Þjóðviljinn - 23.12.1964, Page 101

Þjóðviljinn - 23.12.1964, Page 101
Álfa-Árni Framhald af bls. 98. í Kr vinur prestur hans til í Árna og segir: „Illa gjör- i ir prófastur að kalla oss djöfla; guð mun láta hann ejá það með einhvörju teikni, annaðhvört á hönum sjálfum eður hans einhvörjum, að hann lýgur það, en far þú nú á stað Árni, þvi nú er Wium reisubúinn og vill ekki láta þig vita af, og skal eg fara með þér so komizt skaltu geta, jafnvel þó eg eigi örð- ugt með það.“ So um morguninn leggur Ámi af stað, hittir Wium, fer með hönum að Odda og jafn- vel upp á þing, síðan til Breiðabólsstaðar og meðte'kur þar sakramentið eftir prests skipun af þessum kaleik, hvörn enginn veit hvör þang- að hefur gefið, að sagt er, og verður so alheill, fer síðan austur aftur og finnur sinn gamla vin prestinn sem segir hönum þær fréttir að Björg dóttir sín sé önduð og hafi, þá hann tók sakramentið á Breiðabólsstað, fengið ógnar- lega sótt, legið síðan viku og valla nokkurn tíma haft so mikla ró að guð hafi um hjálp getað beðið. Nú sagði Árni prestur þessi hefði sína fyrri konu misst og væri giftur annarri aftur og kominn út í sömu ey og hann fyrri var í, og altíð segist Ámi, þá í eyjuna komi, sjá húsin og kirkjuna og getað talað við þennan karl, og margoft segist hann við hans embættisgjörð vera. En próf- astur sá sem sagði þetta djöfla vera, átti þess vegna það straff að fá að hans dótt- ir liggur mjög undmnarlega veik og enginn getur henni gott gjört. Einu sinni beiddi Árni prest að sýna sér álfanna biblíu eð- ur hvörnin þeirra trúarbrögð væri. Hann gjörir það og er þar fyrst um sköpun heimsins og allra hluta viðlíka og hjá oss, og um Adam og Evu, allt samstemma vorum biblíum, og so syndafallið. En soleiðis áttu álfarnir að vera fráskild- ir öðrum mönnum að eitt vatna átti að renna skammt frá sem Adam og Eva bjó, og var Eva eitt sinn að þvo sín hörn sem mörg voru, og hafði ekki þvegið nema eitt eður tvö. Þá kaliar guð til hennar, en hún varð hrædd og heldur þessum bömum sem þvegin voru, en hin skilur hún eftir. Þá átti guð að segja til henn- ar: „Áttu ekki fleiri böm en þetta?“ „Nei", segir hún af hræðslu. Þá svarar guð: „Það sem á að vera hulið fyrir guði skal fyrir mönnum hulið vera“. Síðan hvörfu þessi börn sem óþvegin vom frá henni og sá hún þau ekki meir. Þau voru eklci mörg allt til syndaflóðsins, þá fóru þau um syndaflóðið inn í einn hellir og lét so sjálfur guð aftur dyrnar hellisins. Síðan hefur það mikið fjölgað. Lög- málið hefur það lfkf sem vér, trúir á Kristum sig endurleyst hafi, so og á heilagan anda, allt viðlíkt og vér, so þess trú er sem vor trú. Soleiðis tal- aði Ámi þar um. Hann vildi kaupa þeirra biblíu, en fékk öngvan veginn og segir hann þessi prófastur sé sinn virkta- vinur og gjöri sér margt gott. Að Árni var mjög forundrun- arlega veikur vissu allir er nærri hönum voru, og enginn þóttist þvílíkan veikleika séð hafa, so og sáu þeir stundum Björg, þá fyrst til hans kom, og margoft prestinn, en hvað var kunnu þeir ekki að segja nema hvað margir meintu eins og prófastur, að það væri fjandinn er tú hans kæmi. Árni sagðist ef vildi hefði getað komið með sér öðrum manni í kunnáttu við þennan prest, því hann væri góð- mannlegur maður, hægur og ljúfur, en þó orðinn mjög við aldur. Þetta er fyrir fáum ár- um skeð, í tíð Wium sýslu- manns, og so lyktar þetta Árnahjal eftir hans sjálfs minni skrifað 1752. (Úr Álfariti Ólafs í Purkey). HIN HEILAGA KÝR ÞaS er sagt að hvergi sé kúamjólk lélegri til nfhiin- eldis en í Indlandi. Kemur það til af því, að kýr verða að jafnaði ellidauðar þar í landi og kúakynið því rýrt og úrkynjað. Kýrin er eins og kunnugt er álitin heilagt dýr í Indlandi og var það til skamms tíma dauðasök að drepa kú, en varðar nú ekki nema nokkurra ára fang- elsisvist. Það þykir einnig í fyllsta máta óviðeigandi að hirða dauöa kú, og er leðuriðnaður ekki talinn heiðurs- mönnum samboðinn. í Indlandi eru nokkrar miljónir nautgripa eða um þriðjungur alls nautpenings i heim- inum. BRUNATRYGGINGAR á húsum í smíyum, véEum og áhöldum, efni og lagerum o. fl. Heimistrygging hentar yður Heimilistryggingar Innbús Vatnstfóns Innbrofs Glertryggingar TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR“ LINDARGATA 9. REYKJAVlK SlMI 2 1 260 SlMNEFNI , SURETY SKRlTLA Bergensbúi, sem var að ganga í herþjónustu, kom í læknisskoðun. Er nokkur sinn- isveiki í ætt yðar? spurði læknirinn. Já, frændi minn er sagður eitthvað bilaður. Hvernig lýsir það sér? Hann flutti frá Bergen til Osló. ÞA-D BORGAR SIG AÐ KftUPfl JÓLABLAÐ-101
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.