Þjóðviljinn - 23.12.1964, Blaðsíða 50
Rætt við íslenzka stúlku, er
vann um skeið sem flugfreyja
hjá bandarísku flugfélagi
HEIMS-
ÁLFANNA
í MILLI
Flugfreyjustaxfið mun
vera eitt eftirsóttasta starf
ungra stúlkna hér á landi
og ber þar margt til, svo
sem að þetta starf gefur
stúlkum tækifæri til að
ferðast til annarra landa
og sjá sig um i heiminum,
kynnast löndum og þjóð-
um og e.t.v. lenda í smá-
ævintýrum. Flestar ís-
lenzkar stúlkur sem gerzt
hafa flugfreyjur hafa að
sjálfsögðu ráðizt til starfa
hjá íslenzku flugfélögun-
um, en nokkrar hafa þó
ráðið sig til erlendra flug-
félaga og starfað hjá þeim
um lengri eða skemmri
tíma á flugleiðum víðs
vegar um heim.
í marz síðastliðnum réð-
ust fimrn íslenzkar stúlkur
til starfa hjá bandaríska
flugfélaginu Pan Americ-
an; ein þeirra, Valgeröur
Ingólfsdóttir, er fyrir
nokkru komin heim eftir
skemmtilega dvöl erlendis.
Fréttamaður Þj óðvil j ans
rabbaði stundarkorn við
Valgerði stuttu eftir heim-
komu hennar og fer þetta
spjall þeirra hér á eftir.
E G A R ég stóð
á Keílavíkurflugvelli
hinn 4. marz í vor
og beið þess aö stíga upp í Þor'
una sem átti að flytja okkur
til New York, var mér aht
annað en rótt innanbrjósts. Satt
að segja skildi ég ekkert *
sjálfri mér að asnast út *
þessa vitleysu að œtla að ráða
mig í flugfreyjustarf — ég sem
hafði aldrei á ævinni stigio
upp f flugvél! En það var ann-
aðhvort aö duga eða drepash
ég herti upp hugann og
um borð f flugvél — í fyrsta
sinn. Og það er öðru nær
að ég sjái eftir því. Þessi tími
sem ég starfaði hjá Pan Amen-
can var dásamlegur; að V1S’J
er stanfið erfitt en skemmt)-
legt er það.
Þegar þessi mynd var tckin
hittust þær stöllurnar af tii-
viljun í Honolulu, Gerða
(önnur frá vinstri) og Val-
gerður (lengst til vinstri)
voru að koma frá Singapore,
Svanborg (þriðja frá vinstri)
frá Sidney og Karitas var á
leið frá Tókíó til San Fran-
sisco.
50— JÓLABLAÐ