Þjóðviljinn - 23.12.1964, Blaðsíða 37
skapar persónuna Ratapoile -
svívirðilegan og slægan spæj-
ara. Þegar svo Lúðvík Napó-
leon hrifsar til sín völdin,
missir hann alla von. Lifsbyrð-
in var orðin honum of þung.
9. marz 1848 sýnir Daumier
á mynd hvernig lýðveldið mar-
sérar eins og myndarleg hús-
freyja inn i hús sitt, en ráð-
herrarnir fyrrverandi slökkva
út um gluggann. Nú voru þeir
komnir aftur, enn slóttugri og
fláráðari. Og enn þyngist
sá vagn sem hinn róttæki lýð-
veldissinni Daumier má draga:
„Ratapoile“ trónar í makt og
miklu veldi.
I apríl 1860 skrifar Baude-
laire skáld til útgefanda síns
og segir: „Hugsið nú til Dau-
miers. Hann er atvinnulaus,
tímaritið hefur sagt honum
upp og borgað aðeins fyrir
hálfan mánuð. Hann hefur
semsagt ekkert að gera . . .
Og gleymum því ekki að
manneskjan þarf að éta og
Daumier var fjölskyldumaður.
I stuttu máli sagt, þá voru
tekjur Daumiers takmarkaðar
við borgun fyrir nokkrar
teikningar, nokkrar bóka-
skreytingar. Málverk hans
voru hins vegar á næsta lítilli
hreyfingu: einhverju sinni
sendi vinur hans til hans for-
vitinn Ameríkana, en Daumier
þorði ekki að nefna nógu hátt
verð fyrir myndirnar og Am-
eríkaninn fylltist fyrirlitningu
á svo lélegum kaupmanni og
hafði sig fljótt á brott.
En þessi einstæða feimni
hans kom samt ekki í veg fyr-
ir að hann hjálpaði þeim sem
Voru fátækari en hann eða
léti í ljós samúð sína með
þeim. Hann neyðist til að yfir-
gefa sína „lúxusvinnustofu“ á
Quai d’Anjou og flytja á
Montmartre. Þar sagði hann
einhverju sinni við vin sinn,
er hann horfði á vesældarleg
húsin allt í kring: „Við höfum
þó að minnsta kosti listina til
að hugga okkur. En þeir?
Hvað hafa þeir?“
SÍÐUSTU ÁR
Árin líða. Daumier fær aft-
ur vinnu við tímarit. Árið 1868
skapar hann sinn ódauðlega
Don Quijote. Atburðirnir 1870
°g Kommúnan, Alþýðustjórn-
in í París endurvekja í hon-
um föðurlandsvin og bylting-
armann. En ágreiningur
nrilli kommúnumanna fékk
hann til að gruna að barátta
þeirra myndi enda með ósigri:
hann teiknar múrara í hörku-
Framhald á bls. 39
Höfum aliar algengar neyzluvörur á boSstóIum
M U N I Ð : Samvinnuverzlun tryggir yður [I.;
*£ sanngjarnt verð.
Kaupfélag Borgarfjarðar
Borgarfirði eystra.
Kaupfélag
Borgfírðinga
Borgarnesi.
óskar öllum viðskiptavinum
sínum
gleðilegra jóla
og þakkar viðskiptin á liðna
árinu.
JÓLABLAÐ-3'J