Þjóðviljinn - 24.12.1967, Page 64

Þjóðviljinn - 24.12.1967, Page 64
Þáttur úr ævisögu Hefurðu meitt þig? verið drepnir, og er það rúmu hundraði fleiri en vitað er um að fallið hafi áður á einum sólarhring. (Móðirin kemur fram, tekur til við störf. Dengsi og Mútta koma út úr herberginu.) Dengsi (Gengur til móður sinnar, drúpir höfði að öxl henni. Þögn.): Manstu þegar við áttum heima inni við sundin? Móðirin: Já, Dengsi. Dengsi: Við tvö. Baraviðtvö? Móðirin: Já Dengsi. Ég man það alltaf. Dengsi: Og manstu líka litlu söguna um litla húsið sem ég sagði þér á kvöldin þegar ég var háttaður? Móðirin: Já Dengsi minn. Ég gleymi henni aldrei. Dengsi: Þegar ég er orðinn stór ætla ég að byggja hús handa þér (Þögn. Þau brcsa). Móðirin: Það þarf ekki endi- lega að vera stórt hús. Neinei. Það má gjarnan vera lítið hús, bara fyrir qkkur tvö. Dengsi: En það á að vera fal- legt hús með svölum sem snúa út á sundin. Móðirin: Svo að við getum setið þar saman á kvöldin og horft á hvernig sjórinn skiptir um lit, því stundum verður hann grænn eða rauður, gulur eða blár (Bæði) eins og regn- bogabúturinn uppi í Esjunni. (Þögn). Dengsi: Og svo. — Svo signd- irðu mig mamma. Móðirin: Já drengurinn minn. Dengsi: Mamma. Móðirin: Já Dengsi. Dengsi: Viltu signa mig einu sinni enn. — Mamma. — Að- eins í þetta sinn. Móðirin (signir hann og segir skýrri röddu): í nafni guðs föður, sonar og heilags anda. (Bæði) Guð minn góður komi til mín og varðveiti mig frá öllu illu til lífs og sáOar, þessa nótt og aila tíma í Jesú nafni amen. (Þögn um stund. Dengsi eigrar slapplegur til stjúpans sem bíður við útidyr. Þeir fara). Mútta (þurrkar sér um augu): Guð almáttugur fyrirgefi mér að fara svona með drenginn. Ó ég veit hann verður farinn að slefa þegar þeir koma út. Stúlkan (kemur nakin út úr herberginu og hrópar): Dengsi Dengsi. Hvar er Dengsi? Eruð þið búnar að taka hann frá mér. Mútta: Hann er á leið til Kaupmannahafnar, á sjúkrahús. Stúlkan (hnigur niður á gólf- ig og grætur hátt): Þá eruð þið búnar að eyðileggja okkur, — okkur bæði. Og við sem ætl- uðum norður með vorinu. Telpan (kemur inn með skólatösku, snýr sér að móður sinni): Af hverju er hún að gráta mamma? Hefur hún kannski meitt sig? — Tjaldið. 64 - JÓLABLAÐ Bráðung að aldri fór ég að heiman og var ferðin ekki löng, en þó var eins og ég hefði far- ið úr einum heimi yfir í ann- an, og bar það mest til að ég þjáðist þarna af ákafri sekt- artilfinningu, og fannst sem ég hefði tekið hús á þessu góða og saklausa fólki, sem þarna var. Á þeim árum var ég svo heimsk að ég kunni ekki að hræðast háska (og er raunar enn), en að vera þar sem ég átti ekki að vera, samkvæmt ófrávíkjanlegu lögmáli — það kunni ég ekki við. Samt var þarna margt betra og fullkomnara en ég átti að venjast, og hafðir húsálfar til að gera verkin, og þeir ekkert sérlega fáir, og stóð hver vel fyrir sínu verki, þar sem á mínu fyrra heimili hver hliðr- aði sér í kapp við annan við að vinna það sem ekki þótti gaman að gera. Tveir ungir menn voru þarna og þótti mér annar gamall og kuldabólgulegur, en var ungur samt og hafði ekki meiri kulda- bólgu en gengur og gerist, en hinn var sprækur og spraði- bassalegur. Hvað um þá varð, veit ég ekki, en gizka á að annar hafi orðið biskup en hinn forseti íslands eða átt kost á að verða það, ef þeir hefðu viljað, en væru orðnir að keisara og páfa ef þessi embætti væru til. (Ekki ferst mér að lasta neinn fyrir að vera kuldabólgulegur, ég var sjáif kuldabólgulegust af öll- um.) Á mínu fyrra heimili voru