Þjóðviljinn - 24.12.1967, Page 58
minna en tvö til þrjú hundruð. fullorðinn. (Þögn) — Er yður
Það er míkið rhiðaS v'ið svo fá- 1 einhver vandi á höndum með
Hefurðu meitt
t»ig?
FAmihald af bls. 23.
í allskyns málum, en vanrækja
börnin.
Prestur: Vafalaust er það í
ýmsum tilfellum rétt. En heim-
ili frú Rannveigar hefur alltaf
verið til fyrirmyndar.
Móðirin: En hvað getum við
þá gert prófastur fyrir þessi
vesalings mislukkuðu börn okk-
ar? Hver er þá orsök þess að
börn frá fyrirmyndar heimilum
fara svona? _
Prestur: Ég var einmitt að
segja það áðan. Ég skil þetta
ekki. (Baðar út höndum). Við
stöndum agndofa. Auðvitað
vakna hjá okkur spurningar um
það, hvort við höfum ekki van-
rækt eitthvað, — hvort okkur
hafi orðið á einhver meiriháttar
mistök í uppfræðslunni, — ef
til vill ekki gert allt sem hægt
hefði verið að gera. — Það er
að sjálfsögðu ekki sársauka-
laust að horfa á það að börn,
svo að segja nýkomin frá alt-
arinu, skuli fremja grófustu
siðferðisafbrot. En hvað er
hægt að gera? — Fólk krefst
þess að drengurinn verði fjar-
lægður. — Heimtar að hann
fari burt, — burt úr söfnuðin-
um.
Mútta: Jahá. Reka, reka. Það
er nú búið að reka hann burt af
þessu heimili, og svo á líka að
reka hann burt úr söfnuðinum.
Hvar er eiginlega ætlazt til að
þetta sé? Ég bara spyr nú prest-
ur minn.
Prestur (baðar út höndun-
um): Ó, við sjöndum agndofa,
— ráðalaus. Ég hef að sjálf-
sögðu engan ráðstöfunarrétt á
drengnum. Þetta er vandamál,
mjög erfitt vandamál.
Mútta: Það má vel vera að
þetta sé alvarlegt og erfitt mái.
En nú sem stendur er hann í
mínu herbergi, og þaðan verður
hann ekki fjarlægður, nema
hægt verði að koma honum
undir læknis hendur. Þessi börn
eru orðin veik og vansköpuð
vegna óheppilegrar uppeldis
aðbúðar.
Prestur: Alveg rétt frú, mjög
rétt athugað. Ég er alveg á
sömu skoðun.
Mútta: En fyndist prestinum
ekki rétt að reyna að tala um
fyrir drengnum, — reyna að
koma honum á rétta braut. Það
mætti kannski segja, að betra
sé seint en aldrei.
Prestur (lítur á armbandsúr
sitt): Ég er afar tímabundinn.
En það er sjálfsagt að tala við
hann, ef þið haldið að það hafi
einhver áhrif.
Móðirin: Kannski þú reynir
að hafa samband við hann
mamma?
Mútta (tautar og fer): Enginn
má vera að neinu, allir þurfa
að flýta sér.
Móðirin (snýr sér að presti):
Hann á það til að vera töluvert
stóryrtur og ófyrirleitinn. —
Móðir mín kemur helzt ein-
hverju tauti við hann. — Ó ég
verð að segja það eins og er.
Hann er varla viðræðuhæfur,
— það er eins og hann sé í and-
stöðu við allt og alla. — Jafnvel
hati svo mikið. (Nýr hendurn-
ar).
Mútta (kallar við dyrnar):
Dengsi, Dengsi minn. — Ég þarf
að tala við þig.
Dengsi: Nú, nú amma. hvað er
ag þér, því kemur þú ekki inn.
(Hún fer inn).
Prestur: Því miður virðist
ekki hér vera um að ræða nein
einangruð fyrirbæri meðal ung-
linga. í nótt munu hafa verið
saman komnir hvorki meira né
menná borg.
Móðirin: Hér hlýtur að vera
um einhver alvarleg mistök að
ræða hjá okkur foreldrum þess-
ara barna. — Auðvitað reynum
við að vera þeim góð. — Én, en
kannski ekki nógu ströng.
Prestur: Mannleg mistök eru
alltaf að ske, þau eru og verða
eilíft vandamál mannkynsins.
Þó ber okkur að sjálfsögðu að
leita mistakanna og finna þau.
— Já reyna að finna þau.
Móðirin: Ójá, það mun vafa-
laust reynast erfitt.
Prestur: Satt að vísu. En ekki
megum við gefast upp. Leitið
og þér munuð finna, segir
heilög ritning. Og ef við finn-
um mistökin munum við ekki
láta þau endurtaka sig.
