Þjóðviljinn - 24.12.1967, Qupperneq 14
ur. En samt finnst mér égekki
vera til fullnustu kominn heirn
fyrr en ég er kominn inn 1
lestina, sem gengur heim í bae-
lnn minn, og Frands lestar-
etjórinn er búinn að heilsa
mér og bjóða mig velkominn
heim.
— Skárri er það nú tíminn,
sem þú ert búinn að vera burtu,
segir hann og verður allur hýr
og glaður, eins og hann hafi
saknað mín á hverjum degi.
— Mikið held ég þú sért orð-
Inn lærður, og að sjá hvað þú
hefur stækkað. Þú hefur verið
á ferðalagi í alla nótt, svo að
það er bezt að ég setji þig í
svefnvagninn, því þá ættirðu
að geta sofnað svolitið.
Síðan fylgir hann mér inn
l svefnkilefann, en þar er eng-
inn, sem skipar mér að leggi-
est út af og breiðir blað und-
lr fætuma, svo allt sé í lagi.
Ég sofna þegar i stað, og vakna
ekki nema endrum og eins,
þegar lestinn stanzar. Loksins
sé ég heim, sé glitta í fjörðinn
og blessaða fátæka bæinn
minn, það er eitthvað annað
en þessi leiðinlega, geðvonda
Sórey.
Ég hef verið að heiman svo
mánuðum skiptir, og allir
skoða mig sem nokkuð forfram-
aða persónu. Það ber ekki oft
við, að fólkið þama ferðist til
Sjálands, þennan óraveg, og
margir hafa ekki komizt lengra
en tlt Randers, Hobro eða Ála-
borgar. Einkum er það kven-
fólkið, sem ekki hefur gert víð-
reistara en sem svo, því karl-
mennimir hafa flestir gegnt
herþjónustu, og kynnzt siðum
og háttum framandi fólks. Það
hlýt ég að kannast við, að það
er sem vandræði mín dofni og
verði að markleysu, þegar ég
loksins er kominn heim. En dag-
larnir eru undarlega fljótir að
liða, þó ég reyni af alefli að
halda í þá, og fyxr en varir
rennur upp sá voti janúarmorg-
unn, er móðir mín fylgir mér
út á stöðina klukkan sex til
þess að koma mér á lestina til
ftanders. Ég er mæddur ogsár,
því nú á ég að fara í útlegð-
ina, og móðir mín heldur í
höndina á mér, og mér finnst
henni lika leiðast að ég skuli
vera að fara.
— Þarf ég endilega að fara
aEtur, segi ég biðjandi, þegar
við erum komin út á brautar-
bnína, þar sem götuljósin spegl-
ast í.svörtu vatninu. Gætuðþið
ekiki skrifað þeim að ég komi
ekki, og lcfað mér heldur að
ganga í skóla í Randers eða
Álaborg. Þá get ég fengið að
fara heim á hverjum sunnu-
degi.
— Það er víst ekki hægt
svona á miðjum vetri, segir
mamma, og mér finnst á rödd-
inni, að henni þyki þetta ákaf-
lega leiðinlegt. En upp úr þessu
fer að skána, sannaðu til. Þú
færð að komá heim á páskun-
um, og svo færðu að vera lengi
hetma í sumar ....
14 — JÓLABLAÐ
En það er óendanlega langt
til páska, og þaðan af lengra
til sumars, og þegar bllásið er
til brottferðar, er ég með grát-
staf í kverkunum, en móðir
mín stendur á brautarpallinum,
og veifar til mín í kveðjuskyni.
Það er víða Jjós í gluggum,
því dagur er í nánd, en sjálfur
er ég að fara þangað, sem ég
á ekki heima. í Randers hitti
ég skólabræður mína, og nú er
vandinn að láta á engu bera, og
við hörkum af okkur og lát-
umst vera hinir stæltustu, blót-
um hver í kapp við annan yf-
ir því að eiga nú að fara að
byrja á andskotans þrældómin-
um aftur.
