Þjóðviljinn - 24.12.1967, Síða 9

Þjóðviljinn - 24.12.1967, Síða 9
Margt er manna bölið Stjörnufræðingurinn Tycho Brahe, sem var af sænskum að- alsættum, varð saupsáttur við drykkjubróður sinn, danskan aðalsmann. Þar eð báðir voru tignir menn og í blóma lífsins, þótti þeim sæma bezt að jafna misklíðina með einvígi. Andstæðingurinn sneið nef- broddinn af Tycho Brahe í þeirri viðureign. Að öðru leyti héldu báðir heilsu. Nú voru góð ráð dýr. Tycho Brahe smíð- aði úr gulli, það sem á nefið vantaði og límdi við nef sitt. Og fór það vel eftir ástæðum. Jafnan bar hann þó með sér lím, í vösum sínum, og var við öllu búinn. Sagt er, að efnafræðingar þeirra tíma hafi ekki verið al- veg frá því, að gull gæti gróið við hold. En í þetta sinn tókst það ekki, og aldrei síðan. Tycho Brahe var engu síður ölkær eftir þetta slys, en sagn- ritarar nefna ekki, að fleira hafi við borið jafn átakanlegt. Sagnir af vest- firzkum gaidra- manni, Arin-Kárin Arnarfjörður var löngum frægur fyrir kunnáttumenn. Fá- ir þeirra hafa þó verið svo nafnfrægir sem Árin-Kárin. Enn lifir minning hans um margar aldir. Árin-Kárin er sagður hafa verið rammur galdramaður og atgervismaður mikill. Bar hann höfuð og herð- ar yfir Arnfirðinga á sinni tíð og voru þó ýmsir bokkar stórir honum samtímis. Árin-Kárin átti einnig í erj- um við tröll og óvætti. Hafa varðveizt nokkur munnmæli um viðureign Árin-Kárins og Fífú tröllkonu, eða hálftrölls, sem sumir kalla. Fífa var heiðin og blótaði goð. Er rúst af hofi hennar sögð í Krossavík. skammt frá Selárdal, og sást þar enn um 1860 fyrir rústum af garði umhverfis hofið. Marg- ar brösur urðu milli Árin-Kár- in og Fífu. Er það sumra sögn. að Árin-Kárin hafi komið að Fífu óvörum og drepið hana. en aðrar sagnir segja, að þau hafi sætzt að lokum og o>-^ið góðir nágrannar. Til marks um afrek Árin- Kárins, er sagt, að hann hafi borið heim í kápulafi sínu' bjarg mikið, er staðið hefur síðan í Selárdal, mitt á milli kirkju og bæjardyra. I stein þennan eru klappaðar þrjár holur, h’kar boLlum. Tekur hver þeirra um hállfan pott. (Úr Vestfirzkum þjóðsögum). UNNUR EIRÍKSDÓTTIR} í skjóli hóskans í skjóli háskans gróðursetti ég tréð. Af öllu sem ég fann safnaði ég gróðurmold: marklausum orðum tækni sjónhverfingum skrumi lygum og svikuim. Og tréð óx í skjóli háskans skjóli helsprengjunnar. Kinnroðalaust hrópa ég inn í tómlæti daganna framan í grá andlit fólksins og vökul spyrjandi augu barnanna: þetta tré er lifandi! í þeirri von að einhverntíma komi lítið flögrandi lifandi fræ og nái að dafna í skjóli þess. Jól Við höfum fægt og fágað heiminn eftir beztu samvizku af því jólin nálgast. Við höfum safnað saman öllu sem við viljum ekki eiga lengur og gefið þeim snauðu. Hina seku höfum við dæmt svo þeir vanhelgi ekki hátíð kærleikans og þvegið hendur okkar vandlega. Tær er hljómur málmklukknanna er við hringjum. Tær og kaldur eins og réttlætið. JÓLABLAÐ - 9

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.