Þjóðviljinn - 23.12.1964, Blaðsíða 62
Úr þjóðarbúskapnum Tímarit um efnahagsmál
gefið út af
Framkvæmdabanka Islands
SÖLUUMBOÐ:
BÓKAÚTGÁFAN HELGAFELL
□ Samvinnuverzlun tryggir yður sanngjarnt verðlag.
Q Verzlum með allar innlendar og erlendar
voru-
tegundir.
GL£ÐILEG JÖL! Farsælt komandi ár. Þökkum sam-
starfið og viðskiptin á því liðna.
Kaupfélag
Steingrímsfjarðar
Hólmavík.
62 JÓLABLAD
járn til smiðjunnar í Brunn-
flá. Kjell sat á ækinu og var
i sauðskinnsúlpu. Allt í einu
leit hann undan og fór að
horfa á eitthvað. Þá sætti
Þólfur lagi og laumaðist
fram hjá honura. Hann þorði
ekki að hitta Kjell og fá frétt-
ir að heiman. Hann óttaðist,
að þær væru ekki góðar. Þólf-
ur vildi ekkert vita, fyrr en
hann kæmi alla leið heim að
Ólafsbæ. Nógur tími að syrgja.
Nú tók hann að hlaupa,
hokinn í herðum, eins og hana
væri að brjótast gegn stormi
og haglhríð. Síða hárið héklc
í sneplum niður á hála. Grá,
hvöss augun störðu undatt
loðnum brúnum. Gular augn-
tennur hans gengu fram yfir
neðri vörina. Hann minnti á
gamlan, horaðan úlf. Sálarlíf
hans var að komast niður á
svið skynlausrar skepnu. Á-
fram, áfram yfir fjöll og firn-
indi, ísa og eyðisléttur hafði
hann gengið með þá einu þrá
í brjósti að seðja hungur sitt.
Hann leit snöggvast um öxl
og sá sporin sín. Þau voru
rauðdílótt. Var honum að
blæða út niður x snjóinn?
Litlu síðar laumaðist Þólfur
með næfrasekk sinn á öxlinni
heim að fjósi Stjernskjölds
sálaða kóngsbónda. Hanil
hafði um stund fundið sterk-
an reykjarþef, og allt í einu
skaut herragarðinum upp rétt
fram undan honum, eins og
svötum hamravegg í hvítri
auðninni. Ibúðarhúsið sneri út
að Stórasjó. Hann gaf sér eklci
tíma til að athuga, hvort Ijós
væru í stofunni. Nú var um
lífið að tefla.
Silfurhvítt tunglsljós skein
inn um rifu og féll á tröðina.
I fyrstu sá hann ekkert. Hann
losaði ísströngla úr skegginu
og lét augun venjast myrkrinu.
Hann stóð hreyfingarlaus inn-
an við dyrnar til að styggja
eikki skepnurnar. Hann heyrði
uxann stappa á gólfið og
stanga vegginn. Vonandi var
enginn fjandans vökumaður í
fjósinu. Engin hætta! Hann
gekk varlega eftir Ijósrákinni,
steig í volga mykju og fann
ylinn leggja um sig allan.
Hvílík sæla!
Sulturinn sagði til sín á ný
með ofsjónum. Fjósið með
honum og öllu saman sökk I
jörð niður með braki og brest-
um. Gulir brennisteinslogam-
ir teygðu sig inn um hverja
glufu. Hann var á leið til Vít-
is, hungrið þrýsti innýflunum
upp í háls. Hann reyndi í of-
boði að handsama garnirnar.
Framhald á bls. 6ð