Þjóðviljinn - 23.12.1964, Blaðsíða 74
SUPPFELAGIÐ í
REYKJAVÍK H.F.
Simar: 10-12-3 (5 línur). Símnefni: Slippen.
VERZLUNIN:
Skipavörur — Byg^ingavörur — Verkfæri o.fl.
TIMBURSALAN:
Trjáviður til skipa og Kúsa.
MÁLNINGARVERKSMIÐJAN:
Hempelsmálning til skipa og húsa.
Vitretexmálning (PVA), innan og utanhúss.
VÉLAHOSIÐ:
Fullkomnar vélar fyrir alls konar trésmíði.
m
I
REYKJAVÍK H.F.
SKIPSTJÓRAR - ÚTGERÐARMENN
SPARIÐ
GJALDEYRI!
Látið innlendar
. skipasmíða-
stöðvar smíða
fiskibáta yðar.
Berið saman út-
lend tilboð og
tilboð frá oss,
um verð og af-
greiðslutíma.
Getum smiðað inni í húsi allar stærðir og gerðir af bátum úr eik
BÁTALÓN H.F.
og furu, fra litlum opnum bátum upp í 150 rúmlesta þilfarsskip.
Hafnarfirði — sími 50520.
I ROSTINNI
74 — i ÓLABLAÐ
Framhald af bla. 73.
þarna.“
Af þvi, sem ég hafði lesið
um þessa röst, hafði ég enga
rétta hugmynd getað gert
mér um hana. Lýsing Jónasar
Ramus, sem líklega er ýtar-
legust, kemst hvergi nærri þvi'
að lýsa mikilfenglei'k og ægi-
valdi þessa náttúrufyrirbæria,'
sem er svo einstætt og lygi-
legt, að áhorfandinn trúir
varla augum sínum. Ég veit
ekki frá hvaða stað þessi rit-
höfundur hefur horft á röst-
ina, né i hvaða veðri, en það
hefur hvorki getað verið frá
tindinum á Hælsegg, né 1
stormi. Samt eru kaflar í frá-
sögn hans, sem vert er að
geta um, þó að lýsingin í heild
nái skammt og sé næsta
bragðdauf.
„Milli Lófóts og Moskeyjar",
segir hann, „er hafdýpið frá
36 til 40 faðmar, en hinu-
megin, í átt til Vereyjar,
grynnkar svo mikið, að varla
er fært skipum og geta þau
strandað þar í logni. Með
flóði verður ákaflega harður
straumur á sundinu milli landa
og eyjar, en með útstreymi
fellur sjórinn með þvílíkum
ofsa og gný, að það er ein3
og þegar hæst lætur í flúðum
og heyrist langar leiðir, og
iðugígarnir verða svo stórir
°g djúpir, að hvert skip, sem
nálgast þá, hlýtur að sogast
til botns og brotna þar í spón,
en þegar aftur hægist um og
sjórinn verður sléttur, flýtur
brakið uppi. En aldrei kyrr-
ist þarna nema á mótum flóða
og fjöru, og þegar logn er að
auki, og aldrei lengur en
fjórðung stundar, síðan ferað
ólga aftur. Þegar stórstreymt
er og stormur að auki, er
háskalegt að koma nær röst-
inni en í einnar norskrar mílu
fjarlægð. Bátar og skip hafa
sogazt inn í hana ef þau gættu
ekki að sér. Það kem-
ur líka oft fyrir, að hvalir
lenda I röstinni og ýlfri þeirra
og gelti og árangurslausum
tilraunum til að losa sig úr
þessum fangbrögðum verður
ekki með orðum lýst. Einu
sinni ætlaði björn að synda
frá Lófót til Moskeyjar, en
röstin tók hann og dró hann
niður, en hann öskraði ógur-
lega svo að heyrðist í land.
Stórir stofnar af furu og greni
sem lenda í röstinni, koma
aftur upp svo tættir að utan,
sem væru þeir vaxnir hárum.