Þjóðviljinn - 24.12.1967, Qupperneq 22

Þjóðviljinn - 24.12.1967, Qupperneq 22
HEFURÐU MEITT ÞIG? PERSÓNUR: Dengsi. Móðirin. Mútta. Stjúpinn. Telpa. Stúlka. Dreng- ur. Læknir. Prestur. Sviðið: Venjuleg stofa. Gang- ur. Nokkrar dyr til vinstri. Úti- dyr beint fram. Móðirin tekur til í stofu, raular lágt. Telpan (kemur frá svefnher- bergi, heldur á skólatösku, gengur að stofuborði, tekur bækur og setur í töskuna): Mamma. Hvað er einfrumung- ur? Móðirin: Ætli það sé ekki líf sem er að kvikna, líf á frum- fitigi. Þú ættir að spyrja kenn- arann að því, hann veit þetta. (Þögn um stund). Telpan: Var maðurinn fyrst einfrumungur? Móðirin: Ó, ég veit þetía ekki. Sumir teija að lífið hafi í fyrstu verið mjög ófullkomið, en hafi svo þróazt smátt og smátt. Telpan: Og orðið að dýrum og mönnum? Móðþ’in: Já góða mín. En taB- aðu um þetta við kennarann þlnn, hann veit þetta. 22 — JÓLABLAÐ Telpan: Hefur guð þá ekki skapað manninn í sinni mynd, eins og presturinn kennir okk- ur í sunnudagaskólanum? Móðirin (gengur til hennar): Elskah mín, hugsaðu ekki svona mikið um þetta núna. Þú skilur þetta betur þegar þú verður stærri. Telpan: Daddi segir að mað- urinn hafi í fyrstu verið orm- ur. Það sé bara lygasaga að guð hafi skapað hann í sinni mynd. Móðirin: Kannski er Daddi bara að stríða þér. Telpan: Kennarinn segir þetta líka mamma. Hvað er þá satt? Er kannski ekkert til satt um þetta? Móðirin: Elsku systa mín, vertu ekki að grufla út í þetta, þú ert svo ung. Presturinn kennir þér allt um þetta áður en þú fermist. Og farðu nú að koma þér af stað í skólann, þú ert að verða of sein. Telpan (gengur fram gang- inn, opnar útidyr, staldrar við): En sagan um Paradísina, Evu og höggorminn? Er hún þá líka lygasaga? Móðirin (kveinkar sér): Æji æji. Ég veit þetta ekki vina mín. Presturinn upplýsir þig um þetta állt saman fyrir fram- inguna. En flýttu þér nú elskan mín, þú ert að verða of sein í skólann. Telpan (um leið og hún fer): Veit presturinn kannski allt? Mútta (kemur fram í eldhús- dyrnar): Ósköp er að heyra þetta. Svona eru víst uppeldis- aðferðir nútímans. Hver kenn- ingin upp á móti annarri, og þið foreldrarnir viljið hvergi nærri koma, og þykist ekkert vita. Hja, ekki veit ég hvernig manneskjur þessi blessuð börn verða við svona uppeldisað- stæður? Móðirin: Ég held munurinn sé nú ekki ýkja mikill frá því við systkinin vorum að alast upp. Mútta: O sussu jú, þar á er mikill munur. Meginhluti fólks átti þá sitt hinmaríki og helvíti, og studdist við það í lífsamstri sínu, nú á fólk ekkert, stendur bara í sömu sporum og Pílatus forðum og spyr eins og hálfvit- ar: Hvað er sannleikur? Ég man ekki eftir því að ég véfengdi í nokkurn tíma kenningar biblí- unnar í áheyrn ykkar barnanna. Móð.irin: En truðir þeim ekki sjálf. Mútta: Það minnsta semhægt er að krefjast af uppalendum er að þeir kenni börnum að biblían sé óvéfengjanlegt heil- agt guðs orð meðan þau eru skylduð til að aðhyllast kenn- ingar kirkjunnar. Eða, ef ég má spyrja. Hvað hafið þið hald. betra að gefa börnum í staðinn? Móðirin: Við erum hrædd móðir mín. Hrædd við að börn- in ásaki okkur síðar um að hafa vísvitandi kennt þeim ó- sannindi sem heilagt guðsorð. Mútta: Og svo finnst ykkur málið leyst með ágætum, þar sem