Ætli móðir mín segi annars
ekki satt, ætli við venjumst
þessu ekki? Raunar er Sórey
jafn geðvond og leiðinleg og i
fyrra skiptið, en það virðist
ekki snerta hina drengina neitt
að ráði. Nema þegar eitthvað
óvenjulegt ber til. Kosningar
eru fyrir dyrum, og mikill á-
róður til hægri og vinstri. Og
alilt í einu erum við strákarnir
orðnir æstir, þessi ólukkans
mosaskeggur, sá held ég sómi
sér, eða hitt þó heldur, ef hann
kemst á þing.
,,Mosaskeggur“, það er sæmd-
armaðurinn Poul Christensen,
— þeir uppnefna hann og kalla
Palla Krí, andstæðingar hans
til hægri. Hann er talsmaður
smábænda, og hjáleigubænda,
og þá er ég heyrði hann tala,
kunni ég vel við sveitalega
orðavalið og hreiminn í rödd-
inni, þó sjálenzka væri en ekki
józka.
Kosningarnar fara fram á
Sóreyjartorgi, og kjósendur
standa í þéttum hnapp kring-
um styttuna af Friðrik sjöunda,
en frambjóðendurnir og stuðn-
ingsmenn þeirra standa á svöl-
unum á Bjóta ráðhúsinu. Það
eru haldnar ræður og oft kall-
að fram í og æpt, og flestir af
heimafólki í bænum eru með
hægrimönnum, en bændur og
búalið kemur akandi utan úr
sveitum að kjósa Pál. Og að
áliðnum degi, eða snemma um
kvöldið,' verður það bert, að
hann er kominn að. Kjósendur
hans halda svo veizlu í Klúbbn-
um, en hægrimenn drekkja
sorgum sínum í úrvalsöli i
Pósthúshótelinu.
Við erum komnir saman í
klausturportinu, ég og aðrir
skólapiltar, og æsingin, sem
liggur í loftinu, í þessum ann-
ars svo dauðyflislega bæ, hefur
náð tökum á okkur.
— Andskotans mosaskeggur-
inn, segir einn. — Á nú þetta
að fara að stjórna? Væri ekki
nær að henda honum út á sinn
eigin öskuhaug, ætli ekki það?
— En nú liggur vel á sveita-
körlunum, þeir drekka sig fulla
í sorabrennivíni hérna í
Klúbbnum.
— Og æla svo í göturæsin á
eftir.
— Ætli hann komi ekki á
þingið með tréskó á löppunum?
Þetta er raunar ekki eins
eitrað og illkynjað, og ætla
mætti. Flestir af þessum pilt-
um koma frá smáborgaralegum
miðstéttarheimillum, og þeir éta
eftir það sem þeir hafa heyrt
foreldra sína segja. Eða þá at-
hugasemdir íhaldssinnaðra
kennara um bændavald og
sveitamenningu. En sjálfur á ég
foreldra og ég veit að faðir
minn fylgir Poul Ohristensen.
Faðir minn er sveitalæknir, og
allir þeir af ættbálki mínum,
sem mér líkar bezt við, eru
bændur, sumir ríkir, aðrir fá-
tækir, sumir stórbændur, aðrir
útvegsbændur. Hvenær sem
leiguliðar eða vinnumenn koma
heim, er þeim sómi sýndur
jafnt sem öðrum, og ég er frá
fátækum bæ, þar sem lífsbar-
áttan er hörð.
Nú reiðist ég, og fer allur að
titra, og svo kaílla ég upp yfir
samkunduna.
— Þegið þið nú, íhaldsfíflin
ykkar.
Það slær þögn á hópinn, svo
hissa verða þeir, en þó tek ég
eftir því að einn kemur og tek-
ur sér stöðu hjá mér eins og
hann ætli að styðja mig. Hann
heitir Kristinn, og faðir hans
er leiguliði hér í grenndinni, og
einn af meðmælendum Poul
Ohristensens. Hann er gæfur og
hæglátur piltur, en samt finnst
mér betra að hafa hann en
engan. Og nú dynur óveðrið yf-
ir.
— Ert þú nú líkameðmosa-
skegg?
— Já, einmitt.
— Er faðir þinn þá mosa-
skeggur líka?
— Hvað varðar þig um það?
— Ef þú ert róttækur, þá
ertu lfka landráðamaður.
— Þeir róttæku, það eru
verstu djöflarnir, sem til eru.
Þeir eru enn verri en sósíal-
istamir.
— Þessi sveitadurgur, eigum
við að kaffæra hann í keitu?
