Þjóðviljinn - 24.12.1967, Qupperneq 17

Þjóðviljinn - 24.12.1967, Qupperneq 17
 sP*? v> -• tír Þjórsárdal. — Séð fram dalinn af berg- brúninni við Hjálparfoss. Myndin á bls. 16: Við Háa- foss í Þjórsárdal. — Fossinn or 120 metra hár. Eftir ÞORVALD STEINASON honum höfðu staðið. Skammt þar frá var annað þak yfir fjósinu forna. Ég mun ekki gefa neina lýs- ingu á rústunum, það hafa aðrlr mér færari gert. En það var undarleg tilfinning sem greip mig, þegar ég stóð hjá þessum margra alda gömlu veggjum sem voru þó eins og nýlega hlaðnir. Vikurinn í rúst- unum og utan þeirra hafði haldið þeim vel við. Allt var með sömu ummerkjum og þeg- ar rústirnar huldust vikri. Þarna var steinaröðin á gólfi, þar sem langeldarnir brunnu á söguöldinni. Þarna voru ferningar úr hellum sem okk- ur var sagt að væru stæði fyrir mundlaugar. Við lang- eldana hefur hann ef til vill setið hann Gaukur í Stöng, þó hugurinn væri hjá húsfreyj- unni á Steinastöðum. Þarna hafa þeir setið höfðingjarnir í Stöng á meðan skógurinn gat lagt til nóg eldsneyti til lang- eldanna. Og þarna gat að lita förín eftir sáina þrjá. Mér varð hugsað til sögunnar „Pilt- ur og stúlka“. Ef til vill hafa sviðin, magálarnir og lunda- baggamir flotið í þessum sá- um, eins og sánum á Búrfelli. Og kannski hefur Gaukur einn- ig geymt smjörskökurnar í sánum, eins og Bárður á Búr- felli. Eirmig varð mér hugsað til Elugumýrar, er Gissur jarl faldist í sýrutunnunni (sánum) þegar átti að brenna hann inni. Við húsarústirnar í Stöng vöknuðu margvíslegar hugsan- ir í huga mér. Það er eins og þessar rústir af stórum og veg- legum húsakynnum bendi manni á stórhug og bjartsýni nýbyggja allra alda. Hér reistu þeir sér stórhýsi nýkomnir til landsins. Lands sem að því er virtist hafði nóg til alls. Land- ið var ekki eða lítið numið, þegar þessir stórhuga bænd- ur reistu hér sín hús. Stór skáli með logandi lang- eld eftir endilöngu gólfi. Það hefur þurft nokkuð mikið til þess að kynda þá elda. Og skógarnir voru til, en þeir eyddust fljótt. Og skál- arnir með sína langelda hurfu. Hinar glæstu vonir dvinuðu og húsin breyttust í kofa. En þjóðarsálin, breyttist hún? Að vísu, en þó ekki eins og ytri aðstæður gáfu tilefni til. Öld eftir öld hefur sagan endurtekið sig. Nýbyggjarnir reistu sér byggðir og bú full- ir af glæstum vonum. Ungt fólk byrjaði búskap, reisti sér bæi í sumarfögrum hvömmum, fullt af glæsivonum. En vet- urinn var erfiður í Heiðar- hvammi eða á Langavatnsdal. Og skammdegismyrkrið varð erfitt 1 Vetrarhúsum, er vind- urinn hvein í gilbarminum og útburðurinn vældi niðri á gil- botninum. Og þó að sólarlagið væri fallegt í Urðarseli, þá varð einyrkjanum þar erfið bú- seta. Og hin nýju býli, sem gáfu í fyrstu svo glæstar vonir, voru fyrr en varir orðin að vígstöðvum, þar sem vonlaus barátta var háð ár eftir ár, þar til loks Heklugos, Svarti- dauði eða Móðuharðindi gengu til fulls frá hinum aðþrengdu búendum. Þessu líkar hugsanir sækja ávallt á hug minn, þegar ég stend á rústum eyðibýla eða yfirgefinna mannabústaða. Þó held ég að þessar hugs- anir hafi hvergi orðið áleitn- ari en við rústirnar í Stöng og rústir verbúðanna í Kópa- vik, yzt á nesinu milli Tálkna- fjarðar og Arnarfjarðar, Kópn- um. Sá er munurinn á að í Stöng hef ég ekki verið nema í hópj margra ferðamanna, en í Kópavík var ég einn á ferð og gat því gefið mig á vald hugrenninga minna. En æ of- an í æ hefur minning frá Kópavík leitað á huga minn, þegar ég hef verið stadd- ur hjá gömlum yfirgefnum mannabústöðum. Og þegar ég hafði í fyrsta sinn skoðað Gjána, þennan JÓLABLAÐ — 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.