Móðirin: Ójá, prófastur. —
Hin börnin?
Prestur: Já, frú, einmitt
vegna hinna barnanna. (Lítur á
armbandsúrið). Það væri ef til
vill heppilegast að við værum
einir meðan við ræðumst við.
Móðirin: Já, sjálfsagt. (Hún
fer. Prestur rjátlar um hugsi)
Dengsi (Kemur út úr her-
berginu, setur sig í varnarstöðu,
stjákilar um); Amma sagði mér
að presturinn óskaði eftir að
ræða við mig einhver aðkall-
andi vandamál. Gætum við
ebki hrist það af í fljótheitum.
Okkar á milli sagt, þá er mér
svefns vant.
Prestur: Já, ég skil það,
uhum, umm. (Þögn) Uhum
umm. — Þú ert orðinn stór og
myndarlegur piltur Dengsi.
Uhum. — Hvað ertu orðinn
gamall?
Dengsi (hlær): Bráðum átján.
Fjögur ár síðan þér fremduð
mig. Tja, þó nokkur aldur
prestur minn, maður er þegar
aldur minn?
Prestur: Uumm humm. —
Ég kom tffl að ræða við þig hin
alvarlegu og ógnvekjandi sið-
ferðisafbrot og vandræðaat-
burði sem áttu sér stað í nótt,
og sem þér munu vel kunnir.
Dengsi: Jaá, þetta með okkur
krakkana. — Stundum fer ým-
islegt öðruvísi en ætlað er f
upphafi. — Við stigum þarna
ofaná nokkra lögregluþjóna, —
kannski heldur fast.
Prestur: Hmm. Þú minntist á
það áðan að þú værir að verða
fullorðinn. Finnst þér þessl
verknaður bera þess merki?
Dengsi: Við krakkarnir vor-
um bara að leika okkur, og
þeir fóru að skipta sér af því.
Prestur: Og fundust þér þess-
háttar leikir við hæfi átján ára
manna?
Dengsi: Tja. Þetta voru nú
aðeins mjög venjulegir mömmu-
og pabbaleikir, af, — ja það
mætti kannski segja, af ýms-
um tegundum. (Þögn, þeir
stjákla áfram.)
Prestur: Humm. Gætum við
talað saman i einlægni, — eins
og félagar og, hm, og vlnir.
Dengsi (læst hissa): Getur
presturinn hugsað sér að tala
við mig í einlægni?
Prestur: A-uðvitað. — Og ég
óska í fyllstu alvöru að það
geti verið gagnkvæmt.
Dengsi (hlær háðslega): Er
langt síðan presturinn komst
á þá skoðun?
Prestur: Hvað áttu við?
Dengsi: Sýndi presturinn mér
þennan einlæga trúnað þegar
hann fræddi mig um trú og
trúarjátningu hér um árið?
Prestur: Að sjálfsögðu.
Dengsi: Ég hefi heyrt að við-
horf prestsins til hinnar helgu
bókar sé ekki alltaf á þann veg
að hún sé óyefengjanlegt, heil-
agt, innblásið guðsorð. (Þögn).
Prestur: Þú segist hafa heyrt
það. Við ættum ekki að taka
söguburð og slúður sem óve-
fengianlegan sannleika.
Dengsi: Var presturinn ekki
áðan að minnast á einhver al-
varleg siðferðisafbrot og vand-
ræðaverknað. Fréttuð þér af
þessu ha. eða voruð þér kannski
á gægjum fhlær, bögn).
Prestur: Ég hefi ekki ásakað
þig og ætla hvorki að ásaka big
eða dæma. Ég óska aðeins eftir
því áð fá að ræða við big í
trúnaði op einlægni. Engin
vandamál leysast með ásökun-
um eða dómum —
Dengsi (æstur): Þér munuð
ásaka mig og dæma ef bér
þyrðuð bað. En þér eruð hrædd-
ir, — hræddir um að ég beri
yður byngri sökum en bér eruð
færir um að rísa undir.
Prestur: Það er að siálfsögðu
býðingarlaust að revna að ræða
vandamál bín með því hugar-
fari sem birtist í þessum um-
mælum bínum. Enginn brevsk-
ur maður veit afflan sannleik.
Hversvegna ásakanir og dóma,
Þér styrkið eigin
hag um leið og þér
verzlið í
kaupfélagi yðar.
Höfum ávallt fyrir-
liggjandi úrval af
öllum algengum vör-
um. Um leið og vér
þökkum ánægjuleg
viðskipti á árinu sem
er að líða, óskum vér
landsmönnum öllum
GLEÐILEGRA JÓLA
og farsældar é
komandi ári.
Kaupfélag Siglfirðénga
SIGLUFIRÐI — SÍMI 101.
58 - JÓLABLAÐ