Þjóðviljinn - 23.12.1964, Blaðsíða 25
VIÐ
PEITZ-
VÖTNIN
Þar hefur fiskeldi verið stundað í tæpar f jór-
ar aldir og þaðan er kominn mikil! hluti
þeirra anda og karpa, sem þykja ómissandi
á matborðum margra Þjóðverja um jól og
áramót.
Um það bil miðja vegu og þó ívið austan við beina línu milli Berlínar og
Dresden skammt vestan landamæra Austur-Þýzkalands og Póllands, er
borg á stærð við Reykjavík og ber nafnið Cottbus. Áin Spree rennur
þar hjá í bugðum og hlykkjum, lygn og breið, ekki ýkja mikið fljót,
og áfram streymir hún í norður framhjá byggð sem heitir Peitz
í nokkurra kílómetra fjarlægð frá fyrrnefndri borg. Þá er komið í
grennd við hinn fræga skóg, sem kenndur er við ána, — Spree-
wald.
Fyrir 500 árum var nokkur járnvinnsla á þessum slóð-
um, málmgrýti var grafið úr jörð og unnið. Vatnsafl
var notað við járnvinnsluna og vatnið leitt eftir
skurðum, sem grafnir voru úr Spree-ánni. Afrennsl-
isvatnið safnaðist á sendið landið, þar sem það var
lægst, og myndaði uppistöður og allstór lón.
í þessum vötnum var byrjað að rækta nytja-
fisk fyrir tæpum fjórum öldum og nú er
Peitz stærsta og fullkomnasta fiskirækt-
ar- og fiskeldisstöð í Þýzka alþýðulýð-
veldinu-
í ríkinu öllu er fiskirækt stunduð
á 14 þúsund hekturum lands alls,
þar af eru 11.500 ha í ríkiseign.
í Peitz-stöðinni eru 320 vötn stór
og smá, og samtals 3260 hektarar
að flatarmáli, það stærsta 165 ha.
og er það jafnframt stærst sinn-
ár tegundar í Austur-Þýzkalandi,
önnur smærri af ýmsum stærðum:
125 ha, 80 ha, 50 ha, o.s.frv.
4 lestir 1885,
yfir 100 í fyrra
Það er Hans Blume, veiðimála-
stjóri Þýzka alþýðulýðveldisins,
sem skýrir okkur frá þessu um leið
og tækifæri gefst til að líta það
helzta í þessu ríki hans. Hann segir
að árangur af skipulagðri fiskirækt
í Austur-Þýzkalandi hafi beztur orð-
ið á fyrrnefndu Peitz-svæði, og sem
dæmi ,um aukinn afrakstur nú. bor-
inn saman við öldina sem leið, nefnir
hann þetta dæmi:
Fyrir nær 8 áratugum, árið 1885,
fengust 4 tonn af fiski, einkum karpa
úr einu vatnanna barna í Peitz. Nú
nemur árleg veiði i bessu sama vatni,
sem er 125 hektarar að stærð, milll
100 og 110 lestum. Og ætlunin «rv
Hann er vænn
þcssi karpi. sem
einn af starfs-
mönnum fisk-
ræktar- og eldis-
stöðvarinnar í
Peitz heldur á
Mesta fiskræktarstöðin í ÞAL