Þjóðviljinn - 24.12.1967, Page 19
ekki nema stund úr degi. Og
J>ó ég sæi þar margt forvitni-
legt þá verður ekki rætt um
það hér.
Eins og áður segir fór ég
aðra för í Þjórsárdal þetta
sama sumar en sú för varð
misheppnuð vegna veðurs.
Siðan liðu 22 ár þar til ég
kom aftur í Þjórsárdal, það var
í hópferð undir leiðsögn Björns
Þorsteinssonar, hins kunna
fararstjóra. Þá lá leið okkar
um Þingvöll, yfir Grímsnes, að
Skálholti. í Skálholti var kirkj-
an skoðuð. það mikla stein-
bákn. Það hefur ekki heillað
mig að koma að Skálholti. En
um það ræði ég ekki að sinni.
Þessi ferð var farin í lok
túnasláttar, í brakandi þurrki
að afloknum nokkuð löngum
óþurrkakafla. Það voru því
mikil hey úti á túnum á hin-
um blómlegu býlum uppsveita
Árnessýslu.
Mér fór svipað og kunnum
alþingismanni úr prestastétt,
hann var þó raunar kannski
kunnari úr þeirri stétt. Hon-
um varð að orði, er hann á-
samt meðþingmönnum sínum
kom í ráðhús Kaupmanna-
hafnar: „Hvað skyldi þetta
hús taka marga hestburði af
heyi.“ Mér varð hugsað til
þess hvað kirkjan í Skálholti
tæki marga hestburði af heyi.
En það þurfti ekki stórt hús
til þess að rúma það hey sem
laust var í Skálholti i það
sinn. Og kirkjan í Skálholti
mun eiga að geyma annarskon-
ar fóður en sílgræna töðu,
rétt eins og ráðhúsið í Kaup-
mannahöfn. Bara að andans
fóðrið mygli ekki í hinu
skuggalega steinbákni í Skál-
holti.
En nóg um það. Ferðinni var
heitið í Þjórsárdal, svo að á-
fram var haldið.
Sömu staðirnir voru skoðað-
ir og í fyrstu ferð minni þang-
að, utan þess að húsarústun-
um hjá Ásólfsstöðum var
sleppt.
Yfirbragð Þjórsárdals var
það sama, heildarsvipurinn eins
að séð varð. En var þá allt
óbreytt? Nei, þegar betur var
aðgætt sást að stór breyting
Oft er Ijótur
draumur fyrir litlu
Einu sinni vaknaði kerling i
rúmi sínu fyrir ofan karl sinn
með gráti miklum Karl leit-
aðist við að hugga hana og
spurði hana, hvað að henni
gengi. Kerling sagði sig hefði
dreymt ógnarlega ljótan draum.
„Hvað dreymdi sig, skepnan
mín?“ segir karl. „Minnstu
ekki á það“, sagði kerling og
fór að snökta. „Mig dreymdi,
að guð ætlaði að taka mig til
sín“. Þá mælti karl: „Settu
það ekki fyrir þig. Oft er ijót-
ur draumur fyrir litlu eí.ui“.
var á frá því sem áður var.
Gróður hafði aukizt til muna.
Og nú var kominn skógarreitur,
þar sem áður var svartur
eyðisandur. En einhvern veg-
inn fannst mér þessi skógar-
reitur framandi, vélrænn. Lík-
ast því að þar væri kartöflu-
akur sem ætti að vinnast með
vélum. Mér fannst þessi nýi
skógarreitur æpa að mér:
Svona á ekki að græða land-
ið. Það á ekki að þröngva víð-
áttu náttúrunnar í skrúðgarða-
stíls klæði. Svona skógarreitir
geta átt rétt á sér á takmörk-
uðum blettum skrúðgarða við
hús. En að fara að binda víð-
ernið í þannig stakk, það er
ekki rétta leiðin. Það er til-
breytni hinnar íslenzku nátt-
úru sem heillar.
Það er algjör misskilningur
að það þurfi að bera vott um
andúð á skógræktartilraunum
þó mælzt sé undan kartöflu-
akur-stílnum í skógræktinni í
Þjórsárdalnum.
