Þjóðviljinn - 23.12.1964, Síða 34

Þjóðviljinn - 23.12.1964, Síða 34
HONORÉ DAUMIER SÁ MAÐUR SEM NEFNDUR HEFUR VERIÐ MICHELANGELO SKOPMYNDARINNAR — HANN VAR ALLA ÆFI SNAUÐUR MAÐUR. EN TALDI SIG AUÐUGAN — VEGNA LISTAR SINN- AR. OG GLEYMDI SAMT ALDREI ÞEIM ER SNAUÐARI VORU EN HANN SJÁLFUR — ÁTTU HVORKI LIST NÉ ANNAÐ. »>En hvað allt er leiöinlcgt". voruð mikill maður og þér urðuð stórkostlegur maður. Þér urðuð Michelang- elo skopmyndarinnar og sú nafnbót verður ekki af yður tekin“. Þessi orð skrifaði franski sagnfræðingurinn Michelet árið 1869. Hann skrifaði þau til listamannsins Daumier. Daumier fæddist í einu verkamannahverfa Marseille árið 1808. Faðir hans var glerskeri sem gekk með 34—JÓLABLAÐ skáldagrillur. Léttúðugt hrós hinna málugu sunnlendinga gerði föður hans ruglaðan í kollinum og hann fjutti til Parísar í leit að skáldfrægð. Þegar eonurinn hafði lokið skólanámi gerði faðirinn hann að sendli há lögfræðingi og þar átti hann illa ævi. Honoré reyndi eftir föngum að kom- ast hjá óþarfa tímaeyðslu í þetta starf, og sat löngum stundum á Louvresafni. Faðir hans setti honum tölur fyrir iðjuleysi en sonurinn svaraði honum fullum hálsi og sagð- ist vilja teikna. Þrjózka stráksins sigraði að lokum og skáldið og gler- skerinn kom honum fyrir í læri hjá einum aðdáanda sín- um, listmálara og lárviðar- manni frá Akademíunni, Le- noir að nafni. En brátt sótti í sama horfið, og faðirinn brigzlaði syninum um leti: aftur flækist þú um iðjulaus, bölvaður letinginn — þú, sem þóttist vilja teikna. Já, svar- aði Honoré, en hjá Lenoir teikna menn ekki, þeir líkja eftir. Tíu sinnum eftir nefi á styttu, tuttugu sinnum eftir eyra. SVARTLIST Kunningjar hans, byrjandi listamenn, vekja athygli Daumiers á svartlistinni. De- lacroix, Gericault og fleiri góðir menn eru þá að glíma við þennan leik í svörtu og hvítu. Hópur listamanna sem andvígur er „ráðandi skipu- Iagi“ kemur saman í vinnu- stofu, heldur en ekkf hrörlegri, og þar vinnur hinn tvítugi Daumier sér inn fyrstu lista- mannslaunin fimmtíu franka fyrir auglýsingaskilti handa ljósmóður einni. Og ritstjóri dagblaðs nokk- urs hrópar upp yfir sig þeg- ar hann sér teikningu ^ftir Daumier: „Þér finnið að minnsta kosti hreyfingu". Þetta var öll viðurkenning- in sem hann gat þá fengið eftir margra ára athuganir — en þær þýddu um leið, að hann hafði dregið saman í fjárhirzl- ur síns „guðdómlega minnis" mikil auðæfi, sem áttu síðar eftir að bera ríkulegan ávöxt. „Frægðardagarnir þrír“ — þ. e. júlíbyltingin 1830 var undirbúin m. a. af steinprent- unum Traviers, Grandville og Decan. Þetta var blómaskeið skopmyndarinnar. Gatan varð uppáhaldsviðfangsefni Daumi' ers, og óþekkt alþýðufólk varð ekki aðeins fyrirmyndir hans heldur og vinir. Hann finnur sig i sama báti og hinir snauðu — og hann er með lýðveldi, gegn konungum- „Frægðardagana þrjá“ er hann á götunni. Og á eftir erU vonbrigði lýðveldismanna, sena höfðu gert byltingu og ekki hreppt annað í staðinn eJl borgarakónginn Lúðvík FiliP' pus, — það eru einnig von- brigði Daumiers, listamannS götunnar. Teikningar hans sýna aiþýðuna: „Byltingunn gerðum við — en ávaxta hennar njóta — þeir“. Og beizkja vonbrigðanna verður brátt að harmleik. Hér höfun1 við teikningu sem heitir „Hetja júlídaganna" — e*n' fættur maður kastar sér * Signu við Búrbónahöllina með stein um hálsinn. i
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.