góðan veðurdag síð-
degis sté Valentín út úr lest-
arvagni með tösku sína, þetta
var í Elmore, litlum bæ, sem
er fjarri öllum almannaleiðum
í Arkansas. Jimmy sýndist
vera íþróttamaður og stúdent
að koma I sumarleyfi heim
frá háskóla sínum. Hann
stefndi beint í átt til hótels-
ins.
Ung stúlka fór yfir gang-
bautina og framhjá honum
inn um dyr sem á var letrað
„Elmore Bank“. Jimmy Val-
entín leit djúpt í augu henni,
og á samri stund var allt orð-
ið breytt. Hann varð að nýj-
um manni. Hún leit niður fyr-
ir sig og roðnaði upp í hárs-
rætur. Svona laglegan mann
hafði hún aldrei séð.
Jimmy sneri sér að stálp-
uðum dreng, sem stóð með
hendur í vösum og studdist
við húshorn bankans, og
spurði hann spjörunum úr um
bæ þennan og gaf honum tíu
sent við og við svo hann yrði
greiðari í svörum, og á þessu
gekk þangað til unga stúlkan
kom út. Hún lét sem hún sæi
ekki manninn og hélt leiðar
sinnar.
„Þessi unga stúlka, er það
Polly Simpson?11, spurði hann
drenginn af bragðvísi sinni.
„Nei, þetta er Annabel
Adams. Faðir hennar á bank-
ann. Hvaða erindi áttuð þér
hingað ? Er gull í þessari úr-
festi. Ég ætla að kaupa mér
hund. Eigið þér meira af tíu
sentum?“
Jimmy fór nú inn í hótelið
og skrifaði nafnið Ralph
M ... Jimmy stakk rósinni í vestisvasa sinn, fór
^ '' úr jakkanum og bretti upp skyrtuermarnar.
^alph Spencer var horfinn og Jimmy Valen-
*'n kominn í stað hans .. ww
Spencer í gestabókina. Svo tók
hann hótelþjóninn í forsaln-
um tali, og sagði honum af
högum sínum. Hann sagðist
hafa komið til bæjar þessa í
þeim tilgangi að stofna þar
verzlun. Vantaði kannski ekki
skóverzlun ? Ætli það væri
mi'kill vandi?
JÓLABLAЗ-9