Þjóðviljinn - 24.12.1967, Síða 36

Þjóðviljinn - 24.12.1967, Síða 36
að koma henni til manna. Ég ætla að setja hana í flöskuog fleygja henni i sjóinn þegar útséð er \un að ég komist ekki lífs af. • Nú kom nokkuð fyrir sem ég hef verið að hugsa um síð- an. Getur annað eins og þetta verið eintómri tilviljun háð? Ég hafði farið upp á þilfar og setzt þar, án þess að nokkur virtist sjá mig eða heyra til mín, of- an ó hrúgu af köðlum og ó- nýtum seglum í skipsbátnum. Meðan ég sat þar og var að hugsa um það hvað íyrir mér mundi liggja fór ég að fikta við það hugsunarlaust að klína tjöru af bursta á segl sem lá þar kirfilega samanbrotið of- an á tunnu. Nú hefur þetta segl verið undið upp, og á því stendur skrifað skýrum stöfum með rithendi minni orðið upp- götvun. Og þó vissi ég allsekki hvað það var sem ég var að skrifa. Ég hef verið að athuga gerð skipsins. Þó það sé vopnað virðist það ekki vera herskip. Reiðinn, bygging skipsins og búnaður benda til þess að upp- runalega hafi það verið ætlað til annars. Það er auðvelt að segja hvað þetta skip er ekki, hitt er þyngri þrautin að vita hvert hlutverk þess er. Ég veit ekki hvernig á því stendur, en við það að skoða þessi ein- kennilegu siglutré, þessa i- burðarmiklu byggingu og mygl- uðu og mosagrónu segl, þetta sérkennilega stefni og ennkyn- legri skut, finnst mér stundum sem ég kannist við þetta, hafi séð það áður einhverntíma fyrir ævalöngu oglesiðum það í einhverri gamalli bók . . . Nú var ég að athuga viðinn í skipinu. Þennan við þekki ég ekki. Mér sýnist hann ekkiþvi líkur, að nokkur maður hefði getað ímyndað sér að hann væri notandi í skip, því hann er svo gljúpur og eygður að ég hef aldrei þvílíkt séð, og stafar það ekki af þvi að hann sé maðksmoginn eins og oft má sjá á skipum sem lengi hafa siglt, og þvi síður er hann fúinn eða vatnssósa. Þó ótrú- legt sé til frásagnar, er hann engu líkari en korki, ef hugs- anlegt væri að korkflögur gætu orðið svo stórar og þykkar, sem þessar eru. Um leið og ég skrifa þetta, rifjast upp fyrir mér orðtak gamals sjómanns: „Þetta er eins satt“, var hann vanur að segja, þegar látinn var í ljós efi um sannleiksgildi frásagn- ar hans, „eins satt og það, að þau höf eru til þar sem skipin nærast og vaxa eins og áhöfn- in sem siglir þeim“. Fyrir kUukkutíma herti ég upp hugann og fór þangað sem nokkrir af skipshöfninni vom fyrir. Þeir gáfu alis engan gaum að mér, þó að ég stæði mitt á meðal þeirra, og virtust ekki vita neitt af mér. Allir voiu þeir jafn afgamlir og hrumir og sá sem ég hafði séð fyrstan. Þeir skulfu í hnjálið1- unum, bökin voru kengbogin og það skrjáfaði í skrælnuðu skinninu þegar vindurinn straukst við það. Raddirnar voru lágværar titrandi og sprak- ar, hvarmarnir rauðir og þrútn- ir og hærurnar flöktu fyrir storminum á hinn óhugnanleg- asta hátt. Hingað og þangað lágu mælingatæki af afar gam- alli og úreltri gerð. • Ég minntist fyrir nokkru á það að hléseglið hefði verið sett upp. Síðan hefur skipið stefnt beint í suðurátt, knúið hvössum vindi, haft uppi öll segll og siglt hraðbyri um ai- rokinn ólgusjó með hvítfyss- andi haföldum, sem sífellt eru að færast í aukana. Ég er ný- kominn ofan af þilfari, því þar er ekki stætt mennskum manni, en ekki hindrar þetta skips- höfnina svo að séð verði. Þaðer stórfurðulegt að skipið skuli ekki vera sokkið fyrir löngu, það er engu líkara en að því séu forlög gerð að vera sífellt á yztu nöf hins bráðasta háska án þess þó að farast. Skipið ber af sér langtum stærri öld- ur en ég hefði getað imyndað mér að til væra, það flýgur yfir þær jafn hratt og létt jg veiðibjallan, eins og ör af streng, eins og kólfi sé skotið, en stórsjóirnir gapa við eins og gin á ófreskju, sem þó megnar ekki annað en hræða, ekki að tortíma. Ég hef þótzt geta fund- ið á þessu eina, og aðeinseina JÓLAINNKAUP Því fyrr — því betra fyrir yður — fyrir okkur Bara hringja svo kemur það 36 - JÓLABLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.