Þjóðviljinn - 24.12.1967, Page 30

Þjóðviljinn - 24.12.1967, Page 30
GRAF- SKRIFTIN Nú á dögum tekur enginn eít- ir litla krcxssinum í homi kirkjugarðsins í Svartavatns- sókn. Fólk gengur framhjáhon- um hugsunarlaust. Það er ekki undarlegt. Hann er ekki hærri en svo, að bláklukkurnar teygja sig til hálfs upp meðhonum, og iilgresið hylur hann bráðum. Enginn nennir að lita á letrið. Það er líka máð af veðrum og illlæsDegt. Það er af sem áður var. Sú var tíðin, að þessi litli kross vakti mikla undrun og forvitni. Þá gekk enginn svo um garð- inn, að hann legði ekki leið sína að krossinum. Og gangi eitthvert gamalmenni framhjá hcnum núna. rifjast upp forn- ir atburðir: Gamalmennið sér í anda, hvernig öll Svartavatnssókn Já undir álnaþykkum snjó vetur- inn þann. Bngin kennileiti standa upp úr fannbreiðunni. Helzt þyrfti áttavita eins og á hafi úti. Jafn- slétt er yfir vötn og strendur, kjarr og akra. Kolgerðarmenn- imir, sem eiga heima úti um mýrar og móa, geta nú ímynd- að sér í gamni, að þeir eigi aikra eins og stórbændurnir. Vegimir fytlgja ekki lengur limgirðingunum. Slóðir liggja um þverar og endilangar engj- ar eða eftir botnfrosnum ánum. Jafnvel heima við bæi ganga allar mannaferðir úr skorðum. Fólkið leggur leið sína til vatns- bólsins beint yfir skrúðgarðinn. Hvergi er þó erfiðara aðátta sig en i kirkjugarðinum. Grái múrinn milli garðsins og prests- eetursins er undir fönn og garð- urinn sjólfur f kafi, svo að leiðdn, stór og smá, em með óllu horfin. Á flestum leiðum er litiill járnkross, og við hann hangir 30 - JÓLABLAÐ kippa af litlum hjörtum, sem vindurinn hringlar til og frá. En núna titra ekki þessi Jitlu hjörtu i blænum, sem tákn sorgar og trega. Margir hafa dvalið í kaup- staðnum og haft með sér heim gerfiblómkrans úr gleri og járni handa ástvinum sínum. Þetta er varðveitt undir gleri á leiðunum. En nú eru slík leiöi engu veglegri en hver önnur. öi'fáar sýrenugreinar gægj- ast upp úr fönninni á stöku stað, en gefa enga leiðbeiningu um, hvar hvert leiði er. Gaml- ar konur, sem vanar eru að koma að leiðum ástvina sinna á hverjum sunnudegi, standa nú ráðalausar í snjónum og reyna að geta sér þess til, hvar leiðið er. Er það í nánd við runnann þama — eða þarna? Þær þrá hlákuna. Það er engu líkara en þeir látnu séu fjar- lægari en áður, af því að leið- in þeirra em horfin sjónum. Fáeinir minnisvarðar gægjast upp úr fönninni, en þeir þekkj- ast varla hver frá öðrum held- ur. Ein greinileg slóð er um garð- inn. Hún liggur frá sáluhliðinu að líkhúsinu. Þurfi að jarð- setja einhvern, er farið þang- að með kistuna. Þar flytur presturinn líkræðuna og fram- kvæmir athöfnina. Það ereng- in leið að koma kistu niður í garðinn á þessum vetri. Hún verður að bíða vorsins í lífc- húsinu, þar til Guð gefur hiláku og hægt er að hreyfa mold með reku. Þá gerist það, einanitt þegar vetrarharkan er sem mest og ófært er í kirkjugarðinn, að Sander jámiðjuhöldur á Léir- um missir barn. Leimr er mikið höfuðtoól og Sander járniðjuhöldur er vold- ugur maður. Fyrir skömmu lét hann gera sér ættargrafreit í kirkjugarðinum. Fólk man eftir honum, þó að allt sé á kafi núna. Hann er girtur vegg úr höggnum steini og þar að auki járnfesti. Granítbjarg stendur fyrir miðju, og á það er letr- að stórum stöfum, sem ljóma langar leiðir: S A N D E R. Nú er þetta barn dáið. En þegar að útförinni kemur seg- ir húsbóndinn við konu sína: — Ég vil ekki, að þetta barn liggi í grafreitnum mínum. Við getum séð þau 1 anda. Þetta er í borðstofunni á Leir- um. Húsbóndinn situr einn að morgunverði, eins og hann er vanur. Kona hans, EbbaSand- er, situr í völtustóli við glugg- ann. Þaðan sést yfir vatnið og víðivöxnu eyjarnar. Hún hefur verið að gráta, en um leið og maðurinn segir þetta, þorna hvarmar hennar. Skjálfti fer um grannan líkama hennar eins og ákafur kuldahrollur. — Hvað segirðu? Hvað seg- irðu? spyr hún og röddin skelf- ur. — Ég kann ekki við það, segir húsbóndinn. — Foreldrar mínir hvíla þar, og það stend- ur Sandcr á steininum. Ég vil ekki vita af þessu barni þar. — Já, einmitt. Þetta hefur þú verið að bollaleggja, segir hún og skelfur enn. — Alltaf vissi ég, að einhverntíma mund- ir þú hefna þin. Hann fleygði mundlíninu, rís á fætur og staðnæmist frammi fyrir henni, mikill á velli. Hann ætlar ekki að fá vilja sínum framgengt með mæOgi. En hér getur hún séð hann og séð það svart á hvítu, að ekki skiptir hann um skoð- un. Hann er ekkert nema ó- bifanleg staðfesta. — Ég er ekki að hefna mín, segir hann, án þess að hækka róminn. — Ég þoli það með engu móti. — Þú talar eins og ætti bara að flytja hann milli rúma. En nú er hann dáinn, og hann skiptir engu, hvar hann hvílir. Það er ég, sem verð hér eftir glötuð manneskja. — Það hef ég gert mér ljóst. En ég get ekki annað. Hjón, sem hafa verið gift ár- um saman, þurfa ekki að eyða mörgum árum. Hún veit vel, að til einskis er að biðja hann. — Hvers vegna varstu að fyrirgefa rrrér? Hvers vegna leyfðirðu mér að vera hér á- fram sem kona þín og sagðir, að allt væri fyrirgefið? Hún veit, að hann vill henni í rauninni ekki illt. Hann get- ur bara ekki að því gert, að umburðarlyndi hans á takmörk. — Segðu fólki hvað sem þú vilt, segir hann. — Ég skal þegja. Þú getur sagt, að vatn hafi komizt að gröfinni. Eða segðu, að ekki sé rúm fyrir fleiri en foreldra mína og okk- ur í grafreitnum. — Og því ætti fólk að trúa? — Þú bjargar þér sem bezt þú getur, segir hann. Hann er ekki reiður. Hún finnur það. Hann segir satt. Hann ræður ekki við þetta. Hún færir sig aftur í stóln- um, bregður höndunum aftur fyrir hnakkann og starirþegj- andi út um gluggann. Bágt er, hvað margt óviðráðanlegt mæt- ir okkur í lífinu. Skelfilegast er þó, að í eigin brjósti skuli vakna öfl, sem ekki er hægt að veita viðnám. Hún hafði verið gift kona nokkur ár, þegar ást- in vitjaði hennar. Og þvílík

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.