Það er óhætt að skjóta því
inn hér um leið, að það er
enginn greiði gerður ýmsum
fegurstu stöðum landsins að
vera að troða þar inn á milli
birkitrjánna sígrænum barr-
trjám eða öðrum trjátegundum
sem eru þar framandi. Bækt-
un erlendra trjátegunda á rétt
á sér að vissu marki. En það
er skotið yfir markið, þegar
farið er að rækta erlendar
trjátegundir á stöðum þar sem
sögulegar minjar eiga að geym-
ast. Við því er ekkert að segja
þó til dæmis að meirihluti
eyðisandanna í Þjórsárdal
væru græddir upp með barr-
skógi, ef það væri hægt. En
lítið yrði úr fornminjunum í
Stöng ef þar í kring væri kom-
inn barrskógur eða annar er-
lendur trjágróður.
Fljótt á litið virtist ekki vera
mikil breyting á orðin í Stöng.
Þó þurfti ekki langa athugun
til að sjá að tímans tönn hafði
unnið nokkuð á húsunum þar.
En lagfæring á þeim hafði far-
ið fram eða var að nokkru
leyti lokið. Þegar inn var kom-
ið kom þó enn betur í ljós að
þessi 22 ár höfðu orðið veggj-
um og fleiru erfið. Þegar vik-
urinn, sem hafði verið í rúst-
unum, var í burt tekinn, þá
fór jafnframt sá stuðningur
sem veggirnir höfðu haft um
aldir. Það hafði sumstaðar
hrunið nokkuð úr veggjum og
víðar aflagazt. En viðgerð
stóð yfir. Hin nýja upphleðsla
veggjanna var, að því er ég
gat bezt séð, framkvæmd af
mikilli alúð og áhuga til þess
að vinna verkið sem næst því
er áður var.
Sú spurning hlýtur að vakna,
þegar komið er í húsið í
Stöng: Hversu lengi er hægt að
varðveita húsin og hafa þau
til sýnis? Hver ný upphleðsla
á veggjum hefur að einhverju
leyti breytingu í för með sér,
hversu vandlega sem unnið er,
eins sg gert var þama. Fer
þá ekki svo að lokum, að þarna
verður til sýnis eftirlíking af
rústunum, nokkuð nákvæm að
vísu en þó aðeins eftirlíking.
Önnur spurning hlýtur einn-
ig að vakna. Þola rústirnar þá
umferð sem er og verður óhjá-
kvæmilega um þær? Þó var-
lega sé farið og engu spillt
viljandi, þá hlýtur mikil um-
ferð að setja sitt mark á gólf-
in enda sáust þess glögg merki
að svo hafði farið á þessum 22
árum sem liðin voru frá því
ég kom í Þjórsárdal næst áð-
ur.
Ég læt þessum spurningum
ósvarað, það verða aðrir mér
færari að segja til um það.
Ég fór að Gjánni. Var þar
ekki allt óbreytt? Nei, svo var
ekki. Þama var sú eina breyt-
ing sem ég bjóst ekki við og
harmaði. Gjáin sjálf var að
því er virtist óbreytt, gróður
hennar var ekki til muna öðru-
vísi en áður. Og hóllinn var
þarna enn, en þó var þar
breyting á. Dyrnar á litla kof-
anum voru horfnar með öllu.
Ég tel líkur á að kofinn sjálf-
ur hafi ekki tekið miklum
breytingum á þessum tíma, þó
má vera að það sé misskiln-
ingur. Én dyrnar voru með
öllu horfnar, aðeins sást móta
fyrir þar sem þær höfðu verið.
Ég>,(fel 'þáð miður farið að
þessi litli kofi skyldi hverfa.
Það getur ekki átt sér stað
að ekki hafi verið hægt að
halda honum við. Ég veit raun-
ar ekki hversu gamall kofinn
var eða hversu mikið menn-
ingar- eða minningagildi hann
hafði, en hvað um það, það
er skaði að því að missa kof-
ann úr umhverfi sínu. Von-
andi verður bætt úr þessu eða
kannski er þegar búið að því.
Það er gaman að koma í
Þjórsárdal, því að þar er margt
að sjá og skoða. Og nú þegar
ég hef komið þar undir leið-
sögn tveggja ágætra farar-
stjóra þá langar mig til þess
að koma þar og reika einn um
auðnir og grónar grundir
Þjórsárdals. Þeirrí stund er
ekki illa varið að dvelja einn
með hugsanir sínar úti í nátt-
úrunni.
Þorvaldur Steinasou
Kópavogi.
Gleðileg jól!
gott og farsælt komandi ár
með þökk fyrir viðskiptin á
liðna árinu
Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna
JÓLABLAÐ — 19