Þjóðviljinn - 23.12.1964, Blaðsíða 43

Þjóðviljinn - 23.12.1964, Blaðsíða 43
BRAUÐIÐ HELGA Jóliaun Falkberget Þetta er kafli úr skáld- sögunni Christianus Sex- tus eftir norska rithöf- undinn Jóhann Falkberg- et. Hann varð 85 ára síð- a-stliðið haust. Þá eru líka tiðin 55 ár síðan námu- hamarinn í Reyrási fékk ^hál, eins og einhver orð- aði það. Jóhann Falk- berget nefndi fyrstu bók sína Svarte fjelle. Síðar út mesta skáldverk hans, Christianus Sextus, í mörgum bindum. Þar er sagt frá því þegar háman finnst og vinna hefst þar við alla þá erf- iöleika og hættur, sem hámugrefti fylgdu á þeim dögum. Höfundin- hm er efnið nákomið. ^eður hans unnu þar hiann fram af manni. Sjálfur vann hann þar á iéttasta skeiði ævi sinnar. ■^alkberget átti sæti á Stórþinginu nokkur ár. ^ð því loknu hvarf hann hftur til átthaga sinna °g ritstarfa. ■ i—jJ ... Uppgjafadátiim Þólfur ól- afason kom gangandi yfir ísi- lagðan Stórasjó á bjartri tunglskinsnóttu. Margt mis- jafnt hafði á daga hans drif- ið frá því hann yfirgaf kopar- námu Dopps um haustið. Það gekk eiginlega kraftaverki næst, að hann skyldi vera 'of- anjarðar enn og á leið til Ref- sunda á Jamtalandi. Kvíði hans óx því nær sem hann kom Ólafsbæ. Rauk enn í kot- inu? Var konan hans, hún Karin Bótelsdóttir, enn á lífi, og Gölin litla, eina sonarbarn- ið, sem hann átti eftir? Faðir hennar varð úti í ó- veðrinu við Essantvatnið, og Guð gróf hann á fjallinu, eft- ir því sem finnski herprestur- inn, séra Niels Idman, sagði. Þólfi Ólafssyni var þungt um hjartað. Rétt áður en hann kom til Þrándheims fékk hann dapurlega fregn. Síldar- kaupmaður frá Handöl, sem hékk inni á knæpu, sagði hon- um, að blóðsótt geisaði í Jamtalandi, Medelpad og Döl- um. „Og snúðu aftur til þinn- ar koparnámu, gamli hesta- strákur“, kallaði þrjóturinn á eftir honum. „Snúðu aftur á auga lifandi bragði, þinn púð- ursviðni dátagarmur“. Víst var kaupmaðurinn ölv- aður og ekki áreiðanlegur. En engu að síður glömruðu tenn- urnar í munni Þólfs. Og hann fann til magnleysis í hnján- iim. Hann dvaldi tvo daga í bæn- um og ráfaði um í knæpum og hesthúsum í von um að hitta loðskinnasala frá Ref- sundum. En gestgjafarnir sögðu honum, að svona snemma vetrar væri ekki hægt að búast við ferðamönnum alla leið frá Jamtalandi, ölið gerjaðist enn, eins og um há- sumar, og meðan freyddi svona um tappana, gat vötn ekki verið farið að leggja. Og ekki komust veiðimenn leiðar sinnar fyrr en Stórasjó legði, það hlaut hann að vita, sem var upp alinn á Jamtalandi. Gamli maðurinn lofaði gest- gjöfunum að segja álit sitt, ráfaði enn til næstu knæpu og næsta hesthúss. Síðan hélt hann austur til Sviþjóðar og lagði leið sína um Veradal. Hann þorði ekki að fara fjallgarðinn sunnar á þessum tíma árs. — — — Það var komið miðnætti, þegar Þólfur kom vetrarleiðina niður hjá Freys- ey. Fullt tungl skein yfir ísi- lagðan Stórasjó. Hann var líkari stigamanni en friðsömum ferðalang í sjón að sjá. Sítt, grátt hárið hékk niður með vöngunum. Skinn- úlpan var stagbætt, og bæt- urnar héngu í flyksum utan á henni. Verstir voru þó skórnir. Tærnar stóðu út um saumspretturnar. Or frost- bólgusárunum vætlaði blóð niður í snjóinn. Og stafinn — beiningastafinn illræmda — bar hann