Þjóðviljinn - 23.12.1964, Blaðsíða 47
JÓN BÖÐVARSSON, eand. mag.
i
HUGLEIÐINGAR
VEGNA
ALDARAFMÆLIS
böguglaumnum
breyt í vöku og starf.
Um fertugsaidur gerðist Einar „fjármálamaður", stór
og alþjóölegur í sniðum. Þar var gæfan honum ekki
hliðholl. Leiddist hann þá lengra af alfaravegum, gerð-
ist dulhyggjumaður og íslenzkur „imperíalisti“, setti í
fullri alvöru fram kröfur um umráöarétt íslendinga yfir
Grænlandi. í Herdísarvík var einangrun hans fullkom-
in og þar dó hann. Ársþriðjungi síðar lauk aldalangri
einangrun íslands. Þjóðin var nauðug sett í þá deiglu,
sem hún hefur verið 1 síðan. Frá því vori hefur íslenzki
fáninn aldrei verið hinn stóri, sterki í landinu.
Samt er síðasti aldarfjórðungur mesta framfaraskeið
í atvinnusögu landsins. Þjóðlífsbylting hefur orðið.
En fræðslukerfi okkar býr svo um hnútana, að fólk,
sem mótazt hefur eftir 1940, veit fátt um sögu þjóð-
innar frá landshöfðingjatímabilinu til síðari heims-
styrjaldarinnar. Þessi tími er svo órafjarlægur, að flest-
ir fslendingar vita meira um kristnitökuna, lok þjóð-
veldisins, siðaskiptin og upphaf sjálfstæðisbaráttunnar
á 19. öld en Valtýskuna, uppkastið og áhrif heimsstyrj-
aldarinnar fyrri hér á landi. Spor Einars Benediktsson-
ar í athafnalífinu eru máð. Því er von, að minningin
um ævi hans hverfi í móskuna. Meira að segja þjóðsög-
urnar um fjármálabrellur skáldsins hafa tapað nokkru
af gliti sínu vegna þess, að fátæktin er ekki jafn þjak-
andi farg á mönnum og fyrr.
En hafa kvæöi hans sætt svipuðum örlögum?
Ég vildi gjarnan segja, að skáldskapur Einars hafi
skotið djúpum rótum í hug fólksins, að trú hans á þjóð-
erniö og ást hans á tungunni sé þjóðareign. En það
er ekki. Ljóð hans virðast ekki miklu kunnari en ævi-
ferin hans.
Einar geldur þess, að margt í kveðskap hans er tíma-
bundið. Kvæði eins og Strandsiglingu yrkir enginn
Framhald á bls. 49.
Frá afhjúpun minnisvarða Einars Benediktssonar.