Þjóðviljinn - 24.12.1967, Side 29

Þjóðviljinn - 24.12.1967, Side 29
Lítil stúlka hugleiöir stórt vandamól (Tólf ára gömul sænsk stúlka, Nina Gregoríus, vann verðlaun í ritgerða- samkeppni um kynþátta- vandamál, sem tímaritið VI efndi til fyrir unglinga, sautján ára og yngri). Einhverntíma verða hvítir menn fyrirlitnir allra kynþátta mest um víða veröld. Hvítur stúdent, sem fer utan til náms, er rekinn á dyr í húsi dökkrar konu. Sporvagnar og önnur al- menn farartæki eru ekki ætluð hverjum sem er. Nei, ónei. Dökkir eiga réttinn. Svartir, gulir, brúnir! Aðeins ekki hvít- ir. Hvítur maður á að fara með þeim vagni, sem ætlaður e_r honum og öðru hvítu hyski. Á veitingahúsinu gengur dökki þjónninn kurteislega en kulda- lega framhjá hvíta kaupmann- inum, sem ætlaði að kaupa sér máltíð. í skemmtigörðunum eru skilti við hvern bekk með áletr- uninni: Aðeins handa þeldökk- um. Hvítir verða að gera sér að góðu guðs græna jörðina eða fara þangað, sem hvítir mega sitja. Og þeim ber ekki að nöldra gegn yfirþjóðinni — þeim dökku. Svona getur þetta orðið, ef þeir vara sig ekki í Ameríku og Suður-Afríku. Núna geta þeir gert, hvað sem þeir vilja við „sóðalega og lata svertingja." Aðeins þeir, sem reynast af- burðamenn, eru teknir gildir, með dræmingi þó. En eftir nokkur ár — áratug eða meira, missa þeir dökku Vísa Valastóla kælir kala kílabala þórinn hýr. Fel ég sjóla sælusala sílabala glórutýr. (Séra Snorri á Húsafelli). þolinmæðina. Þá gera þeir upp- reisn og hlífa ekki hvítu kúg- urunum. Og hví skyldu þeir sýna miskunnsemi? Meðan hvítir fóru með völd, létu þeir sig engu skipta, að barn blökkumannsins leið skort. Enginn studdi hann til að læra lífvænlegt starf. Fjölskylda hans þjáðist — þjáðist mikið. Hver bar ábyrgð á því, að hún amma króknaði í kofanum? Hvíti maðurinn. Fíni, hvíti mað- urinn sem heldur, að hann sé göfugri en aðrir, vegna þess, að hann hefur ljósari húð. En nú fær hann að sjá, að við get- um líka verið kaldrifjaðir. Og sagan endurtekur sig — það er að segja alveg öfugt. Og góðir menn byrja á ný að fara kröfugöngur og safna sjóðum handa hvítum mönnum. í þess stað ættu allir menn að taka það gott og gilt, að inn- anbrjósts eru mannlegar verur hver annarri líkar en litur húð- arinnar er mikið aukaatriði. Hugsum okkur, hvað það væri herfilegt, ef allar manneskjur væru nákvæmlega eins í útliti. Það væri lítið gaman, ef allir væru fölir, með ljóst hár og slétt. Hvað finnst ykkur? Foreldrar bera mikla ábyrgð. Segi þeir börnum sínum, að negrar séu „sóðar og misindis- menn,“ losna þau ekki við þá hugmynd og breyta eftir henni seinna. Ef til vill þó ekki bók- staflega, en með því að tala í niðrandi tón um blökkumenn og hreykja sér hátt. Foreldrar hér í Svíþjóð og annars staðar ættu að láta börn sín lesa bæk- ur um börn í öðrum heimsálf- um, svo að þau venjist því, sem eðlilegum hlut, að sumir eru hvítir, aðrir gulir og enn aðrir svartir. Þá falla þau ekki í stafi, þó að þau mæti blökku- manni á götunni einn góðan veðurdag. Við Svíar ættum ekki að kaupa vörur frá Suður-Afríku, appelsínur, vínber eða aðra á- vexti, því að þá erum við að auðga þá hvitu í Afríku. Og þeir verða auðkýfingar, sem eðlilegt er, því að blökkumenn vinna fyrir lágu kaupi. Suður- Afríka er töluvert háð Svíþjóð, þó að ótrúlegt þyki. Það tekur víst langan tíma að Einu sinni var lítill bær, sem hét Höfn. En sá bær er eigin- lega ekki til núorðið. Hann brann til ösku í eldsvoða á einni nóttu. Aumingja fólkið horfði á húsin sín brenna og gat engu bjargað. Þarna stóðu kaupmaðurinn, úrsmiðurinn, skósmiðurinn, presturinn, klæð- skerinn, sjómaðurinn, bakar- inn, járnsmiðurinn, garðyrkju- maðurinn, kennarinn, póstur- inn, trésmiðurinn og forsöngv- arinn ráðalausir. Nei, það er ekki rétt. Þeir stóðu sannarlega ekki í sömu sporum. Þeir voru allir á harða- hlaupum með vatnsfötur og hömuðust kófsveittir við að ausa vatni á eldinn. En ekkert dugði. Seinast lögðu þeir frá sér föturnar með hægð og stundu þungan. Öll börn grétu sárt. En nú fer sagan að verða skemmtilegri: Rétt þegar allir voru sem uppræta þá kynþáttakúgun, sem ræður í heiminum. En það lánast, ef margir vinna saman, og menn átta sig á því, að það lýtir engan að vera af einhverj- um kynþætti. Þá verður jörðin jafn gott heimkynni allra manna og hvorki kynþáttahatur né önn- ur kúgun verður til framar. (Lauslega þýtt). hryggastir, kom vel búinn mað- ur ríðandi á fallegum hesti. Hann var fæddur og uppalinn í þessum bæ, en hafði farið að heiman, þegar hann var ung- lingur. Síðan hafði hann farið víða um lönd, grafið gull og orðið ákaflega ríkur. Þegar hann sá, að þorpið var brunnið, kenndi hann í brjósti um fólkið og sagði: „Ég skal láta byggja bæinn upp aftur fyrir ykkur. En ég set aðeins eitt skilyrði: Það verður hver að ráða því sjálfur, hvernig húsið hans verður. Og þa<5 verður að sjást á öllum húsunum hver býr í hverju.“ Þetta er ekki sönn saga. Hún er búin til handa börnum, sem hafa gaman af að teikna. Þau eiga að íeikna bæinn Höfn. Og það á að vera hægt að sjá á húsunum, hvar úrsmiðurinn og bakarinn og allir hinar búa. (Lauslega þýtt). JÓLABLAÐ - 29 BARNAGAMAN Bærinn, sem brann

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.