undir vinstri hand- legg. Hendurnar reyndi hann að verma í barmi sér, en frost og fjúk smaug gegnum úlp- una. Það var líkast því sem hann væri klæddur neti einu saman. Þólfur Ólafsson var mjög farinn að þreytast. I næfra- sekk hans var enn brauðið, sem Pétur Monsen á Ruglu- vátni gaf honum um morgun- inn, sem hann kom þar við. Hann hafði dregið svartan kross á brauðhleifinn með kólamola — í Guðs nafni. Hann hét því, þegar hann gekk úr hlaði á Rugluvatni að snerta ekki brauðið, þó að líf hans lægi við. Hann tók Guð til vitnis um það, því að þetta bráuð átti Gölin litia að fá — brauðið með heilögu krossmarkinu. Þetta heit varð Þólfi heilög trúarjátning. Aðeins einu sinni — það var nóttina, sem hann lá úti í Áre, varð loforðið honum allt að þvi ofraun. Hann lá þar undir hömrum og hengiflugi, og kuldinn læsti sig um merg og bein. Gegnvotur og ban- hungraður húkti hann undir klettunum, hlustaði á vindinn og starði upp í alstimdan him- ininn. Áður en hann’ vissi af hafði hann höggvið tönnunum í brauðhleifinn. En þá var eins og hann heyrði hrópað: „Gættu þín Þólfur. Það er heilagt brauð, sem þú heldur á. Gölin litla á brauðið." Þá kyssti hann brauðið með skjálfandi vörum og stakk því I sekkinn. Hver kallaði til hans í storm- inum þá nótt? Var það ekki engill Guðs? Hann hafði fyrr heyrt siík- ar raddir. Þegar hann stóð við aflinn í gamla daga og hamraði heitt járnið, heyrði hann löngum til sín talað, án þess hann sæi nokkurn mann eða yrði hans var. Það kom líka fyrir hann í herferðun- um, þegar hann sat á ekils- sætinu innan um háreysti hesta og vagna, og eins á þeim tímum, þegar kóngsvagninn var á ferli dag og nótt út að Dúved-virki. En aldrei höfðu raddirnar verið greinilegri en f haust, þegar Hallvarður Þor- kelsson, Pétur Andrésson og þeir Jamtarnir tjölduðu hjá tjörn í fjallinu nálægt kopar- námunni. Góður Guð hélt verndar- hendi sinni yfir þessu brauði. Það hvorki myglaði né skemmdist á annan hátt, jafn- vel þó að það blotnaði, þegar vatn komst í sekkinn. Þá fór það ekki í mola eins og ann- að brauð. Hann lagði það bara varlega á stein. Þá þornaði það í sólskininu og varð eins og nýbakað. I hvert sinn, sem hungrið þjáði hann mest, tók hann brauðið úr sekknum, lagði hendur yfir það og bað bæn. Þá sefaðist hungrið. Hvílíkt brauð, sem sefaði hungrið, án þess að hann þyrfti að neyta þess- Eða var þetta óráð og ofsjónir? Hann fálmaði höndunum út í loftið og reyndi að grípa eitthvað, sem okkert var, til að halda sér i. Hvert í heitasta! Hann glennti upp augun, og starði framundan sér. Hvert í heit- asta. Hann sá blóm. Rauð blóm! Þau spruttu upp úr ísn- um, hvert af öðru. ísbreiðan mikla varð á avipstundu blómagrimd. Stórisjór var orðinn aldingarðurinn Eden. Hann fór að ganga varlega, stiklaði og stökk yfir blómin, til að skemma þau ekki! Var hann að deyja? Kom dauðinn svona með blómaskrúð í öllum regnbog- ans litum? Hann vildi ekki deyja. Hann vildi lifa og ná heim til Gölinar litlu, færa henni brauðið og blessa hana. Hann ætlaði að leggja hönd á ljósan koll hennar og biðja fyrir henni. Er ég vitskertur? Er Þólfur Ölafsson genginn af vitinu ? Hann hló og grét. Hér voru JÓLABLAÐ — 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.