presturinn ynnir af hönd- um þessi óþurftarverk fyrir ykkur, eða hvað, ha? Móðirin: Það er þarflaust að hafa svona orð um þetta. Ef hann trúir því sem hann kennir börnum, þá finnast honum það engin óþurftarverk. (Útvarpsfréttir frá háttstilltu tæki): Óeirðir brutust út í nótt. Mörg hundruð unglingar æddu um borgina, frömdu skemmdarverk, og höfðu i frammi ósiðlegt athæfi á al- mannafæri. Nokkrir lögreglu- menn slösuðust og ýmsir veg- farendur urðu fyrir hnjaski. Ol- æði var með mesta móti, allar fangageymslur lögreglunnar yfirfullar, og átta bifreiðastjór- ar teknir úr umferð vegna ölv- unar við akstur. Innbrot voru framin á nokkrum stöðum og stolið peningum og verkfærum. Erlendar fréttir: Hernaðará- tök hafa verið með mesta móti nú yfir helgina í Víetnam, enda nýbúið að fjölga allverulega í bandaríska hernum. Talið er að um sjö hundruð skæruliðar hafi verið drepnir, og er það rúmu hundraði íleira en vitað er um að fallið hafi áður á einum sól- arhring------ Mútta (meðan þulur talar): Skelfingar glymjandi er þetta í útvarpinu manneskja, það skefur innan á manni eyrun. Móðirin: Ó ég tók ekki eftir því. Ég hef víst verið eitthvað annað að hugsa (slekkur á tæk- inu). Mútta: Það eru þá líka frétt- irnar. Gripdeildir, morð og ó- eirðir, aftur og aftur og alltaf. (Þagnar. Horfir með athygli á dóttur sína). Á ég virkilega að trúa því að þú hafir ekki heyrt fréttirnar? Móðirin: Æji mamma. Ég er hætt að taka eftir nokkru í út- varpinu, þetta er orðið eins og hver annar venjubundinn háv- aði. Var eitthvað sérstakt í fréttunum? Mútta: Unglingaóeirðirnar. Móðirin: Ó, nú þegar þú minnir mig á það. — — Guð hjálpi mér. Og Dengsi. Mútta: Ójá. Rekinn út úr húsinu í fyrradag, og ekkert frétzt af honum síðan. Móðirin (gengur að síma og hringir). Mútta: Að sjálfsögðu viður- kenni ég að hann var ófyrir- leitinn og óvæginn drengurinn. En reka hann út úr húsinu, dreng á viðkvæmasta aldurs- skeiði. Nei og aftur nei, það er sko nokkuð langt gengið af á- byrgu fólki. Ég viðurkenni það að stjúpi hans er heiðarlegur, duglegur og mikils metinn. En svona aðgerðir. Ne-ei, það get- hún ég sko ekki viðurkennt sem nokkra lausn. Móðirin (í símann): Er það Beggi? — Sæll bróðir minn. — Ó, ég er svo áhyggjufull. Ég hef svo lengi ætlað að tala við þig, en aldrei komið mér til þess. —• Já Beggi, það er mjög við- kvæmt mál. — Kannski hef ég hálf skammazt mín fyrir að tala um það við þig. — eða nokkurn. — Já Beggi, það er drengurinn minn, hann er orðið fullkomið vandræðabarn. — Guð hjálpi mér. Er hann talinn standa fyrir þessum óspektum? Hvað segirðu, tróðu á þeim í götunni. — Stórslasaðir. — Hvað getum við gert. — Ó, elsku Beggi, gætirðu ekki kom- ið og talað við okkur mömmu. — Já, hann er ekki heilbrigður drengurinn. — Plýgurðu út klukkan tvö. — Já gerðu það, um leið og þú kemur að kveðja. Já, já já. Bless á meðan. Mútta: Svo hann er að sigla blessaður drengurinn. Móðirin: Já, en hann kemur hingað vænti ég á eftir. Mútta: Og það er dengsi sem stendur fyrir þessum ósköpum sem á ganga. Ja, hvað annað svo sem, við hverju mátti ekki búast. Ég heid þú hefðir átt að vera búin að tala við hann bróð- ur þinn fyrir iöngu um þessa óar*t i drengnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.