Þjóðviljinn - 24.12.1967, Page 45

Þjóðviljinn - 24.12.1967, Page 45
Skagfield söngvara. Fátt mun afkomenda annarra dætra Jóns og þá frekast í Ameríku. Jóhannes hét sonur Jóns og Margrétar, f. 1800. Margrét er ráðskona á Hnitbjörgum í Hlíð 1816 og með Jóhannes. Hann kvæntist Þorbjörgu dóttur Jóns Guðmundssonar á Viðastöðum og Sessellju dóttur Sigurðar hreppstjóra á Víðivöilum, Einars- sonar. Var Sesselja systir Ingibjargar móður Sigurðar á Mýrum Eiríkssonar, langafa míns. Synir Jóhannesar voni Sigurður stór- kaupmaður í Kaupmannahöfn, er varð ríkur maður, og Kristinn Sveinn, faðir Guðrúnar, móður Friðbjörns bónda á Hauksstöð- um Kristjánssonar, er lézt á þessu ár. Guðlaug Jakobsdóttir átti (41 árs) Grím í Leiðarhöfn, Grímsson og var hann þá 19 ára. Þeim nýttist ekki af hjónabandi og voru skilin með dómi 1827, áttu 1 barn sem dó strax. Guðrún Jakobsdóttir varð tví- gift, en barnlaus. Hér hefur víða komið fram Ingibjargarnafn í ætt frá Jakobi, og eru þó ekki öll talin. En Ingibjörg hét dóttir Runólfs Jakobs- sonar. Hún var tvígift í Skagafirði en átti að síðara manni Sigurð Andrésson, og bjuggu þau í Kjartansstaðakoti í Skagafirði, er séra Halldór Jónsson hélt Glaumbæ, en stutt er milli þeirra bæja. Halldór prestur fór að Hofi í Vopnafirði 1848 og árið 1854 fluttu þau hjón, Ingibjörg og Sigurður, til hans að Hofi Það sögðu gamlir menn mér, að eftir að séra Þorgrímur Arnórsson kom í Hofteig, sem var sama ár og séra Halldór kom í Hof, en þeir voru systrasynir frá Bólstaðarhlíð, hefðu tekizt upp skemmti- reiðar úr Vopnafirði til Hofskirkju. Lítils hófs þótti kenna í þeim útreiðum og brennivín stórum við of í ferðunum. Hafði þá Sigurður dottið af baki á Smjörvatnsheiði og beðið bana af — þó held ég ekki samstundis, en líklega síðar af afleiðingun- um. Það var 1855. Tókust þá af ferðirnar. Þau Sigurður og Ingi- björg áttu þrjú börn, sem með þeim komu, og fór eitt vestur aftur. Jakob Sigurðsson bjó á Guðmundarstöðum og missti þar konu og öll börn (3) á einu missiri. Sigurður Sigurðsson, Andr- éssonar, bjó í Leiðarhöfn og Skálanesi. Hann átti Matthildi Sveinsdóttur frá Viðfirði. Þeirra dóttir var Hildur. Hún átti fyrst frænda sinn, Jósef frá Skógum Jósefsson, Hjálmarssonar, og voru þeirra börn Hilmar, nú í Strandhöfn, Sigríður, hús- freyja á Hámundarstöðum og Ingibjörg, húsfreyja á Bakka á Óskum öllum félagsmönnum og öðrum viðskiptavinum gleðilegra jóla og nýárs. Þökkum fyrir gott samstarf á liðandi ári. Kaupfélag Hrútfirðinga Borðeyri. KAUPFÉLAG KRÓKSFJARÐAR Króksfjarðarnesi óskar öllum viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum GLEÐILEGRA JÓLA. Strönd (Skeggjastaðahreppi). Ekkert er mér kunnugt um aðra núlifandi konu er þetta sögufræga nafn ber en Ingibjörgu Jós- efsdóttur á þessum slóðum í ættinni. Þannig binda þjóðhættirn- ir kynslóðirnar saman og maður sér glitra á þræðina langar leið- ir í tímanum. Jósef varð skammlífur og átti Hildur siðan Guð- jón bróður hans, og bjuggu þau í Strandhöfn góðu búi og voru vel metin hjón. Sonur þeirra, Jósef, býr nú í Strandhöfn. Bróðir hans, og sonur Hildar og Guðjóns, er Sigurður Jakob, bæjarfógeti í Ólafsfirði. Mikill fjöldi af afkomendum Jakobs fór til Ameriku á 19. öld. 1—2. okt. 1967. Heimildanna er víða getið: „Ættir Austfirðinga“, mann- talsbækur, þingabækur, Landsskjalasafn, manntöl o.fl. KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA Sauðárkróki óskar öllum viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. □ VIÐGERÐIR OG □ LEIÐRÉTTINGAR Á □ ÁTTAVITUM. KONRÁÐ GÍSLASON Verbúð 4 v/Tryggvagötu, Sími 15475. JÓLABLAÐ — 45

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.