Þjóðviljinn - 23.12.1964, Blaðsíða 34
HONORÉ DAUMIER
SÁ MAÐUR SEM NEFNDUR HEFUR VERIÐ MICHELANGELO
SKOPMYNDARINNAR — HANN VAR ALLA ÆFI SNAUÐUR
MAÐUR. EN TALDI SIG AUÐUGAN — VEGNA LISTAR SINN-
AR. OG GLEYMDI SAMT ALDREI ÞEIM ER SNAUÐARI VORU
EN HANN SJÁLFUR — ÁTTU HVORKI LIST NÉ ANNAÐ.
»>En hvað allt er leiöinlcgt".
voruð mikill maður
og þér urðuð stórkostlegur
maður. Þér urðuð Michelang-
elo skopmyndarinnar og sú
nafnbót verður ekki af yður
tekin“. Þessi orð skrifaði
franski sagnfræðingurinn
Michelet árið 1869. Hann
skrifaði þau til listamannsins
Daumier.
Daumier fæddist í einu
verkamannahverfa Marseille
árið 1808. Faðir hans var
glerskeri sem gekk með
34—JÓLABLAÐ
skáldagrillur. Léttúðugt hrós
hinna málugu sunnlendinga
gerði föður hans ruglaðan í
kollinum og hann fjutti til
Parísar í leit að skáldfrægð.
Þegar eonurinn hafði lokið
skólanámi gerði faðirinn hann
að sendli há lögfræðingi og
þar átti hann illa ævi. Honoré
reyndi eftir föngum að kom-
ast hjá óþarfa tímaeyðslu í
þetta starf, og sat löngum
stundum á Louvresafni. Faðir
hans setti honum tölur fyrir
iðjuleysi en sonurinn svaraði
honum fullum hálsi og sagð-
ist vilja teikna.
Þrjózka stráksins sigraði að
lokum og skáldið og gler-
skerinn kom honum fyrir í
læri hjá einum aðdáanda sín-
um, listmálara og lárviðar-
manni frá Akademíunni, Le-
noir að nafni. En brátt sótti
í sama horfið, og faðirinn
brigzlaði syninum um leti:
aftur flækist þú um iðjulaus,
bölvaður letinginn — þú, sem
þóttist vilja teikna. Já, svar-
aði Honoré, en hjá Lenoir
teikna menn ekki, þeir líkja
eftir. Tíu sinnum eftir nefi á
styttu, tuttugu sinnum eftir
eyra.
SVARTLIST
Kunningjar hans, byrjandi
listamenn, vekja athygli
Daumiers á svartlistinni. De-
lacroix, Gericault og fleiri
góðir menn eru þá að glíma
við þennan leik í svörtu og
hvítu. Hópur listamanna sem
andvígur er „ráðandi skipu-
Iagi“ kemur saman í vinnu-
stofu, heldur en ekkf hrörlegri,
og þar vinnur hinn tvítugi
Daumier sér inn fyrstu lista-
mannslaunin fimmtíu franka
fyrir auglýsingaskilti handa
ljósmóður einni.
Og ritstjóri dagblaðs nokk-
urs hrópar upp yfir sig þeg-
ar hann sér teikningu ^ftir
Daumier: „Þér finnið að
minnsta kosti hreyfingu".
Þetta var öll viðurkenning-
in sem hann gat þá fengið
eftir margra ára athuganir —
en þær þýddu um leið, að hann
hafði dregið saman í fjárhirzl-
ur síns „guðdómlega minnis"
mikil auðæfi, sem áttu síðar
eftir að bera ríkulegan ávöxt.
„Frægðardagarnir þrír“ —
þ. e. júlíbyltingin 1830 var
undirbúin m. a. af steinprent-
unum Traviers, Grandville og
Decan. Þetta var blómaskeið
skopmyndarinnar. Gatan varð
uppáhaldsviðfangsefni Daumi'
ers, og óþekkt alþýðufólk varð
ekki aðeins fyrirmyndir hans
heldur og vinir. Hann finnur
sig i sama báti og hinir
snauðu — og hann er með
lýðveldi, gegn konungum-
„Frægðardagana þrjá“ er
hann á götunni. Og á eftir erU
vonbrigði lýðveldismanna, sena
höfðu gert byltingu og ekki
hreppt annað í staðinn eJl
borgarakónginn Lúðvík FiliP'
pus, — það eru einnig von-
brigði Daumiers, listamannS
götunnar. Teikningar hans
sýna aiþýðuna: „Byltingunn
gerðum við — en ávaxta
hennar njóta — þeir“. Og
beizkja vonbrigðanna verður
brátt að harmleik. Hér höfun1
við teikningu sem heitir
„Hetja júlídaganna" — e*n'
fættur maður kastar sér *
Signu við Búrbónahöllina með
stein um hálsinn.
i