Þjóðviljinn - 23.12.1964, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 23.12.1964, Qupperneq 5
Þessl mynd er tekin á sólbjörtum sumardegi að Laugum í Þingeyjarsýslu og höfðu þeir félagar nýlokið við að flytja vísna- Þátt á héraðssamkomu. Talið frá vlnstrl: Baldur Baldvinsson, Karl Sigtryggsson, Stclngrímur Baldvinsson og EgiII Jónasson, XLjósm. Þjóðv. G.M.). Fjórír þingeyskir hagyrðingar „Ég hitti hagyrðingana aila á einu bretti, þar sem þeir sátu við tilbúning á nýjum vísnaþætti og sagði sem svo á þessum góðvinafundi: Viljið þið nú ekki ljóða í jólablað Þjóðviljans? Tóku þeir vel í það.“ Þannig komst Stefán Yngvi Finn- bogason, tannlæknir á Húsavík, að orði á dögunum í bréfi til blaðsins. Hér er um að ræða fjóra lands- kunna hagyrðinga í Suður-Þingeyjar- sýslu, sem hafa nú síðustu árin lagt land undir fót og flutt vísnaþætti á samkomum víðsvegar um land. Þeir heita Karl Sigtryggsson og Egill Jónasson á Húsavík, Baldur Baldvinsson, oddviti á Ófeigsstöðum í Köldukinn og Steingrímur Baldvins- son, bóndi í Nesi í Aðaldal. Og svo er að snúa sér að vísunum, sem fjórmenningarnir sendu Jólablaði Þjóðviljans: Karl Sigtryggsson kvað einu sinni Þessar vísur við kosningar til Al- býðusambandsþings í Húsavík á árun- um, þegar borgaraflokkarnir sam- fylktu gegn sósíalistum með Fram- sókn í broddi fylkingar og töpuðu samt. Svona fór það mútumegin. Margir sviku í reyndinni. Mikið var hvað mannagreyin misstu þá af greindinnl. Döpur Framsókn fylltist kvíða. Pjaraði í skyndi mannþyrping, eins og þegar ormar skríða undan sól í moldarbing. Og þessari vísu bætir Karl við: Þjóðviljanum þykir bratt það sem reynist göfugt. Ef Morgunblaðið segði satt sólin gengi öfugt. Egill Jónasson orti þetta við mála- leitan Stefáns Finnbogasonar: Hefir það mitt grama. geð glatt í aila staði að vera talinn maður með mönnum í þessu blaði. Hækka tekur hagur minn, hugurinn liðkast stirði, ef að rauði ritstjórinn reynist einhvers virði. Oddvitinn á Ófeigsstöðum, Baldur, klökknar, er hann mælir af munni fram: Fýkur yfir frosið barð, fölna grænu stráin. Kalt er nú um Kinn og Skarð. Krúséff okkar dáinn. Þess má geta að með „Kinn og Skarð“ er átt við Köldukinn og Ljósa- vatnsskarð. Er það einn og sami hreppurinn undir forsjá oddvitans á Ófeigsstöðum. Nú var komin röðin að Steingrími Baldvinssyni í Nesi. Sat hann hugsi og gátu menn sér til, að hann væri að yrkja, en engin vísa kom í það sinn. Þá orti Egill: Von er nú á Steina stökum. Stynur hann af léttasótt. Eftir lífsins leyndu rökum, líkur til að fjölgi í nótt. Og Egill reyndist sannspár, — Stef- áin fékk bréf frá Steingrími daginn eftir með fjórum vísum og segir Steingrímur meðal annars í bréfinu: „Vísurnar eru um ólík efni og eru eiginlega sýnishorn af hversdagslegu rugli mínu.“ Hér er heimspeki hins' þingeyska bónda: Keppni um valdið, féð og framann fegurð lífs í bölvun snýr. Látum vit og vilja saman virkja hið góða er í oss býr Misstir þú af þinum strætisvagni — það var bölvað ólán, vesalingur. — Ekki er þér að allra minnsta gagni að elta vagninn, þangað til þú springur. Og hvern hefur hann í huga? Sá ég fullan fræðsludall, er firn var búið í að troða. Upp úr lionum alltaf vall yfirlætis-menntafroða. Allstaðar slá hjörtun eins: Glöggar sunnankonur kveða, er kappa að norðan yfirvega: „Þvílíkur munur á þessu eða því, sem við höfum hversdagslega." J ÓLABLAÐ — 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.