Við Kristinn stöndum fast
upp við rauðan múrinn á
klausturportinu. Ég finn það á
mér, að þeir eru tiil alls búnir.
Við erum tveir, en þeir tuttugu.
og vel sterkir, og auk þess er
skólinn svo gamall og gróinn,
allur á þeirra bandi, og Ab-
salon og Ingemann ofan í
kaupið.
En ég vil ekki með neinu
móti biðjast vægðar, heldur
taka því sem að höndum ber,
og taka á móti eftir föngum.
— Þú virðir kannski ekki
einu sinni kónginn?
— Nei, hrópa ég byrstur, og
minnist föður míns, sem aldrei
fæst til að standa upp, þegar
skálað er fyrir kónginum á
búnaðarþinginu.
— Sláið hann þá, andskotans
durginn.
— Sláið þið mig ef þið kunn-
ið ekki að skammast ykkar,
íhaldshvolpamir ykkar, þið sem
eruð tuttugu móti tveimur.
Þeir eru komnir fast að okk-
ur, og ég finn heitan andar-
drátt frá þeim leika um andlit-
ið á mér. En ekki haggar það
ákvörðun minni um að berjast,
berjast tiíl þrautar hvað sem
það kostar, og vera svo laus
við þennan skóla og þennan
bölvaða bæ.
Þeir ráðast á okkur, kremja
okkur upp við múrinn, láta
hnefana ganga á okkur. Gefstu
ekki upp, láttu heldur drepa
þig. Og ég slæ og slæ af alefli,
og reiðin bægir burt öllum ótta,
svona reiður hef ég aldrei orð-
ið. Nú er ég að berjast fyrir
öllu því sem mér er kært.
— Hvað gengur á, þið gerið
svo vel að hætta þegar í stað,
hvolparnir ykkar. Skeggjaður
maður, gríðarlega æstur er
kominn fram í klausturporlið, t>g
lemur lurk sínum í steinstétt-
ina. Hann líkist mest stórum
og ískyggilegum birni, cg strák-
amir hopa þegar í stað a£
hólmi. Þetta er Sjang gamli,
umsjónarmaður í skólanum, og
er nú reiður sem hann getur
orðið.
— Ætlið þið ekki að snáfa
burt strax, hvað á þetta að
þýða að vera með ólæti í Absa-
lonsporti. Burt með ykkur á
stundinni, eða það skal ekki
verða heilt bein eftir í neinum
af ykkur.
Strákarnir þjóta í ýmsar áttir
eins og byssubrenndir, og við
Kristinn erum sloppnir. Við
tölum margt saman, og þegar
við skiljum, tökumst við i
hendur.
Oft höfum við talað ilila um
gömlu latínukennarana, og
Sjang gamli hefur fengið sinn
skerf vel úti látinn. En eftir
þetta þykir mér vænt um hann,
því það er enginn efi á því að
hann bjargaði mér úr miklum
háska. Mörgum árum seinna
kenndi hann mér latínu, og ég
mun ætíð minnast hans sem
eins hins bezta og vitrastá
manns. Wiese yfirkennari, sem
sýndist vera hrjúfur og hrana-
legur, og var tekinn fyrir í
þessum smásálarlega smábæ, og
kallaður skringilegur sérvitr-
ingur, er einhver hinn gáfað-
asti og bezti maður, sem ég hef
fyrir hitt. Guð blessi hann-
Fimm árum seinna er ég
hátiðlega kvaddur til að mæta
á skrifstofu rektors. Ég veit veil
hvað hann vill mér. Ég hef sézt
í kröfugöngu með sósíalistum.
Og auðvitað hef ég óðara verið
klagaður fyrir rektornum. En
nú er mikil breyting orðin á,
enda er ég ekkert hræddur, ég
þarf þess ekki, og þó að rekt-
orinn sé íhaldsmaður, er hann
sanngjarn og lipur.
— Þú hefur sézt í fyrsta maí
kröfugöngu með sósíaldemó-
krötunum, segir hann með ál-
vöruþunga. Ýmsir af borgurum
þessa bæjar hafa átalið það
að skólapiltur úr heimavistinni
hérna hafi verið einkennis-
klæddur við þetta tækifæri.
Það er sagt að það muni vera
þú.
— Já, segi ég. — Það var ég.