Þjóðviljinn - 23.12.1964, Blaðsíða 87
Sönnunin
OPAL h/f Sœlgœtisgerð
Skipholti 29 - Sími 24466
Félag járniðnaðarmanna
óskar öllum félögum sínum
og öðrum velunnurum
Gleðilegra jóla
Framhald af 11. síðu.
vissi ekki af neinu fólki í
kring um sig. Hann tók upp
hvert tólið af öðru úr tösk-
unni, fagurt og stálkalt, með
skjótum, öruggum handatil-
tektum, og blístraði lágt eins
og venja hans var, þegar
hann hafði eitthvert verk fyrir
stafni. Fól'kið horfði á hann
og hafði ekki af honum aug-
un, steinþegjandi, grafkyrrt,
eins og töfrum slegið.
Bezti nafarinn hans smaug
stálið á skemmri tíma en mín-
útu. Að tíu mínútum liðnum
opnaðist hurðin, oghann hafði
aldrei verið svona fljótur.'
Barnið var að því komið
að missa meðvitund, en hún
var óskemmd, og móðir henn-
ar tók hana upp og vafði hana
örmum.
Jimmy Valentín fór í jakk-
ann sinn og gekk til dyranna.
Honum heyrðist rödd, sem
hann hafði einhverntíma
þekkt, kalla Ralph, en hann
leit ekki við.
Hávaxinn maður stóð við
dymar og varnaði honum út-
göngu.
„Komdu sæll, Ben“, sagði
Jimmy, og brosti meira að
segja. „Nú náðirðu loksins í
sönnunargagnið, býst ég við.
Þá skulum við verða samferða
héðan. Enda má nú einu gilda
um allt.“
En Ben Price lét ekki
standa á svari, og svarið var
nokkuð ólíkt því sem við mátti
búast:
„Yður skjátlast, herra Spen-
cer. Ég þekki yður ekki, við
höfum aldrei sézt. Ég sé að
vagninn þama bíður eftir yð-
ur“.
Og Ben Price sneri sér við
og fór.
ÍÖLABLAÐ — 07