Þjóðviljinn - 24.12.1967, Síða 63

Þjóðviljinn - 24.12.1967, Síða 63
pund, og það íór allt á maganrs. Móðirin: Hvernig líður þeim, — lögreglumönnunum? Slösuð- wst þeir mikið? Beggi: O, nei, skollakornið. Skrámur og marþlettir, heila- hristingur, taugaáfal. Þeir lifa. Móðirin: Guði sé lof. Það hefur þá ekki orðið dauðaslys. Beggi: Ne' svo slæmt var það ekki. En mál drengsins er þrátt fyrir það mjög alvarlegt. Móðirin: Hann er sjúkur drengurinn. Hann þyrfti að komast f annað umhverfi. eða á sjúkrahús. Beggi: Ég bjó mig undir þetta systir mín. Ég á frátekið flug- far fyrir tvo. Hann verður að komast inn á stofnun, þar sem hann getui fengið viðeigandi meðferð. Svo ekki meira um það. — Það verður að dempa dálítið niður þessar ungu upp- reisnai-hetjur og mannkyns- frelsara. Mútta: Að þú skulir tala svona í viðurvist barna. Ekki nema það þó. Mannkynsfrelsarar, þessir ólátabelgir. Beggi: Jæja, jæja mamma mín. Þessi ungu mannkynsfrels- sraefni, sem breyta þarf í venjulegt fólk. Mútta: Og telur þú þig þess umkominn að ráða því hvort upp komi mannkynsfrelsarar eða ekki. Þú ættir nú að leggja niður allan spraðurbassahátt, þegar þú ert orðinn læknir og ábyrgur maður. Beggi: Ja, segja mætti mér að hér eftir yrðu ekki mann- kynsfrelsarar á hverju strái, enda bættur skaðinn. Og þó, — þó væri kannski tilbreyting að því að fá svona einn og einn með nokkurra alda millibili. En ekki núna, nóg baslið samt. Nei, mín elskulegu. Ekki núna, ekki núna. Mútta: Ösköp er að heyra til þín drengur. Beggi (tekur drenginn af móður sinni): Hvað segir minn stóri og fallegi frændi? (Dans- ar með hann um gólfið). Drengurinn: Bráðum verð ég eins stór og pabbi minn. Stjúpinn (hefur tekið fram vínföng); Einn sjúss læknir? Beggi: Sannaðu til móðir mín. Gefðu okkur Dengsa eitt ár, og hann kemur niður úr há- loftunum, og verður fyrirmynd- arbókari. Vandinn er aðeins sá að hitta á púnktinn. Hleypa út mátulega miklu lofti. Mútta: Hættu, hættu. Halda að hægt sé að minnka eða bæta lofti í fólk, eins og í bíldekk. Bannsett fjarstæða. Þetta er ekki einu siuni fyndið Beggi. Beggi: Ja, sannaðu bara til. Dengsi verður kominn niður í úrvals bókara eftir árið. Sann- aðu bara til móðir mín. Stjúpinn: Skál, læknir. (Þeir skála. Drengurinn fylgist með af áhuga). Móðirin: Ég er hrædd um að Dengsi samþykki aldrei að fara með þér. Og óframkvæmanlegt verður að flytja hann nauðugan. Beggi: Þegar tugthús er á næsta leiti ætti það að vera möguleiki. Ég tók með mér nokkrar töflur til öryggis, ef hann yrði erfiður. Gætum við ekki treyst mömmu til að koma þeim málum í lag. (Fær henni öskjur). Tvær til fjórar í einu. Mútta (tekur við öskjunum, snýr við eins og í vafa): Er það satt að hægt sé að lækna fólk af samvizkubiti? Beggi: Tja, ef til vill mætti orða það svo. Mútta: Og óhagkvæmum ást- artilfinningum? Beggi (hlær): Ja, því ekki það. Mútta (gengur að herbergis- dyrum): Og getið þið einnlg gert fólk að aumingjum og hálfvitum? Beggi (reiðilega): Við lækn- um fólk, móðir mín, — lækn- um fólk. Mútta (hverfur inn í her- bergið): Ég þvæ hendur mínar. Stjúpinn (lyftir glasi): Skál mágur. (Þeir taka út). Beggi (Dansar um gólfið með drenginn, staðnæmist hjá mági sínum): Þessi verður læknir þegar hann hefur aldur til. Stjúpinn: Jæja. A hverju merkirðu það? Beggi: Hendurnar mágur. Jájá hendurnar. (Snýr sér að drengnum). Er það ekki Satt frændi. Ætlar þú ekki að verða læknir þegar þú verður stór? Drengurinn: Nei. Ég ætla bara að drekka brennivín eins og hann pabbi minn. (Þögn, síðan vandræðalegur hlátur). Beggi: Ja. Hann var góður þessi. Móðirin (tekur drenginn): Nú skalt þú fara út í garðinh, vin- ur minn. Kannski sérðu fiigl- inn sem þú sást í gær. Drengurinn: Nei nei marbma. Fuglinn er farinn upp í himin- inn til pabba síns. (Fer) Beggi (tekur hatt sinn); Þú kemur Dengsa á flugvöllinn klukkan tvö kæri mágur. Ég verð þar fyrir og tek á móti honum. (Veifar hendi). Heil og sæl, sjáumst brátt aftur. Þau: Vertu sæll og góða ferð. (Þau fara af sviðinu. Sviðið er autt). Endurtekning frétta. Unglingaóeirðir brutust út í nótt. Mörg hundruð unglingar æddu um borgina, frömdu skemmdarverk, og höfðu í frammi ósiðlegt athæfi á al- mannafæri. Nokkrir lögreglu- menn slösuðust, og ýmsir veg- farendur urðu fyrir hnjaski. ÖI- æði var með mesta móti. AUar fangageymslur lögreglunnar yf- irfullar, og átta bifreiðastjórar teknir úr umferð vegna ölvun- ar við akstur. Innbrot voru framin á þrem stöðum og stolið peningum og verkfærum. Er- lendar fréttir. Hemaðarátök hafa verið með mesta móti nú yfir helgina í Vietnam, enda nýbúið að fjölga allverulega í bandaríska hernum. Talið er að um sjö hundruð skæruliðar hafi mwfILL Sími 22-4-22 ER STÆRSTA BIFREIÐA- STÖÐ LANDSINS. HREYFILL veitir yður þjónustu allan sólarhringinn. TALSTÖÐVARNAR í bifreiðum vorum gera kleift, að hvar sem þér eruð stadd- ur í borginni er HREYFILS-bíll nálægur. Þér þurfið aðeins að hringja í síma 22-4-22 WRCVFILL Samvinnuverzlun tryggir sannvirði Þökkum félagsmönnum vorum ánægju- legt samstarf á árinu, og óskum þeim og öllum viðskiptavinum vorum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. KAUPFÉLAG TÁLKNAFJARDAR Sveinseyri. JÓLABLAÐ — 63

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.