Þjóðviljinn - 24.12.1967, Qupperneq 65

Þjóðviljinn - 24.12.1967, Qupperneq 65
Úr Grímseyiartýsingu séra Jóns Norðmanns 1 Algengustu veikleikar eru: Gigt í fáeinum. Hjartveiki eða einhvers konar hræðsla, að henni eru brögð ei lítil á allmörgum, og vegna hennar forðast eyjar- menn margir saltan mat. Við henni tjá eybyggjar gott ráð vera að éta glóðvolgt, hrátt bj am dýrshj arta. 2. 3« Grímseyjarvatn eða bjúgur og ákomur um liðamót hefur oft ásótt, helzt um vetrartíma, kvenfólk það, er miklar kyrr- setur hefur, og einkanlega það, sem er úr landi komið. Land- fólk heldur, að það komi af vatninu á eynni, en eybyggjar segja það komi af því, ef borð- að er súrt eyjarkál, og víst er um það, að miklu meiri brögð voru að því fyrrum en nú, enda súrsa menn nú aldrei eyjarkál. Grímseyjarvatni er lýst á þessa leið: Fyrst kemur stríðug- leiki um liðamót (hnjáliði, úln- liði og hnúaliði) og smáfærist út í sinarnar. Bólga fer að fær- ast á liðamótin, og holdið um þau fer að blána. Síðan fara að detta á sár um liðamótin og verður skál ofan í. Sárin eru blárauð og taka síðan að blá- sortna, og líkaminn allur tekur að verða bláhvítur. Veiki þessi færist á fólk á einu eða tveimur árum og batnar stundum svo á sumartímanum, að sárin gróa, og er þá hörundsliturinn, þar sem sárin voru, líkastur Ijós- bláu klæði. Varla hefur orðið vart við þessa veiki siðan 1830, og enginn hefur dáið úr henni síðan 1824, en áður var hún að kalla mátti algeng á eynni. 4 ísbirnir hafa oft á land gengið, bæði hvítir og á stund- um grákinnóttir og, að sögn, rauðkinnóttir, Hafa þeir oft verið lagðir, og einu sinni fyrr- um hefur bjarndýr á eyjunni „lagzt á hramminn," þ. e. búið sér til hús í snjóskafli, lagzt þar og sogið hramminn------------. Lengi hafa sögur gengið um, að skrímsli gangi upp á eyna. Hjá eyjarmönnum eru þessi nafngreind: Otur, rokkur (þ.e. þrífætt skrímsli, stórt, snoðið, slær afturfætinum inn milli framfótanna og hendir sig á honum). Skeljaskrímsli, á það er mælt, að gljái allt og hringli í. Fimfætt skrímsli, lítið, mó- rautt, kafloðið, og þess utan sexfætt og sjöfætt. Eitt með lakari óhægðum eyjarinnar er eldiviðarleysi, þar sem tað er lítið en móskurð- ur enginn, trjáreki einnig frem- ur lítill. Til að bæta nokkuð úr því, er rist mikið af smáum torfum, og þeim hlaðig þannig, að annað lagið er alltaf torf en hitt lagið fílungavængir, fugla- hausar, skegluræflar etc. hitnar svo í hlöðunum, verður það góður eldiviður og heitir vængjatorfa. Framh. á bls- 67 Bókbandsvinnustofan Bókfell h.f. Hverfisgötu 78. HJÁ BÓKFELL! ER BÓKBANDIÐ BEZT. Bókbands vinnustofan Bókfell h.f. Hverfisgötu 78 — Sími 1-98-25. Munnveiki og sinakreppa. Við henni er hættast, er ísalög ganga. Vig henni hefur Gríms- eyjarkál reynzt gott. Mirnn- veikinni hagar þannig til: Tannholdið að utan fer að verða dökkrautt og aumt, í fæturna kemur nokkur verkur, aflleysi og stirðleiki, og hættir mjög við sinadráttum. Tannholdið dökknar og eymist að utan sem innan, síðan fer það að sortna, og koma stórir bólgukeppir á. Munnurinn fer að gapa og verð- ur ei komið saman. Hnén fara að kreppast upp að lífinu, og það svo mjög, að þeim verður ei bifað til. Tannholdið fer að deyja og síðan detta af, og þar á ofan, að sögn, svartar tenn- urnar ----- — — Af lifandi skepnum er fyrst fræga að telja mennina, því næst brúnskjótta hryssu feita, gamla (1849 um 27 ára), þolna og hrekkjótta. Þessu næst hér um bil 200 fjár (um vetrar- tímann) og nokkra hunda. Ei eru á eynni kettir, kýr né mýs. □ Samvinnuverzlun tryggir yður sanngjarnt verðlag. □ Verzlum með allar innlendar og erlendar vöru- tegundir. GLEÐILEG JÖL! Farsælt komandi ár. Þökkum sam- starfið og viðskiptin á þvi liðna, Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík. jólablað - 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.