börn og ungir menn alltaf að 'deyja, og fóru að því ýmist hratt eða hægt, og þótti mér þeim betri hinn skjótari dauð- dagi. Af þeim sökum var þeim þess varnað að komast til nokkurra metorða. Á mínu fyrra heimili var ekki um það fengizt þó að ævidögunum væri sóað, þó að stundirnar færu viðnámslaust í glatkistuna, enginn ætlaði sér neitt. Laxinn mátti leika sinn glaða leik í vatninu í fegurð sinni, óáreittur af okkur, fugl- arnir úa og klaka við ána niðri, án þess að þurfa að hræðast nokkurn af bænum, en á þessum nýja stað átti allt að þjóna markmiði, — þarna átti að koma kirkja, þarna höfn, vegir og brýr, híbýli og hvaðeina, — allt var á fleygi- ferð fram á við. En — ó, hvað var nú orðið af því ýli vinda við húshorn, sem svo viðfeld- inn undirtónn var voru frið- samlega tilgangsleysi, hvar næðið til lestrar við undirleik vatns og vinda? Og bækurnar, hvar voru þær? Já, þær voru þrjár, og voru mér fengnar þær af góð- um og glöðum huga svo ég yrði að manni við að lesa þær, (annars þótti víst borin von ég yrði það), en ó vei, ó vei: Þær hétu Smil til Verden og Verden Smiler til Dig, Vind Venner, Vejen til Ros og Magt, og ekki hafði ég lengi lesið fyrr en upp í mér kom sá hundingj aháttur, sem ekki góð vættur hafði niður hjá mér lagt, því þrátt fyrir allan heig- uls-, hérvillings- og heimóttar- háttinn gat ég verið nógu grimm innvortis, ef því var að skipta. Það er vafalaust satt, að ég lét flest á mig ganga, án þess að andæfa, en væri mér fengin góð og siðbæt- andi bók til að læra gott af, svo sem þessar bækur voru, þá var sem eitthvað tæki í og segði sem svo: Hingað en ekki lengra. Það var heimsstyrjöld úti í heimi á þessum árum, og höfðu ungir menn verið teknir frá mæðrum sínum hvar sem náð- ust, og færðir í föt sem öll voru eins til merkis um að þeir ættu allir að vera eins. Síðan var farið með þá i vögnum langt í burt eins og búpening til slátrunar, og er þeir komu á ákvörðunarstað, voru þar fyr- ir djúpar gryfjur handa þeim að fara niður í — eða þeir voru látnir grafa þetta sjálfir — síðan reknir ofan í og bann- að undir dráp að fara upp úr. Daunillar, agablautar og full- ar af rottum voru gryfjur þessar, og sagði margur: Guð hjálpi mér ef ég á að fara þarna niður. Ekkert vissu menn þessir hvaða tilgang þetta hafði, en héldu víst vitlausa menn og illa innrætta að auki vera að gera sér þennan gráa óleik. Og var þeim skipað að skjóta og meiða sem flesta af öðrum ungum mönnum sak- lausum í gryfjum á móti. Um þetta var ég á stundum að hugsa í myrkrinu ein og kuld- anum, og var ég þá alldöpur í huganum. Og æ síðan hafa mér fundizt stríð vera bjána- leg og tilgangslaus, nema til- gangurinn væri illt eitt. Ég þóttist sjá það 1 hendi mér að brátt mundi útgang- urinn á þessum þjónustu- bragðalausu veslings mönnum verða hryllilegri en orð fá lýst og mundu þeir af þeim sökum verða svo ergilegir og geðvondir (en ekki viðlit að þeir fengju að fara upp úr og þvo sér) að þeir hefndust á saklausu fólki óvopnuðu og mundi margt verk unnið, sem betur hefði óunnið verið. Þegar brjóstgóðar heldri kon- ur á íslandi fréttu af fótabún- aði mannanna í gryfjunum, viknuðu þær og fóru að prjóna handa þeim sokka af ríkdóml hjartagæzku sinnar. En svo seinar voru þær að prjóna að fætur gryfjubúa voru af þeim dottnir og grotnaðir áður en þær felldu af framleistinn. M. E. Gleðileg jól - farsœlt komandi ór Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Osta- og smjörsalan s/f Snorrabraut 54.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.