Þjóðviljinn - 24.12.1967, Side 61
þegar hann fór með fyrstu
skattaskýrsluna sána. — Hvað
sagði hann? — Að þú sendir
sig á námskeið til að læra
skattsvik. Haha, jahá, haha.
Æskan er oft ósanngjörn.
Stjúpinn: Og bætti því við.
Af því þú kveinkar þér und-
an að kenna mér skattsvikin
sjáifur.
Drengur: Pabbi, pabbi. Eru
englarnir fuglar?
Stjúpinn: Já já. Kannski dá-
lítið skrítnir fuglar.
Móðirin: Hvað var tilefni
þessara ásakana? Þú sendir
hann til lögfræðingsins ogsagð-
ir. — Já, — Hvað sagðirðu,
ha?
Stjúpinn: Æi. Hvað ætli ég
muni það.
Móðirin: Jújú, við hljótum að
geta rifjað það upp? Þú sagðir:
Farðu með skýrsluna til hans
Þórs, — sagðirðu það ekki?
Stjúpinn: Já. Og hann leið-
beinir þér sagði ég. — Nú, svo
fór hann.
Móðirin: Jájá, þannig var
það. En af hverju varð dreng-
urinn þá svona æstur?
Stjúpinn: Ég skil það ekki.
Þór hringdi bara til þessara
manna sem drengurinn hafði
unnið hjá, og spurðist fyrir um
það, hvort þeir gæfu tekjurnar
hans upp. Þá hafði strákurinn
bókstaflega orðið vitlaus. —
Sagðist vera kominn til að telja
fram tekjur sínar, en ekki til
þess að læra skattsvik.
Mútta (hlær): Jájá, hann
sagði þetta líka hérna heima
þegar hann kom með óútfyllta
skýrsluna. Jahaha, þvílíkt uppi-
stand.
Drengur: Pabbi, — pabbi. —
Var þetta kannski engill í
trénu.
Móðirin: Svona æsingur er á-
reiðanlega sjúklegur. Eða, finnst
ykkur þetta eðiileg viöþrpg^,
ha?
Mútta: Nehei. Þetta voru sko
engin eðlileg viðbrögð. Heil-
brigðir unglingar hefðu ekki
farið að æsa sig upp útaf svona
smámunum.
Stjúpinn: Mér virðist þetta
mjög ljóst. Þarna hélt hann sig
geta fengið höggstað á mér,
þessvegna æsti hann sig upp.
Þetta er hefndarþorsti, sprott-
inn af hatri til mín.
Móðirin: Hatur hans kemur
ekki meira niður á þér en öðr-
um. Ég hlustaði á þegar prest-
urinn talaði við hann. Það var
ófagurt samtal! Mér fannst ég
mundi bugast af smán.
Drengur (reynir að vekja at-
hygli föður síns): Pabbi, pabbi
minn.
Stjúpinn: Ég fann dagbók i
herberginu hans þegar ég flutti
skrifborðið mitt þangað inn. Ef
þið kynnið ykkur það sem þar
er skrifað munið þið áreiðan-
lega ekki rengja að hatur hans
beinist að mér. (Fær móðurinni
vasabók).
Drengur: Pabbi, pabbi.
Stjúpinn: Já, vinur minn.
Hvað ætlarðu að segja pabba?
Drengur: Var þetta kannski
engill i trénu?
Stjúpinn: Ha. Hvað segirðu?
í hvaða tré?
Drengur: Fuglinn úti í garð-
inum. — f — f trénu pabbi
minn.
(Þær lesa tuldrandi).
Stjúpinn: Þið sjáið sjálfsagt
þarna, að það er ekkert út i
AXMINSTER
ANNAÐ
EKKI...
JÓLABLAÐ - 61