Þjóðviljinn - 24.12.1967, Síða 37

Þjóðviljinn - 24.12.1967, Síða 37
samt ætla ég að gera tilraun til skýringu: ég held að skipið risti svo djúpt, að það hvílli á hröðum undirstraumi eða sterku útsogi. • Nú hef ég séð sjáifan skip- stjórann inni í káetu hans, en svo sem vænta mátti tók hann ekki eftir mér. Þó að vöxtur hans og yfirbragð sé ekki neitt frábrugðið því sem gerist með mennskum mönnum, að minnsta kosti virðist ekki svo við fyrstu sýn, get ég ekki að því gert, að hann vekur mér óttablandna lotningu. Hann er á hæð við mig, hinn vörpulegasti, hvorki tiltakanlega þrekinn né hið gagnstæða. En svipurinn á and- litinu er svo sérkennilegur, hann lýsir óendanlega langri lífsreynslu, að það vekur mér einhverja óumræðilega tilfinn- ingu. Þó að ennið sé lítið sem ekki hrukkótt, ber það svip af óralangri ævi. Hvíta hárið ber því einnig vitni, en gráu aug- un virðast sjá fram í tímann. Gólfið í káetunni er alþakið fornlegum bókum með járn- bentum speldum og mæ'linga- tækjum frá löngu liðnum tíma, slitnum og máðum, og úreltum sjókortum, sem hvergi sjást framar. Hann grúfði höfuðið í greipar sér, og horfði með á- kefð og óróa á eitthvert skjal, sem mér virtist vera umboðs- bréf, því svo var að sjá að það væri undirritað af þjóð- höfðingja. Hann var að umla eitthvað fyrir munni sér, eins og skipverjinn sem ég sá fyrst og gat ég ekki greint nema fá- ar setningar í gersamlega ó- þekktu tungumáli, og það var önugleiki í röddinni, og þó að ég stæði við hliðina á honum virtist hún koma langar leiðir að . . . Skipið og allt sem á því er, er undirorpið ellinni, sjálfum anda hennar og eðli. Skipverj- arnir líða fram og aftur um þilfarið eins og skuggar frá ilöngu liðnum öldum, í augna- ráði þeirra felst ákefð og ótti, og þegar ég sé á leið minnium þilfarið hvar logabjart skinið frá ljóskerunum leikur um hendur þeirra, kemur að mér annarleg tilfinning, sem ég hef aldrei þekkt, og hef ég þóalla ævi fengizt við fornmenjar, og mér dvaldist svo lengi í skugga af föllnum súlum í Baalbek, Tadmor og Persepolis, að mér þótti sem sál mín sjálfs væri orðin að rúst. • Og er ég svipast um núna, finnst mér lítið tiíl um hvað eina sem áður dreif á daga mína, og ókarlmannlegt að láta sér blöskra það. Því nú tekur í hnúkana, þetta æðiveð- ur, sem nú er skollið á, á sér engin nöfn meðal manna, því hvaða hugmynd gefa nöfn eins og hvirfilibylur og ofsastarmur um slík ósköp og þau sem nú ganga á? Allt umhverfis skip- ið er myrkri hulið, hvergi grill- ir i hina minnstu glætu af himni og i hafrótinu getur ekki að líta neitt löður, en svo sem eins og í einnar sjómílu fjarlægð ti'l beggja handa djarf- ar við og við fyrir þverhníptri ísrönd svo hárri að ekki eygir upp fyrir, og er þetta líkast þeiri’i hugmynd sem menn gera sér um heimsenda . . . Svo sem mig grunaði er skipið hrakið áfram a£ stríðum straumi — ef það nafn mætti gefa slíkri röst, sem brýtur með beljandi ofsa og háu brim- hljóði við hvítan ísvegginn, með fallhraða fossa og flúða í straumhörðu stórfljóti . . . Ég geri mér enga von umað nokkur maður geti skilið hví- lík ógn mér býður af þessum hamförum náttúrunnar, en samt er löngunin til að kynnast þess- um firnum öllum ótta yfirsterk- JÓLABLAÐ - 37

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.